Af hverju Indónesía, Eþíópía og Ísland ?

Eþíópíubúar eru meðal fátækustu og vanþróuðustu þjóða heims.  Þeir eru 200 sinnum fleiri en við en með álíka stórt hagkerfi.

Landið býr yfir mikilli vatnsorku og jafnvel jarðvarma en hryggjarstykki þjóðfélagsins eru ótal strákofaþorp þar sem reykirnar stíga upp um þökin, því að þjóðin er í fátæktargildru og nýtur ekki trausts vegna lélegs stjórnarfars. Sultur er landlægur á stórum svæðum. 

Aðeins eru innan við tíu litlar flugvélar í þessu víðlenda landi. Í borginni Arba Minch stendur stór flugvöllur með stórri mannlausri marmaraflugstöð en aðeins ein flugvél lendir þar á dag. 

Í landinu er einræði stjórnar sem hefur hag að því að vera þæg við Bandaríkin og fá þaðan hernaðaraðstoð til að lemja á ræningjum og uppreisnarseggjum í nágrannalandinu Sómalíu ef það þykir ógnun við "stöðugleika" í Eþíópíu. 

Á einu sviði standa Eþíópíubúar þó jafnfætis öðrum þjóðum. Flugfélag Eþíópíu er þjóðarstolt þessarar merkilegu þjóðar, sem tók kristni 700 árum á undan Íslendingum, þótt trúarbrögðin sé blandaðri nú.

Flugfélagið, þotur þess og alþjóðlegur rekstur og flugvöllurinn og flugstöðin í Addis Ababa standast allar þær hörðu samkeppniskröfur, sem gerðar eru í nútíma farþegaflugi.

Sú var tíðin að eitt helsta flaggskip Íslendinga og þjóðarstolt Íslendinga var flugfélagið Loftleiðir og síðar Icelandair. 

Umsvif, árnangur og orðstír voru miklu meiri en búast hefði mátt við hjá slíkri örþjóð sem við erum. 

Umsvif Indónesíu í flugmálum eru ævintýraleg og í jafn mikilli mótsögn við þjóðfélagsgerðina þar og í Eþíópíu. 

Ofantalin þrjú dæmi sýna að flugið getur opnað glugga fyrir þjóðir sem ekki eiga þess kost að opna marga aðra glugga til þess að komast á bekk með þeim þjóðum sem lengst hafa náð, ýmist vegna fátæktar eða smæðar. 

Það er líklega vegna þess að flugið er eitthvert alþjóðlegasta fyrirbrigði sem hugsast getur, og möguleikarnir ótrúlegir á öld nets og samskiptatækni. 

Íslenskt dæmi um það var flugfélagið Atlanta sem í byrjun var rekið úr eldhúskróki í Mosfellsbæ þar sem bókhaldið var stundum innan um uppvaskið! 


mbl.is Stærsta pöntun sögunnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Þ Ingólfsson

Í allt eru þetta 380 flugvélar, ég velti fyrir mér hver mengunin verður frá öllum þessum flugvélum, og þetta er bara ein þjóð. Hvað með allar hinar þjóðirnar sem eiga eftir að panta flugvélar ?  Ég minnist þess að hafa orðið furðu lostinn þegar fréttist að eftir 11. september þurfti að kalla 5000 flugvélar til lendingar sem voru á lofti samtímis yfir Bandaríkjunum. Svo erum við með einhverja móðursýki út af mengun frá nokkrum bifreiðum á Íslandi  !!

Stefán Þ Ingólfsson, 17.11.2011 kl. 23:49

2 Smámynd: Óskar Arnórsson

þetta er klassisk aðferð USA til að komast í auðlindir fátækra landa sem hafa ekki efni á sjálfir að virkja og vinna sín eigin lönd.

Fyrst er þessum löndum lánað nógu mikið svo þeir geti örugglega ekki borgað, og svo koma hrægammar bankanna og hirða af þeim verðmætin....

Nú er röðin komin að Indonesíu...

Óskar Arnórsson, 18.11.2011 kl. 02:12

3 identicon

Bara svona til að hafa það á hreinu, þá fer meiri hluti eldsneytisneyslu jarðarbúa í bílferðir. Alls ekki flug.

Mikið af þeim er alger óþarfi.

Mest af þeim er vannýtt m.t.t. sæta.

Og orkunýtingin er þar að auki ca 20%.

380 flugvélar, , - á Íslandi? Alla vega er eiriparturinn af okkar flugflota rellur með mótor á stærð við bílvél, mestallur flotinn stopp mestan part úr árinu og sólarhringnum. Eldsneytið skattað þannig að það er dýrara en á bíla, án þess að flygildið slíti vegum.

En bílaeign Íslendinga er hins vegar hvað....næst á eftir USA pr. mann. Vorum við ekki að monta okkur yfir þessu fyrir nokkrum árum......

Jón Logi (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 09:40

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Menn taka það ekki með í reikninginn að í heiminum eru nú í notkun um 750 milljónir bíla, - 750.000.000 stykki.

Ómar Ragnarsson, 18.11.2011 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband