Hvers virði er ímyndin ?

Íslendingar hafa lengi verið óánægðir með nafnið á landinu sem gefi landinu neikvæða ímynd. Er þá stundum vitnað í þann mikla P.R.-mann Eirík rauða, sem lokkaði menn til nýs lands vestan Íslands með því að gefa því nafnið Grænland.

En í raun er varla hægt að hugsa sér betra nafn á landi matvöruframleiðsluþjóðar en Ísland því að það skapar afar jákvæð hugartengsl við eitthvað ferskt og ómengað. 

Ég hef lengi átt þann draum að Íslendingar keyptu tvær blaðsíður í Time eða álíka tímariti og auglýstu landið á einfaldan hátt. 

Á fyrri blaðsíðunni væri mynd af kjötvörum, grænmeti og vatni með textanum: "Ef þú vilt neyta matvöru, sem þú vilt treysta að sé fersk og ómenguð, hvert ferðu þá? 

Síðan þyrfti lesandinn að fletta blaðinu og á blaðsíðunni hinum megin væri svarið: "í ísskápinn eða til Íslands." 

Í neðanmálstexta stæði: "Ísland er matvælaframleiðsluþjóð og selur meðal annars fisk, lambkjöt og ferskt vatn." 


mbl.is Stöðugt meira flutt út af vatni frá Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband