Miðnætti: Vel á þriðja hundrað umsagnir.

Undanfarnar vikur hefur áhugafólk á vegum 13 náttúrverndarsamtaka unnið griðarlegt verk víða um land í frístundum sínum við að veita viðnám gegn því flóði umsagna í ætt við umsögn Orkuveitu Reykjavíkur og miðuðu að því að koma þeim svæðum úr verndarflokki, sem eru í drögum að þingsályktun.

Þegar þessi orð eru rituð var fresturinn að renna út og það eru margir sem mun dæsa af miklum feginleik eftir harða vinnu.

Notuð var ný tölvutækni við þetta umsagnarferli og er hvort tveggja, samskipta-og tölvutæknin og umsagnarferlið um margt tímamótaverk. .

Ég hvet alla sem það geta til að kynna sér sem flestar umsagnirnar því að í þeim er að finna margar mikilvægar og oft nýjar upplýsingar og gagnleg skoðanaskipti.

Kannski hafa einhverjir tekið eftir því að umsögn, sem ég vann fyrir Framtíðarlandið um Kröflusvæðið og Gjástykki sem eru ein landslagsheild, og er númer 191, var áður búin að koma tvisvar inn með númerunum 70 og 113 í gærkvöldi og í dag, en ég varð að biðja um að fjarlægja þær vegna þess að tæknin réði ekki við myndirnar sem voru sem fylgiskjöl en skipta öllu máli þegar um er að ræða svæði, sem enginn hefur séð bitastæðar myndir af í fjölmiðlum.

Að lokum tókst með aðstoð tölvufróðs manns að koma þessu inn nú á tólfta tímanum en ég var búinn að eiga í tímafreku basli við þetta í gær og í dag, enda afar lélegur í tölvutækni.

Auk þessarar umsagnar tókst mér að senda inn númer 149, um Eldvörp, og 208, um Hrafnabjargavirkjun, en í ljósi erfiðleikanna vegna fjölda ljósmynda, brá ég á það ráð þar að birta link á blog.is frá 8. ágúst í fyrra þar sem var myndasyrpa af svæðinu, sem undir er.

Önnur tímamót urðu í þessu ferli, því að ekki hafa áður hafa svona mörg samtök starfað saman við verk af þessu tagi svo að ég viti til, veitt hvert öðru aðstoð og nýtt kraftana vel.

Umsögnin, sem mikil vinna var lögð í, er númer 210 á listanum um innsendar umsagnir og er þar saman kominn mikill fróðleikur í umsögn og tilvísunum í gögn. 

 Stóri afraksturinn af þessari samvinnu er ein stór og viðamikil sameiginleg umsögn allra samtakanna sem birt er í órofa samstöðu þeirra. 

Þar lögðu allir sitt af mörkum og margt í útkomunni verður vafalaust fréttaefni svo sem hugmyndir um hryggjarstykki í friðun miðhálendisins þar sem jöklarnir frá Hofsjökli um Vatnajökul til Suðurjökla tengist saman í friðlandaperlu.

Þetta var afar gefandi starf sem ástæða er að óska til hamingju með.

Þegar ný tækni er reynd í fyrsta skipti má alltaf búast við erfiðleikum þegar óvænt viðfangsefni blasa við á borð við það að taka við jafn mörgum myndum og ég sendi sem fylgiskjal, eða alls 26,  en eftir alla þá margra ára vinnu sem að baki þessari einu umsögn lá, var það höfuðatriði að koma þeim loks á framfæri á heildstæðan hátt með viðeigandi útskýringum, sem þessi umsögn inniheldur.

Með því að lesa þessa umsögn og skoða myndirnar fær fólk kannski einhverja smá nasasjón af því viðfangsefni, sem tekist er á við í gerð heimildamyndarinnar "Sköpun jarðarinnar og ferðir til mars."

Til að koma ljósmyndunum yfir í tæka tíð varð að minnka gæði þeirra (upplausn) og það tókst.

Kannski get ég birt þær síðar í fullri upplausn. Ljósmyndabók?  Hver veit ?

Iðnaðarráðuneytið og starfsfólk þess og umhverfisráðuneytisins eiga þakkir skildar fyrir það að gerast brautryðjendur í samskiptatækni á borð við þá sem hér var farið af stað með. 

Reynslan nú mun koma sér vel síðar við að þróa þá undirstöðu lýðræðisins að veittar séu mikilvægar upplýsingar og gefinn aðgangur að mismunandi skoðunum.

 


mbl.is Frestur rann út á miðnætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Á þriðja hundrað umsagnir eru gríðarlegt verk fyrir fámennan hóp. Ég get vel trúað því að þetta fólk dæsi, úrvinda af þreytu.  

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 00:15

2 identicon

Mér er gersamlega fyrirmunað að skilja hvað þessi leigubílstjóri og ál-talibani þykist þurfa að kommentera við hverja færslu hjá þér, Ómar.

Yfirlætisfullur ignoramus. 

Jóhann (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 00:35

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Varðhundar þöggunarinnar eru yndislegir

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 00:39

4 identicon

"Varðhundar þöggunar"? Þeir sem dæsa úrvinda af þreytu?

Þú ert bjáni, Gunnar.

Og því færri nótar þér líkum, þess betri heimur.

Jóhann (IP-tala skráð) 12.11.2011 kl. 00:50

5 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ég sagði hvergi að okkar fólk hefði sent inn á þriðja hundrað umsagnir heldur að alls væru þær svo margar.

Ég hef ekki gefið mér tíma til að skoða þær allar, en strax í þeim fyrstu sér maður marga hagsmunaaðila sem vilja koma svæðum úr verndarflokki. 

Það breytir því ekki að það er nokkur vinna fólgin í því að fara yfir 66 virkjanakosti og kynna sér þá áður en gefin er eins vönduð umsögn og hægt er. 

Ómar Ragnarsson, 12.11.2011 kl. 03:18

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

"Skjámynd" af athugasemdum Jóhanns.... priceless!

Gunnar Th. Gunnarsson, 12.11.2011 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband