Eins og hundar á roði.

Það er að sannast með áliti Orkuveitu Reykjavíkur að þeir sem ekki vilja viðurkenna að verndarnýting sé eða geti verið arðbærari til lengri tíma litið en orkunýting hanga nú eins og hundar á roði á tugum virkjanakosta, sem þeir geti bætt við þá 28 kosti, sem þegar hafa verið notaðir í virkjunum um allt land.

Virkjanirnar á Nesjavöllum og á Hengilssvæðinu eru þegar komnir fram yfir þau mörk að geta talist endurnýjanleg orka eða sjálfbær þróun, því að 50 ára ending, sem notuð er sem forsenda fyrir jarðvarmavirkjunum, er langt frá því að teljast sjálfbær þróun eða endurnýjanleg orka.

Ef allt þetta svæði verður fullnýtt til 50 ára munu barnabörn okkar standa frammi fyrir því að ekkert heitt vatn verði að finna í húsaupphitun af því að okkur lá svo mikið á að ráðstafa allri orkunni strax og helst til fyrirtækja sem bruðla sem mest með orkuna.

Ég hef verið á fullu ásamt skoðanasystkinum mínum við að senda inn umsagnir um virkjanakosti um allt land og hefur þessi vinna undanfarnar vikur og þó einkum síðustu dagana verið erfið og krefjandi en afar gefandi vegna þeirrar víðtæku samvinnu 14 náttúruverndarsamtaka sem tekist hefur.

Ekki mun af veita. Fyrirfram mátti gera ráð fyrir því að virkjanafíklar myndu gera allt sem þeir gætu til að snúa rammaáætlun sér í hag eins og sést af umsögnum Orkuveitu Reykjavíkur og fleiri sem nú birtast á vef rammaáætlunar.


mbl.is Fagleg niðurstaða eigi að standa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ekki fer nú mikið fyrir efnislegri gagnrýni á sjónarmið Orkuveitunnar hjá þér Ómar. Þú kýst frekar að fara með órökstutt bull og upphrópanir.

Orkuveitan vill að orkunýtingarmöguleikar við Bitru séu settir í biðflokk, frekar en verndarflokk. Hvers vegna? Jú, vegna þess að Orkuveitan telur að upplýsingum um svæðið hafi ekki verið gerð nægjanleg skil.

Verndunarsinnarnir hafa verið einráðir í upplýsingagjöf í og til fjölmiðla um Bitru og þeir hafa stjórnað umræðunni með hrópum og köllum. Þeir hafa sýnt myndir af fallegu landslagi og jarðmyndunum og fullyrt að því muni öllu verða fórnað ef virkjað verður. Allir þeir sem malda í móinn er hrópaðir niður og sagðir ganga erinda annarlegra hagsmuna.

Orkuveitan vill kynna málið betur og án áróðurskenndra upplýsinga sem eru úr takti við raunveruleikann. Verndunarsinnar vilja hins vegar loka umræðunni og koma í veg fyrir að almenningur fái fleiri sjónarhorn á málið. Er t.d. mögulegt að vernda og nýta í senn? Njóta og nýta?

Þessa umræðu þaggar öfgasinnað náttúruverndarfólk vægðarlaust niður. Það vill lögfesta friðun sem allra fyrst, áður en upplýsandi umræði eyðileggur fyrirætlanir þess.

Ómar gagnrýnir sjónarmið Orkuveitunnar með einni setningu:

"Eins og hundar á roði".

Gunnar Th. Gunnarsson, 11.11.2011 kl. 21:49

2 identicon

„Það má örugglega finna einhver ómálefnaleg komment hjá mér á þessum 5 árum, en eigum við það ekki til... flestir, þegar tilfinningarnar bera okkur ofurliði.

En ég reyni nú samt að vanda mig.... oftast.“,

sagði maðurinn.  Svo sagði hann:  „Þú kýst frekar að fara með órökstutt bull og upphrópanir.“

Jamm. 

Fer þetta ekki að jaðra við eltihrellingu?  Eða, er það ekki hætt að jaðra við eltihrellingu?

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 11.11.2011 kl. 23:21

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þorvaldur, þessi athugasemd er fullkomlega málefnaleg, ég er að benda á staðreyndir.

Þín athugasemd er hins vegar sett hér inn til þess að fæla mig frá að mótmæla málflutningi af þessu tagi sem er ítrekað beitt af náttúrverndarsamtökum sem stjórnað er af fámennri klíku öfgahóps. (Að mínu mati). Þú vilt þagga í mér með afar ómerkilegri athugasemd.

Þú ert aumkunarverður Þorvaldur, og þú ert órafjarri að hræða mig. Ég hræðist ekki lítilmenni. Ég hræðist heldur ekki að vera í frekar fámennum hópi sem er á annarri skoðun en meirihluti þeirra sem tjá sig á síðunni hans Ómars.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 00:01

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

"Öfgasinnað náttúruverndarfólk". Það eru Hvergerðingar að sjálfsögðu sem biðjast undan blæstri brennisteinsvetnis og manngerðum skjáltum og eyðileggingu fagurrar náttúru og útivistarsvæðis í hlaðvarpanum.

Ég kíkti á umsögn frá Samtökum ferðaþjónustunnar Bitru, sem er líka "öfgasinnað náttúruverndarfólk" þegar það grátbiður um að fá að halda þessu austurhorni Hengils-Hellisheiðarsvæðisins óvirkjuðu eftir að það á að taka allt annað á svæðinu undir sjö virkjanir.

Að því stendur hið mikla hófsemdarfólki sem stefnir að því að klára alla orku af þessu svæði á 50 árum og silja barnabörn okkar eftir án hitaveituvatns í hús sín. 

Samtök ferðaþjónustunnar fara fram á það að hægt sé að fara með með vaxandi fjölda ráðstefnufólks og ferðamanna sem vilja kynnast hinni heimsfrægu ósnortnu íslensku náttúru (80% aðspurðra segir það) í þægilega stuttri fjarlægð frá ráðstefnuhúsum og hótelum á svæðinu. 

Nei, 80% ferðamannanna eru "öfgafull náttúruverndarfólk".

Ómar Ragnarsson, 12.11.2011 kl. 03:14

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þú setur alla erlenda ferðamenn sem koma hingað,  m.a þá sem koma hingað á ráðstefnur og segja "já" við spurningu í flugvélabæklingi, hvort þeir hafi áhuga á að skoða íslenska náttúru, í flokk með þér og umhverfisverndarsamtökum, sem skoðanabræður ykkar og systur í umhverfisverndarmálum?  

Ok.... þannig færðu út að 80% ferðamanna sem koma til landsins, kvitta undir málflutning ykkar.

Ég skil.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 09:19

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Er ekki Lára Hanna starfsmaður Ferðaþjónustu Bitru?  

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 09:23

7 identicon

„Ómerkilegur.“  „Lítilmenni.“  „Aumkunarverður.“ Þessa einkunn fæ ég þegar ég bendi á að prýðilega rökstuddur pistill Ómars fái einkunnina „Órökstutt bull.“  -Minnir mig reyndar á það þegar formaður samgöngunefndar Alþingis sagði ábendingar manna um að hætta fylgdi  einbreiðu slitlagi með hvössum brúnum á fjölfarnasta ferðamannavegi landsins milli Gullfoss og Geysis  „fullkomlega órökstuddar“.-

Málefnaleg komment?  Dónaskapur?  Ég legg málið í dóm.

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 10:23

8 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Ég efa það ekki að þú fáir einhvern umhverfisöfgasinnan til að taka undir með þér og jafnvel setjast í dómarasæti fyrir þig. 

 En staðreyndin situr þó áfram þarna bjargföst og meitluð í stein í athugasemdarkerfi Ómars, að þú sakar mig um að vera "eltihrellir", sem er auðvitað nokkuð alvarleg ásökun, en algjörlega órökstudd.

Athugasemdarkerfi Ómars er opið öllum og er til skoðanaskipta. Ég nýti mér það óspart, því mér finnst rétt að fleiri en ein skoðun fái að þrífast í samfélagi okkar. Ef ég segi að mér finnist eitthvað vera bull, þá reyni ég að færa rök fyrir því. Það örlar ekki á slíku hjá þér, heldur ræðst þú á persónu mína í stað rökræðna um málefnin.

Þess vegna ert þú aumkunarverður, Þorvaldur, athugasemdir þínar eru ómerkilegar og ég hræðist ekki lítilmenni sem beita svona aðferðum við að þagga niður skoðanir, andstæðar þeirra.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 11:09

9 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Stillum okkur aðeins, strákar og verum vinir þrátt fyrir skoðanamun. Það er svo gaman að hafa ykkur sem heimaganga hjá mér að ég vil engan ykkar missa.

Ómar Ragnarsson, 12.11.2011 kl. 16:01

10 identicon

Fullyrti ég að þú værir eltihrellir?

Aldrei dytti mér heldur í hug að fullyrða að þú værir dóni.  Ég beiti heldur ekki stóryrðum til að þagga niður í þeim sem hafa skoðanir andstæðar mínum.  Þvi velti ég fyrir mér málstað þess sem kallar andstæðing sinn aumkunarvert, ómerkilegt lítilmenni og málflutning hans rakalaust bull.

En um dónaskapinn?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 18:16

11 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Like" á athugasemd #9

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 18:27

12 identicon

Og bara svo að það sé á hreinu:  Ég hef aldrei hvatt til þess að Gunnar Th. sé útilokaður og þaggað niður í honum.  Skoðanir hans, þótt ég sé þeim ekki sammála, eiga fullan rétt á að birtast.  Það sem ég hins vegar fetti fingur út í er tilhneiging hans til að kalla skoðanir andstæðinganna „rakalaust bull“ sé hann þeim ekki sammála.  Fyrir skoðunum Gunnars eru ýmis rök.  Fyrir skoðunum Ómars eru önnur rök, og síst veigaminni.  Það gerir þær ekki „rakalaust bull“ að Gunnar er þeim ekki sammála.  Og ég er fremur fúll yfir að vera kallaður „aumkunarvert ómerkilegt lítilmenni“ fyrir að benda á að það er ekki sama hvernig skoðanir eru settar fram; og nb. ekki hvað var fram sett heldur hvernig.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 20:15

13 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Skoðanir eru aldrei bull, þær eru bara skoðanir. En ef mér finnst að rök sem sett eru fram til að styðja tiltekna skoðun, standist ekki skoðun, þá kalla ég slík rök yfirleytt "bull".

Það er kannski óþarflega harkalega að orði komist hjá mér og sennilega ekki vænlegt að nota slíkt orðalag, ef maður vill skiptast á "skoðunum" við fólk. Ég er alveg maður til að viðurkenna það.

Ég fæ mjög oft á mig óvæginn fúkyrðaflaum hérna, (aldrei þó frá Ómari, enda er hann annálað sjentilmenni).  Þeir verstu hvað þetta varðar koma yfirleitt ekki fram undir fullu eða réttu nafni. Ég svara öllu skítkasti af fullri hörku og ég held ég breyti því ekkert. Að láta einhverja nafnlausa hrotta vaða yfir sig, er ekki minn stíll.

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 22:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband