23.11.2011 | 00:04
Þeir verstu sleppa.
Þegar farið er framhjá bílastæðum hér á landi blasa tillitsleysi og frekja alls staðar við, fullfrískir leggja bílum sínum í stæði fatlaðra og bílum er lagt á skakk og skjön eða þannig að þeir taka tvö stæði.
Verstir eru þó að mínum dómi þeir sem eru fullfrískir en stunda það að aka bílum fatlaðra maka sinna eðs skyldmenna og legga þeim í stæði fatlaðra í trausti þess að merki hreyfihamlaðra er við framglugga bílsins.
Þetta má iðulega sjá til dæmis fyrir utan hús Tryggingarstofnunar ríkisins þar sem fullfrískt fólk leggur bílum með hreyfihamlaðra merkinu og fer þar inn eða í næstu hús til að reka erindi sín.
Þetta fólk rífur kjaft við mann og segist vera að sækja bætur fyrir hina fötluðu inn í Tryggingarstofnunina eða að versla fyrir hina fötluðu og segir að öðrum komi þetta ekki við.
Samt ættu þessir ósvífnu bílstjórar að þekkja gildi stæða hreyflhamlaðra og þess vegna tel ég þá vera þá verstu sem stunda þetta og eiga skilið að fá tvöfalda sekt.
Síðan þekkir maður það að hinn hreyfihamlaði biður fullfrískan bílstjóra að aka bíl sínum og leggja honum í stæði merkt hreyfihömluðum, og síðan fer hinn fríski inn og rekur erindin á meðan hinn fatlaði fer aldrei út úr bílnum.
Bílstjórinn fékk aðvörun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mörg eru þau meðal okkar sem gera ekki mun á réttindum og þörf.
Vigfús Magnússon (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 09:49
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.