Meiri ógn en venjulegir farsímar.

Nokkrar einfaldar reglur þarf að forma varðandi notkun farsíma og snjallsíma.

Hingað til hefur áreiti farsímanna verið það að þeir hafa hringt eða gefið hljóðmerki um sms-skilaboð og athyglin, sem beinst hefur að því að kíkja á númerið sem hringir eða svara jafnvel strax hefur verið ógn við umferðaröryggi. 

Það ætti að vera lágmarksregla að ef ákveðið símanúmer birtist sem ekki er leyninúmer eða símanúmer stórs skiptiborðs eins og til dæmis hjá RUV, þar sem númerið 5153000 birtist, láti ökumaðurinn símann eiga sig og noti fyrsta tækifærið þegar hann er ekki á ferð, til þess að svara. 

Ef hann sér á númerinu, að erindið er aðkallandi, stöðvar hann bara bílinn við fyrsta tækifæri til að hringa til baka. 

Þegar hringt er úr stórum fyrirtækjum ætti það að vera regla að þeir, sem hringja, geti hringt úr ákveðnu innanhússnúmeri sem sjáist á birti símans.  Þetta er spurning um það að slík tækni sé í símakerfi fyrirtækisins og að allir noti hana.

Að öðru leyti gefur auga leið að sending eða móttaka sms-skilaboða og notkun mynda og lyklaborða snjallsíma fer ekki saman við akstur. 

Einhver mesti ósiður og dónaskapur, sem hægt er að sýna mannesku eða hóp fólks, sem maður er að tala við, er að hætta að tala við fólkið og byrja að tala í símann. 

Í langflestum tilfellum má sjá á birti símans að hægt er að hringa í númerið síðar. 

Áberandi er hve margir þeirra sem gefa ekki stefnuljós eru uppteknir í farsímtali. Nógu slæm er letin og tillitsleysið sem birtist í því að gefa ekki stefnuljós þegar slíks er sár þörf fyrir aðra vegfarendur þótt farsímasamtöl bætist ekki við. 


mbl.is Snjallsímar í umferðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég gæti ekki verið meira sammála.  Ég tók t.d. þá ákvörðun í dag  að færa mig yfir á vinstri akrein en lenti þá  á eftir einum sem keyrði á rúmlega 30 á Sæbrautinn. Það var mikil umferð og erfitt að  skipta um akrein, þar sem ég var svo óheppinn að vera næsti bíll á eftir slóðanum, þá komust þeir sem voru á eftir mér fyrr inn á hægri og komust framúr, en loks kom röðin að mér og ég gat fært mig yfir á hægri og farið framúr. Um leið og ég fór framúr honum leit ég á slóðann og vitir menn bíllinn var fullur af ungu fólki og bílstjórinn var með símann skorðaðann á milli höfuðs og axlar. Er ég fjarlægðist hann varð mér litið í spegilinn og langt í burtu var byrjuð að safnast aftur löng röð á vinstri akrein með símaslóðan í fararbroddi.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 18.11.2011 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband