23.11.2011 | 13:50
Versta fíkniefnið ?
Kannabisefni hafa löngum haft yfir sér blæ sakleysislegrar og skaðlausrar nautnar. Bubbi Morthens, sem veit hvað hann er að segja, þegar fíkniefni eru annars vegar hefur ekki verið að skafa utan af því þegar hann hefur lagt dóm á þau.
Í viðtali í Monitor nýlega segir hann að kannabis sé versta efnið og það af fíkniefnunum sem hafi farið verst með hann. Það hafi geðræn áhrif og bitni á lífsþrótti og hugarafli fólks. Hann nefnir þetta efni "skaðræðishelvíti" en á meðan hann var ánetjaður því hafi hann dýrkað það eins og guð og átt margar bækur um lækningamátt grassins og hassins.
Þegar hann var nýkominn úr meðferð 1996 og þurfti á einbeitni og ákveðni að halda til þess að falla ekki, sagði hann við mig, að hassið væri lang lúmskast fíkniefnanna og það varasamasta. "Ef einhverjum væri verulega illa við mig og vild gera mér illt", sagði hann, "myndi hann brjótast á laun inn í íbúðina mína þegar ég væri ekki heima og skilja eftir litinnn hassköggul í gluggakistunni."
Sem betur fer virðist þorri þjóðarinnar átta sig á þessu ef marka má skoðanakönnun MMR.
Þjóðfélagið á nóg með að glíma við lögleyfðu fíkniefnin tvö, nikótín og áfengi, þótt kannabis sé ekki bætt þar við.
Raunar eru reykingar líkast til versta heilbrigðisbölið þótt offita sæki á. Erfiðara er að hætt að reykja en að venja sig af nokkru fíkniefni öðru.
Og leitun er að íslenskri ætt eða fjölskyldu sem áfengisbölið hefur ekki haft áhrif á, beint eða óbeint.
Flestir andvígir lögleiðingu neyslu kannabis | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er alveg rétt hassið er lúmskasti andskotinn og alls ekki hollt, en gras og hass eru 2 gjörólíkir hlutir.
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 13:59
Gras og hass 2 gjörólíkir hlutir????? úr hverju heldurðu að hass sé unnið??
Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:08
úr laufum og stönglum úr maríjuana plöntunni ef ég man ekki betur, og svo er bætt fullt af öðrum aukaefnum, gjörólíkir hlutir vinur.
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 14:13
marijuana nátturulegt, hass ekki.
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 14:13
Þetta er nákvæmlega sami hluturinn,hassið er bara klessa sem er soðin úr hampjurtinni,ég er búinn að rökræða þetta við marga fíkla sem eru að reina af veikum mætti að réttlæta neisluna.
Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:30
Það vill loða við menn eins og Bubba að kenna efninu um.. en ef þið hugsið aðeins og skoðið sögu Bubba... allt hans besta efni kom upp þegar hann var í neyslu.
Svo nenni ég ekki að heyra þetta bann tal.. efnið er jú bannað en það AFAR margir sem nota efnið, undirheimarnir velta milljörðum vegna þessa efnis.. ríkið fær engar tekjur af því, ríkið hendir óhemju fé til þess að eltast við efnið, algerlega árángurslaust.
Mjög margir unglingar fara út í að nota þetta efni EINGÖNGU vegna bannsins, tabúið kallar á unglinginn.
Hvergi er minna um kannabis neyslu en einmitt þar sem það er löglegt...
Bubbi er ómarktækur með þetta, eins og svo margt annað; Stundum tel ég það honum fyrir bestu að fá sér smók aftur.
Disclaimer
Ég nota ekki kannabis, hef notað það samt..
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:37
okai casado, en þú ert ekki að rökræða við fíkil núna, efast samt að þú hafir eigin reynslu af þessu. og það flokkast varlu undir neyslu að neyta marijuana einstaka sinnum með mánaðarfrestum, það eru til fíklar í allt og marijuana er engin undantekning bara svo það sé á hreinu.
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 14:44
truthseeker, Hass og gras er nákvæmlega sama efnið en hassið er að jafnaði sterkara. Það að einhverju drasli sé stundum blandað saman við hassið til drýgingar, breytir því ekki að THC er vímuefnið í báðum.
Að halda því fram að þetta sé tvennt ólíkt er eins og að segja að nautahakk sé ekki kjöt.
Doctore, sammála, nema að Bubbi skánar örugglega ekki við að fá sér smók.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 14:49
Þeim sem leggja hið minnsta mark á orð Bubba,
er ekki viðbjargandi.
Skuggi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 14:51
það er líka kókaín í sumum orkudrykkjum, er það þá það sama og kók?
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 14:59
Kannabis er og verður alltaf bannað, allavega á Íslandi sem betur fer,og við þig truthseeker þá hef ég prófað bæði en bara líkaði ekki,,,og þú doktor e hvar nákvæmlega er kannabis löglegt og lítið notað??? veit bara um Holland og það er sko ekki lítið notað þar,sennilega hvergi meira,
Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:00
Casado er bara í ruglinu... hann er búinn að gleyma hvernig, eða hann hefur ekkert kynnt sér sögu mannkyns.. td þegar áfengi var banna; Enginn græðir á svona bönnum NEMA undirheimar; Þetta er löngu sannað, það er löngu sannað að eiturlyfjastríðið er löngu tapað, það tapaðist á fyrsta degi.
Það þarf heilbrigða nálgun og fræðslu um vímuefni, ekki bara að banna hægri vinstri, efla dóma og gera rekstur fangelsa að þjóðaratvinnu eins og í USA
P.S.
Reyndar er gras í dag oftar en ekki mun sterkara en hassið..
DoctorE (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:08
Að segja að gras og hass sé sami hluturinn, því hass sé unnið úr grasi, er eins og að segja að vodki og vatn sé það sama.
Grasið kemur beint af plöntunni, hassið er hinsvegar UNNIÐ af plöntunni, og öllum andskotanum blandað við, þ.á.m. öðrum sterkari fíkniefnum. Síðan er því iðulega blandað í tóbak, sem er almennt ekki stundað með hreint gras.
Ingibjörg Axelma Axelsdóttir, 23.11.2011 kl. 15:18
Einmitt, það sem ég er búnað vera reyna segja.
Hilmar Örn, 23.11.2011 kl. 15:23
Casado skrifar: "Kannabis er og verður alltaf bannað, allavega á Íslandi sem betur fer,og við þig truthseeker þá hef ég prófað bæði en bara líkaði ekki"
Já, það verður bannað á Íslandi alveg þangað til að það verður leyft (og það gerist á endanum) á hinum Norðurlöndunum. Þegar það er búið að gerast getur semi-þroskaheftur almenningur og þingmenn þessa lands sagt "en svona gera þeir þetta á hinum Norðurlöndunum", og þannig þarf fólk á þessu skítaskeri aldrei að horfast í augu við hversu vitlaust það er. Ábyrgðin er alltaf send eitthvert annað.
"og þú doktor e hvar nákvæmlega er kannabis löglegt og lítið notað??? veit bara um Holland og það er sko ekki lítið notað þar,sennilega hvergi meira,"
Svo best sem ég veit er kannabis hvergi löglegt, ekki einu sinni í Hollandi, lögreglan þar í landi ákveður bara að einbeita sér ekki að kannabisefnum og reynir frekar að tækla harðari efni en þau (svo lengi sem þau eru seld á títtnefndnum "kaffihúsum").
Kannabisneysla ungmenna í Hollandi er síðan töluvert minni en t.a.m. í Þýskalandi, Danmörku, Bretlandi, Belgíu, Ísland, BNA og þó víðar væri leitað. Sama á við um Portúgal sem að gerðu vörslu á neysluskömmtum af kannabisefnum ekki að refsiverðibroti lengur. Veit ekkert hvort hún er miklu minni en annars staðar í Evrópu, en hún hefur farið minnkandi síðan löggjöfinni var breytt.
Það er líka áhugavert að nýjum sprautufíklum hefur fækkað alls staðar þar sem breyttar áherslur eru hafðar, og að í staðinn fyrir að refsa fólki fyrir veikleika sína og fíkn er reynt að hjálpa því aftur á fætur og koma því aftur út í lífið. T.d. var meðalaldur sprautufíkli á 8. áratug síðustu aldar í Hollandi í kringum 17 eða 18 ára. Í dag er hann í kringum fertugt.
Þetta augljóslega höfðar ekki til Íslendinga af því að það er fátt sem að þeim finnst skemmtilegra en að upphefja sjálfa sig á kostnað annarra, og það er fátt sem að lætur rigna jafn heiftarlega upp í nef þessarar þjóðar en "helvítis aumingjarnir og dópistarnir".
Gunnar Th. skrifar: "Að halda því fram að þetta sé tvennt ólíkt er eins og að segja að nautahakk sé ekki kjöt."
Hvílíkt og annað eins rugl, hann sagði ekki að þetta væru ekki bæði kannabisefni, heldur sagði hann að þetta væri "tvennt ólíkt". Þetta er eins og að segja að bjór og hvítvín sé nákvæmlega sami hluturinn af því að það er bæði áfengi.Svo varðandi Bubba, ég veit Ómar að hann er félagi þinn og meðlýsandi þegar það kemur að hómóerótískum slagsmálum en hann er bara eins og sumir (ekki allir) fíklarnir, vill helst kenna öllu öðru um en eigin breyskleika um fíkn sína.
Maynard (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:35
Umræðan hér virðist markast að því sumir sem hér skrifa virðist vera hrifnir að kanabis og þeir sem eru hrifnir af kanabis verja það með kjafti og klóm ég reykti gras og hass í 25 ár þar af daglega í 18 ár.þetta er stöff sem steikir á þér heilan ég veit hvað ég er að tala um að rökræða við fólk sem notar þetta og er hrifið af þessu er vonlaust.VONLAUST hið stórkostlega í þessu er að þjóðin vill ekki lögleiða þetta.
Bubbi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:44
" doktor e hvar nákvæmlega er kannabis löglegt og lítið notað??? veit bara um Holland og það er sko ekki lítið notað þar,sennilega hvergi meira,"
Það er svo sannarlega ekki rétt hjá þér. Kannabisneysla í Hollandi er undir meðartali í Evrópu. Þá er kannabis neysla í Hollandi TVÖFALD minni en hún er í Bandaríkjunum, þar sem efnið er harðbannað.
http://www.plosmedicine.org/article/showImageLarge.action?uri=info%3Adoi%2F10.1371%2Fjournal.pmed.0050141.t003
http://www.reuters.com/article/2009/11/05/idUSL5730185
Páll Þorsteinsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 15:51
Maynard, við erum að tala um cannabis, THC, ... efnið sem veldur vímunni og afleiðingar ofnotkunar þess. Nákvæmlega það sama, hvort sem er hass eða gras. Þegar talað er um skaðsemi áfengis, þá er það ekki flokkað. Áfengi er áfengi, þó það sé mismunandi að styrkleika og bragði.
Cannabis ER löglegt í Hollandi. Það má selja það á stöðum sem hafa til þess sérstakt leyfi. Einstaklingar mega einnig rækta það heima hjá sér, 4 plöntur per. mann. Hins vegar er cannabis almennt ekki samþykkt sem sjálfsagður hlutur í Hollandi. T.d. hafa flestar leigumiðlanir húsnæðis ákvæði í leigusamningum að bannað sé að rækta cannabis og notkun þess á almannafæri er ekki leyfð. Og eins og þúi bendir réttilega á, er neysla ungmenna (einnig almennings) með því minnsta sem þekkist í V-Evrópu og mun minna en í USA, Canada, Ástralíu og Nýja Sjálandi.
Baráttan við cannabis er löngu töpuð. Bannið skapar fleiri vandamál en það leysir. Fjármunirnir sem fara í að eltast við þetta og dæma og fangelsa neytendur, eru sorglega miklir og væri betur varið í forvarnar og meðferðarstarf fyrir þá sem missa tökin á neyslunni, en það er svipað eða ívið minna en með áfengið.
Eftir að Kaupmannahöfn herti eftirlit og bann við cannabis í Kristjaníu, hefur ofbeldisglæpum fjölgað á götum borgarinnar. Í stað þess að hafa þetta undir "control" í fríríkinu, þá færðist verslunin með þetta á hendur erlendra glæpagengja sem berjast blóðugt um markaðinn.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 16:00
Bubbi skrifar: "Umræðan hér virðist markast að því sumir sem hér skrifa virðist vera hrifnir að kanabis og þeir sem eru hrifnir af kanabis verja það með kjafti og klóm ég reykti gras og hass í 25 ár þar af daglega í 18 ár."
Já, enda held ég að það sé enginn að mæla með því að fólk reyki kannabis á hverjum degi í 18 ár. Ef að þú hefðir drukkið áfengi á hverjum degi í 18 ár værirðu örugglega dauður, þannig að þú getur allavega huggað þig við það.
"hið stórkostlega í þessu er að þjóðin vill ekki lögleiða þetta."
Þér finnst stórkostlegt að það séu engin aldurstakmörk á sölu kannabisefna. Þér finnst stórkostlegt að hver sem er geti keypt kannabis nánast hvenær sem er sólarhringsins. Þér finnst stórkostlegt að ungt fólk geti tekið dóp á krít og þurfi oft að díla við algjörlega siðblinda einstaklinga sem oft hafa önnur efni að bjóða þegar þeir eru "búnir" eða "tómir" þegar spurt er um gras eða hass. En það er víst bara allt gott og fokking blessað af því að Bubbi Morthens hefur jú sagt að kannabisefnin séu verst?
Þér kann að finnast þetta stórkostlegt, en fyrir mér er þetta þyngra en tárum taki.
Maynard (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:07
Það hlítur að vera dásamleg tilhugsun að geta steikt á sér heilann löglega ;o) það er kanski ekkert eftir til að steikja
Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:08
Gunnar Th., ég vil ekki að það skiljist sem svo að ég sé einn af þeim sem að telji gras með öllu skaðlaust á meðan hassið á að vera eitthvað hálfgert eitur miðað við það. Ég geri mér fulla grein fyrir því að ofnotkun á nánast hverju sem er er slæm alveg sama hvaða nafni þú kallar hlutinn svo ég tali nú ekki um þegar eitthvað er reykt.
Það er síðan rétt hjá þér að þegar það er talað um skaðsemi t.d. áfengis er ekki gerður neinn sérstakur greinarmunur á bjór, víni eða sterkari áfengistegundum og ég vona að þú getir fyrirgefið mér þennan tittlingaskít :)
Ég hef síðan ekkert út á þetta svar þitt að setja, það er raunsætt, yfirvegað og þú virðist vera alveg vel með á nótunum (það er t.d. ekki mikið af fólki á Íslandi sem að gerir sér grein fyrir hversu hræðilegt ástandið í Kristjaníu var eftir þessa rassíu lögreglunnar í DK).
Svo er ég ekki hérna (þrátt fyrir orð Bubba) að verja mína eigin neyslu, bara tilhugsunin um að ungir krakkar, margir niður í 13-14 ára séu að byrja að fikta við þetta og þurfi að díla við þær ógeðslega manneskjur sem margar hverjar þrífast í þessum heimi gefur mér gæsahúð. Og það er ekki góða gæsahúðin sem maður fær af því að hlusta á fallegt lag eða sjá sæta stelpu.
Maynard (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:21
Jæja vinur sem er að tala um að kannabis steiki heilann, þú ert ekki alveg með á nótunum, það eru E töflur sem steikja á þér heilann. Ekki bulla bara svona útí loftið, það er alveg til fullt af fólki sem kemur illa útúr kanabisneyslu alveg eins og allri annari neyslu sem á sér óhóf, of mikið af kaffi, of mikið af feitum mat, of mikið af tóbaki, of mikið af kynlífi og þar framm eftir götunum.
En það eru alltaf margfalt fleirri sem geta hagað lífi sínu hóflega og hversvegna eiga fullorðnir einstaklingar ekki að geta tekið upplýsta og meðvitaða ákvörðun um það hvað það setur ofan í sig. Erum við semsagt samfélag sem miðar sig alltaf við þá sem standa sig verst, virðist allavega vera svoleiðis þegar kemur að umræðu kannabis. Hvað með Michael Phelps, margfaldur heims og olympíu meistari í sundi, hann reikir kannabis. Það er ekki eins og maður fái sér eina jónu og þá er fjandinn laus og örðu fólki stafi hætta af...annað má nú segja um áfengið, sem var nú lögleitt á sínum tíma vegna þess að máfíurnar voru bara orðnar of stórar og hættulegar til að ráða við.
Kannabis steikir ekki í þér heilan, THC deifir heilafrumurnar á meðan áhrifan vara, 1-3 tímar, en þegar þú drekkur áfengi þá drepuru heilafrumurnar. Þannig á meðan þú situr með kaldan yfir fréttunum á RÚV og lætur mata þig af rugli þá ertu að steikja meira í þér heilan en nokkru sinni af einni jónu.
Ef að við viljum að börnin okkar njóti meira öryggis þá ættum við að lögleiða kannabis, og bara helst öll eiturlyf. Vegna þess að þá færi salan framm á vetvangi sem hægt væri að fylgjast með, líkt og áfengissala í ríkinu. Hvernig væri ef að það væri ekkert ríki sem seldi áfengi, þá væru allir unglingar blekðir. Gætu bara hringt í einn "díler" og pantað sér kippu og einn opal pela...þannig er eiturlyfja markaðurinn í dag.
Þannig að þegar áfengi var löglegt til þess að koma í veg fyrir stórglæpi mafíunnar, þurfum við ekki að fara að hugsa aðeins um þá svakalegu glæpi sem eiga sér stað í eiturlyfjastríðum í dag. Viljum við þetta umhverfi í samfélaginu okkar? Eða viljum við bíta í það súra epli að lögleiða eiturlyf til þess að gera samfélagið öruggara?
TT (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:42
Eftir að hafa lesið þessa froðu frá TT þá held ég að ég segi nú bara I rest my case
Þarf ekki að hafa fleiri orð um það
Casado (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 16:51
Þvílík hringavitleysa, Bubbi Morthens er ágætismaður en því miður heldur hann að hann sé sérfræðingur í öllu. Í fyrsta lagi skora ég á alla að leita uppi heimildir sem styðja þá hugmynd að hass sé gjarnan blandað við einhver önnur efni (vek athygli á því að SÁÁ gerir reglulega rannsóknir á innihaldi vímuefna hér á landi, það heyrir til undantekningar að efnum sé blandað saman og aldrei hefur fundist hass blandað saman við önnur efni hér á landi). Í öðru lagi, þar sem þessi umræða sprettur af umræðu um lögleiðingu kannabisefna, bið ég þá sem halda því fram að einhver reginn munur sé á kannabisi og hassi vegna þess að hass sé blandað með öðrum efnum að ef þessi efni væru lögleg og framleidd undir eftirliti væri vitaskuld engum óþverra blandað við hass.
Svo er frekar asnalegt að segja að hass sé hættulegra en kannabis af því að það er "sterkara". Það inniheldur hlutfallslega meira af THC vegna þess það er unnið úr kvoðu plöntunnar (sem inniheldur mest allt THC, það er eiginlega ekkert THC að finna í sjálfum stilkum plöntunar eða laufblöðum, það er nánast allt í brumi plöntunar). Er vodkaskot hættulegra en tópasskot af því að það inniheldur meira af virka efninu ethanól? Kannski mætti halda því fram á þeirri forsendu að auðveldara sé að drekka of mikið, hins vegar stenst sá samanburður ekki við kannabisefni vegna þess að það er erfiðara að innbyrgða lífshættulegt magn af THC en að vinna í Víkingalottói, strangt til tekið ómögulegt vegna þess að fólk einfaldlega sofnar löngu áður en það kemst nálægt lífshættulegum skammti (ekkert tilfelli þekkist þar sem hægt er að rekja dánarorsök til ofneyslu kannabisefna).
Svo í hvert skipti sem einhver reynir að leiðrétta svo augljósar rangfærslur eru þeir stimplaðir sem fíklar, er ekki í lagi með ykkur? Haldið þið í alvöru að fíklar hangi á moggablogginu til þess að réttlæta eigin neyslu? Þið eruð bara að skorast undan með þessari vitleysu, því þið annað hvort getið ekki, eða það sem er verra, nennið ekki að sannreyna fullyrðingar ykkar. Kannski bara eins og fíklar í afneitun? Gjörsamlega háð því að lifa í lygavef sem heldur ykkur hlýjum þegar kaldur sannleikurinn herjar á ykkur?
Það er þekkt að neysla kannabisefna skerðir minnisgetu, það er þekkt að hún getur ýtt undir geðhvarfasýki þeirra sem eru fyrir með undirliggjandi heilkenni, það er þekkt að hún getur hamlað þroska unglinga. Ég er ekki að skafa utan að því. Kannabisreykur er líka augljóslega óhollur, inniheldur tildæmis margfalt meira magn af ammoníaki en tóbaksreykur (þess vegna bölvuð fjandans vitleysa að halda því fram að hassreykingar séu eitthvað óhollari en kannabisreykingar af því að menn blanda tóbaki við hass, kannabisreykur er í sjálfum sér alveg nógu óhollur).
Það getur hver sem er steikt í sér heilan einfaldlega með því að nota hann ekki, hann visnar eins og hver annar vöðvi sé hann ekki notaður. Svo endilega reynið örlítið á heilan með gagnrýnni hugsun og skoðið fyrir alvöru hvað liggur að baki skoðun ykkar á vímuefnum. Er til dæmis eðlilegt að nota Bubba sem heimild um skaðsemi kannabisefna?
Zaraþústra, 23.11.2011 kl. 16:52
Þér finnst þetta froða vegna þess að þú hefur líklega ekki heyrt þetta sjónarmið áður, og líklega hræðir það þig. Kíktu á þetta 3 mínútna video og sjáðu hvað er að gerast í Portúgal.
http://www.youtube.com/watch?v=mQ0G336H1OI&list=FLhe9bU6nE9KbJg7jkitFCWg&index=44&feature=plpp_video
Þeir létu tilfiningarnar ekki stjórna sér, heldur rök- og skynsemi.
TT (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 17:08
Bubbi Morthens á ekki að fá að tala fyrir þjóðina. Hann er einn maður sem fór sér að voða með kannabisreykingum ásamt helling af öðru dópi. Mér finnst þetta ekki marktækt. Dagleg neysla í 18 ár er EKKI eðlileg. Það getur hver sem er fatta það vonandi.
Horfið á heiminn í kringum ykkur. Ætlum við ekki að fatta það að það er enginn ávinningur í því að halda kannabisplöntum ólöglegum. Mér finnst mega líkja þessu við geðveiki.
"Insanity: doing the same thing over and over again and expecting different results."
Albert Einstein
Að ríkið eigi að fara að skipta sér af þessu finnst mér vera fáránleg hugmynd. Frekar gera eins og Svisslendingar, leyfa fólki að rækta sínar eigin plöntur. Þannig getur fólk sem langar að reykja kannabis, gert það með sinni eigin uppskeru. Þar af leiðandi fengjum við kannabis af svörtum markaði smátt og smátt þar sem fólk þyrfti ekki að leita til sala. Þannig myndi líka heimska fólkið sem heldur því fram að kannabis leiði út í sterkari efni(mögulega heimskulegasta kenning í heimi) sjá að eina mögulega ástæðan fyrir því að það gerist er sú að kannabis er á sama markaði og öll hin fíkniefnin.
Að fólk skuli líka taka mark á þessari könnun er bara brandari. Tæplega 900 manns af 320.000 manna þjóð? Þetta er ekkert nema hlægilegt og til skammar.
Regulardude (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 17:38
Regulardude, ekki vera sjálfum þér til skammar með að tala svona, 900 manna könnun er alveg nægilega stór könnun til að teljast markæk ef úrtakið er algjörlega tekið af handahófi, haltu þig við málefni sem þú veist eitthvað um, tölfræði er augljóslega ekki þín sterkasta hlið
Tryggvi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 18:10
Alltaf kómískt að sjá kannabisgrátkórinn vakna upp þegar þeirra húsbóndi og guð kannabisið er gagnrýnt.
Regulardude: Þú heldur því fram að ef Íslendingar fengu að rækta sjálfir þá myndi efnið hverfa af svörtum markaði smátt og smátt. Svona svipað og heimabrugg minnkar svarta sölu á áfengi? Heldurðu að allir kannabisneytendur myndu nenna að rækta sjálfir og fólk bara hætta að kaupa af öðrum? Heldurðu að engum myndi detta í hug að fara að rækta og selja til að græða nákvæmlega eins og þetta er í dag?
Þú heldur því líka fram að að það sé heimskuleg kenning að kannabis leiði útí sterkari efni en telur þig samt knúinn að koma með mögulega ástæðu fyrir þessari heimskulegu kenningu.
Líka flott hjá þér að dissa könnunina af því þetta séu bara 900 manns. Þú greinilega veist lítið um tölfræði.
Zaraþústra: Það þekkjast bara víst tilfelli þar sem kannabis hefur verið talið eiga þátt í dauða fólks. Kannabis hefur t.d. verið tengt við aukna tíðni heilablóðfalls í ungu fólki (wolff 2009, Mateo 2005) auk þess að vera tengt við hjartasjúkdóma eins og gáttaflökt (Korantzopoulus 2008). Krufningalæknar í Bretlandi hafa líka rætt að það þurfi sérstaklega að skoða kannabisnotkun í krufningum eftir hjartaáföll vegna þess að kannabis hefur verið tengt hjartaáföllum í ungu fólki (Lindsay 2005).
Mér finnst alltaf skritin röksemdafærslan að ef kannabis verði lögleitt þá verði erfiðara fyrir ungmenni að komast í efnið. Er erfitt fyrir ungmenni að ná sér í áfengi? Ef kannabis er lögleitt verður aðgengi ungmenna mun meira. Þá þarf ekki lengur að þekkja díler til að komast í efnið, þú þarft bara að þekkja eitthvern yfir tilskildum aldri sem er til í að kaupa þetta fyrir þig útí búð.
Egill Axfjörð (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 18:13
"Alltaf kómískt að sjá kannabisgrátkórinn vakna upp þegar þeirra húsbóndi og guð kannabisið er gagnrýnt."
?
Líka kómískt að sjá þegar fólk með mismunandi skoðanir kalla aðra niðrandi nöfnum bara því þeir eru í meirihluta. Þótt þú sért á annari skoðun en ég þýðir það ekki að þú sért í rétti til að kalla mig af hluta af kannabisgrátkór. Kannabis er ekki minn húsbóndi og guð. Ég trúi ekki á neinn guð og ég er minn eigin húsbóndi. Virtu skoðanir annarra, þínar skoðanir eru ekki yfir annarra hafnar.
"Regulardude: Þú heldur því fram að ef Íslendingar fengu að rækta sjálfir þá myndi efnið hverfa af svörtum markaði smátt og smátt. Svona svipað og heimabrugg minnkar svarta sölu á áfengi? Heldurðu að allir kannabisneytendur myndu nenna að rækta sjálfir og fólk bara hætta að kaupa af öðrum? Heldurðu að engum myndi detta í hug að fara að rækta og selja til að græða nákvæmlega eins og þetta er í dag?"
Það er alveg pottþétt að einhverjir myndu reyna að gera það. Það er óumflýjanlegt. Hins vegar væru flestir sáttir að geta ræktað þetta í friði þar sem það þarfnast ekki jafn mikillar fyrirhafnar og færni og að koma upp heimabruggi. Það getur verið stórhættulegt ef þú kannt það ekki. Þú getur ekki ræktað kannabisplöntu þannig að hún verði eitruð.
"Þú heldur því líka fram að að það sé heimskuleg kenning að kannabis leiði útí sterkari efni en telur þig samt knúinn að koma með mögulega ástæðu fyrir þessari heimskulegu kenningu."
Það eru margir sem halda því fram að efnið sjálft leiði út í sterkari efni. Það er það sem ég átti við að væri heimskuleg kenning. Það er alveg auðséð að eina mögulega skýringin er sú að þetta er allt á sama svarta markaðinum.
"Líka flott hjá þér að dissa könnunina af því þetta séu bara 900 manns. Þú greinilega veist lítið um tölfræði."
Enn og aftur reynirðu að setja þig á hærri stall. Ég hef lært tölfræði en ég segi þó ekki að ég hafi haft gaman af henni þannig kannski hefurðu rétt fyrir þér að ég sé ekki góður í henni. Mér finnst bara að það eigi að hafa fleiri þátttakendur í svona könnun. Flest fólk sem ég þekki eru hlynnt lögleiðingu eða lögleiðingu í læknaskyni í það minnsta svo ég bágt með að trúa að 87% þjóðarinnar sé mótfallinn.
Þið sem eruð ekki hlynnt lögleiðingu megið alveg hætta að líta á skoðanir okkar sem erum hlynnt lögleiðingu sem eitthvað "kannabisbull" eða að við séum haldin ranghugmyndum.
Þetta er einfaldlega ÖNNUR skoðun á málinu.Regulardude (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 20:39
Cannabisneysla í óhófi er skaðleg. Þeir sem halda öðru fram, vita einfaldlega ekki betur. En skaðleg óhófsneysla réttlætir ekki bannið því þá ætti að banna áfengi.
Horfið var frá áfengisbanninu og allir vita ástæðuna fyrir því. Spurningin sem fólk ætti að velta fyrir sér er því hvort einhver önnur lögmál gildi um cannabis.
Í Hollandi og Portúgal hefur þetta gefist ágætlega en það þýðir ekki að cannabisneysla hafi hætt að vera vandamál. Í Sviss var nýlega leyfð cannabisnotkun í 4 af 26 cantónum ríkisins.
Sumir benda á að ástandið sé bara alls ekki gott í Hollandi og m.a. koma reglulega fram tillögur á hollenska þinginu um að banna alfarið cannabis. Og hver ætli séu aðal rökin fyrir að banna cannabis þar? Jú, vegna þess að Hollendingar kæra sig ekki um að langt leiddir cannabisfíklar streymi yfir landamærin eingöngu í þeim tilgangi að versla cannabis. Auk þess eru glæpagengi nágrannaríkjanna að koma í "heimsókn" reglulega.
Engin hefur drepið sig á cannabisneyslu svo sannað sé. Egill Axfjörð bendir á einhverjar rannsóknir sem benda til að hugsanlega megi rekja... blablabla. Það þarf engar vísindarannsóknir til að taka af allan vafa um að áfengi hafi drepið fólk í miljónavís. En mér finnst það ekki skipta neinu máli. Fólk verður að fá að ráða því sjálft hvort það vill drepa sig á áfengi. En samfélagið á hins vegar að uppfræða ungdóminn um áfengið og afleiðingar neyslu þess. Það sama á að gilda um cannabis.
Um hin svokölluðu "hörðu efni" gildir annað að mínu mati, vegna þess að t.d. amfetamín fíkill er ekki bara hættulegur sjálfum sér, heldur einnig öðrum í kringum sig. Það á reyndar líka við um ölóða menn, en aldrei um kengskakkann hasshaus.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 21:28
Tryggvi ertu að segja að 0,003% þjóðarinnar sé marktækt úrtak um eitthvað málefni ?
og ef þú vissi eitthvað um tölfræði þá ættiru að vita að hún er marklaus þar sem hægt er að hagræða úrslitum í svona kjaftæði á hvaða hátt sem er svo ekki ráðast á aðra um að þeir viti ekki hvað þeir tala um
Siggi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 21:37
900 manns er marktækt úrtak samkv. fræðunum. En Siggi, 900 manns er ekki 0,003% þjóðarinnar. Þú ættir að fá tilsögn í prósentureikningi áður þú tjáir þig um útreikninga. Þetta eru tæplega 0,3% af ALLRI þjóðinni. Börn eru ekki spurð í svona könnun.
En hvað 900 manns er stórt hlutfall þjóðarinnar skiptir ekki máli um hvort könnun sé marktæk, svo framarlega sem þjóðin er menningarlega einsleit. Þó íslenska þjóðin væri 100 miljónir, eins samsett og hún er í dag, þá væri niðurstaðan sú sama. Niðurstöður skoðanakannana geta samt verið tóm steypa. Nánast er hægt að panta niðurstöðu með hönnun spurninga.
Gunnar Th. Gunnarsson, 23.11.2011 kl. 22:59
Það er virkilega, virkilega sorglegt að sjá fullorðið fólk leggjast á svona lágt plan í umræðu um kannabis. Hvað er það við þessa umræðu sem gerir þetta að eitthvers konar sandkassaleik? Þessi kenning um að kannabis leiði út í sterkari efni er fáránleg, enda eru miklu, miklu fleiri þættir að baki því, svosem andlegir og félagslegir. Þegar ég var í grunnskóla var sífellt hamrað á því að við ættum ekki að henda snjóboltum í strætó þegar hann keyrir framhjá, og hvað gerðum við? Jú, auðvitað tvíefldumst við í að henda snjóboltum í strætó. Ungt fólk er, og hefur alltaf verið andsnúið yfirvaldi. Ólögleg efni eru bara ein birtingarmynd þessarar andstöðu.
Eins og áður hefur komið fram, getur hver heilvita maður bent á að dagneysla kannabiss í 18 ár er ekki heilbrigð, maður þarf varla að vera búinn með sjöunda bekk til að átta sig á því. Hvers vegna þarf að taka alltaf mið af öfgafyllstu dæmunum? Hvað með þá sem hafa reykt kannabis aðra hvora helgi sl. 18 ár? Á hann að þurfa að líða fyrir það að eitthver tónlistarmaður sem fór illa út úr neyslu sinni og hefur aðgengi að fjölmiðlum til að gaspra sína skoðun sem illa upplýstur almúgi étur upp eftir honum án þess að leggja eigin dóm á málið? Mér, persónulega finnst það óréttlátt. Öðrum er velkomið að hafa sínar skoðanir og ég get glaður rökrætt við manneskju sem er ósammála, en um leið og leiðindakomment eins og hér að ofan eru komin í spilið gefur það bara þá mynd að fólk hafi ekki kynnt sér málið nægilega vel. "Ööö, sko, Bubbi sagði sko að hass væri slæmt, því hann fór illa út úr því". Hefur eitthver ykkar heyrt um Richard Branson? Milljarðamæring sem hefur ekki farið illa af kannabisneyslu? Bara svona til dæmis, "öfgarnar" ná alveg í báðar áttir, eins og með allt á þessari plánetu. Að auki ætla ég að efa það (a.m.k. miðað við viðtöl og texta Bubba) að hann hafi eingöngu reykt kannabis á þessu tímabili. Ef þú ert að skoða, er það rétt munað hjá mér?
Ég get ekki heldur alhæft um það, ég ætla ekki að útiloka að kannabis geti valdið geðrænum kvillum í einstaka tilfellum, en, almennt séð gera þau það ekki, NEMA í þeim skilningi sem "trigger" á undirliggjandi geðsjúkdóm, sem hefði, að öllum líkindum komið fram hvort sem er. Erfitt að segja nákvæmlega, en ég hvet fólk til að kynna sér eitthverjar slíkar rannsóknir.
Ég er sammála að kannabis sé lúmst og varasamt, en hvað með einstaklinginn sjálfan? Að verða kannabisi að "bráð" er ekki eitthvað sem maður getur ekkert gert í, ef maður hefur stjórn á sínum málum. Ég er ekki dagreykingamaður lengur, enda var sá lífsstíll ekki fyrir mig, ég bara fílaði það ekki. Hvað gerði ég? Ég bara minnkaði reykingarnar, það er ekki flóknara en það. Hvenær ætlar einstaklingurinn sjálfur að axla ábyrgð á gjörðum sínum? Er samfélagið okkar virkilega þannig að það er alltaf hægt að finna hentugan blóraböggul, eitthvern minnsta samnefnara sem kennt er um allt? Í Þýskalandi nasismans var gyðingum kennt um allt sem rangt gat farið. Ekki samt halda að ég sé að líkja mótlæti kannabisneytenda við mótlæti gyðinga, ég er ótrulegt en satt ekki í slíkum reykjarmekki að sjái það ekki. Ef eitthver skilur eftir hassköggul í gluggakistunni hjá honum er hann sjálfur ábyrgur ef hann reykir hann. Jesus fucking christ, hann getur líka tekið hann og sturtað honum ofan í klósettið. Ekki það að ég sé að gera lítið úr því að hann sé veikur fyrir efnum, alls ekki, en það er önnur leið í stöðunni heldur en að reykja köggulinn, just sayin. Ég hef verið viðstaddur "jónuhring" þar sem jónan hefur gengið og mér verið boðið (og ekki af illkvittnum ástæðum, þegar maður er í hóp þar sem er vitað að maður reykir er manni boðið. Það er bara þannig. Ef maður er í partíi þar sem bjór er á boðstólnum og maður er drykkjumaður er manni boðinn bjór.) og ég hef getað afþakkað án nokkurra leiðinda. Það er ekki flóknara en það. ÉG veit ekki hvernig þetta virkar þar sem hörð eiturlyf eru á boðstólnum enda er það ekki félagsskapur sem ég sækist í.
"Þjóðfélagið á nóg með að glíma við lögleyfðu fíkniefnin tvö, nikótín og áfengi, þótt kannabis sé ekki bætt þar við."
Já, hárrétt. Ég er sammála þessu. En, hvernig haldið þið að það væri ef þessi efni væru ólögleg? Eða, ef að kaffi væri ólöglegt? Svarti markaðurinn myndi taka kipp og fara að anna eftirspurn. Það er hægt að skoða þetta útfrá tveimur kenningum, annars vegar kenningunni um framboð og eftirspurn og annars vegar kenningu Roberts Merton um bil milli markmiða og leiða - en samfélag okkar er þannig byggt að ekki allir geta farið löglegu leiðina á toppinn (í leit að ríkidæmi, en skilaboð samfélagsins eru þannig að auðlægð og ríkidæmi er eftirsóknarvert - sjáið bara útrásarvíkingana t.d.) og brúa því bilið með ólöglegum leiðum. Þetta er ekki meirihluti, en eitthver prósenta þjóðfélagsins sem drýgir tekjur sínar með þessum hætti.
Gras og hass eru svipaðir hlutir, vissulega, enda afleiðsla sömu plöntu. Að segja að þeir séu alveg það sama er ekki rétt, einfaldlega vegna þess að við vinnslu hassins, sem þekkist hérlendis, er ýmsum efnum blandað í hassið, sem ættu ekki að vera í því. EINMITT ÞAR SEM FRAMLEIÐSLA ÞESS ER Í HÖNDUM SVARTS MARKAÐS SEM STJÓRNAR EKKI EFTIR ÁKVEÐNUM STÖÐLUM ÞVÍ GRÓÐAHUGSJÓNIN ER OFAR VELFERÐ ÞEIRRA SEM REYKJA.
Enn og aftur, ekki draga staðreyndir út úr rassgatinu á ykkur. Þetta sem ég er að skrifa er með fyrirvara um að ég sé að fara vitlaust með staðreyndir, enda er þetta ekki fróðleikur sem ég var að kynna mér fyrir korteri. Endilega leiðréttið mig ef eitthvað er rangt hjá mér, en er hægt að biðja ykkur, sem eruð ósammála að gera það málefnalega? Er það til of mikils mælst?
http://en.wikipedia.org/wiki/Legality_of_cannabis_by_country - ég vil benda á að afglæpum (eða decriminalization) þarf ekki að þýða það sama og löglegt. En kannabis er de facto löglegt í Hollandi.
http://en.wikipedia.org/wiki/Drug_policy_of_the_Netherlands#Results_of_the_drug_policy Já, ég veit, Wikipedia þarf ekki að vera áreiðanlegasta heimild í heimi, en þessi kafli vitnar í áreiðanlegar heimildir. Ég er ekki sagnfræðingur, en ef eitthver slíkur er hér, má hann endilega leiðrétta mig ef ég hef rangt fyrir mér. Helsta vandamál Hollendinga tengt kannabisi er svokallaður drug tourism þar sem einstaklingar koma víðsvegar úr heiminum og kveikja sér í einni og fara á Rembrandt safnið pöddufreðnir. Af hverju? Jú, því það er helvítis hellingur af reykingafólki í heiminum sem myndi gera það í sínu eigin heimalandi (nema kannski fara á Rembrandt safnið) en nei, það er bara ekki alls staðar hægt. Tölur um minnkun við afglæpun má sjá frá Portúgal (en þar var neysla ALLRA eiturlyfja gerð þannig að sá sem tekinn var með neysluskammt var ekki handsamaður og þá vandamál lögreglunnar, heldur var frekar reynt að leita úrræða til að hjálpa honum að losna úr klóm þeirrar fíknar sem hann er í) og Sviss (en frjálslynd stefna þeirra í heroin-málum hefur verið í brennidepli og hefur gefið góða raun í að draga úr þessum vanda sem spratt upp í byrjum tíunda áratugarins, en á þeim tíma ánetjaðist einn einstaklingur heróíni á dag, að meðaltali, og samkvæmt opinberum gögnum. Hægt er að gera ráð fyrir því að talan sé hærri, enda tölfræði um hlut sem er undir yfirborðinu ekki alltaf áreiðanleg).
“Umræðan hér virðist markast að því sumir sem hér skrifa virðist vera hrifnir að kanabis og þeir sem eru hrifnir af kanabis verja það með kjafti og klóm ég reykti gras og hass í 25 ár þar af daglega í 18 ár.þetta er stöff sem steikir á þér heilan ég veit hvað ég er að tala um að rökræða við fólk sem notar þetta og er hrifið af þessu er vonlaust.VONLAUST hið stórkostlega í þessu er að þjóðin vill ekki lögleiða þetta.”
Ég veit ekki með þig en það eru til reykingamenn/fyrrverandi reykingamenn sem vilja ekki sjá þetta löglegt. Einnig eru til einstaklingar sem hafa ekki reykt sem vilja sjá þetta löglegt. Engin af svissnesku stefnumótendunum var ánetjaður heróíni eða með sérstaka hagsmuni í huga (nema náttúrulega almannahagsmuni) þegar heróíntilraun þeirra fór fram
“Alltaf kómískt að sjá kannabisgrátkórinn vakna upp þegar þeirra húsbóndi og guð kannabisið er gagnrýnt.”
Virkilega, var þetta nauðsynlegt? Ég er búinn að lesa þessa bloggfærslu milljón sinnum yfir, og það eru slæm rök í báðar áttir. Góð líka, en þetta telst ekki til góðrar byrjunar á svari. Hver er kannabisgrátkórinn? Er folk sem heldur með öðru fótboltaliði United/Liverpool/Arsenal/KR/Inter/Barcelona-grátkórinn? S.s. þeir sem eru ekki sammála þér eru grátkór?
Mér persónulega finnst þeir sem eru öndverðum meiði hvað varðar kannabis ekki tilheyra edrúgrátkórnum… en það er kannski bara ég…
Að lokum, svo er ég hættur… 900 manna úrtak getur alveg endurspeglað 300000 manns, en, hvernig úrtak er þetta? Slembiúrtak þar sem flestir eru eldri? Eða yngri? Það að það vanti þversniðs aldurs þátttakenda segir ýmislegt, ég myndi alveg líka vilja sjá spurningalistann fyrir svona könnun. Ég náttúrulega veit ekki, en ég held að þetta sé ekki góð leið til að kanna svona viðhorf. Heimasímar eða farsímar? Heimasímar eru frekar á heimilum þar sem folk er eldra og þ.a.l. með neikvætt viðhorf gagnvart hasshausunum.
Árni B. Björnsson (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:18
Siggi minn, þú getur vel túlkað og ráðskast með útkomu í svona. En miðaða við upplýsingarnar sem gefnar eru upp og það sem má sjá hérna:
http://www.mmr.is/images/stories/PDF/1111_tilkynning_kannabis.pdf
Lítur ekki út fyrir að neitt hafi verið "fixað" eða hvað sem þú vilt kalla þetta. Þetta virðist allt vera nokkuð sannfærandi gert og skýrar spurningar.
En og aftur 900 manns getur vel verið marktækt úrtak fyrir 300.000 manna þjóð, vinsamlegast kynntu þér tölfræðina sem liggur að baki þessu, flest allar kannanir sem eru gerðar eru ekki með mikið stærra úrtak, t.d. kannanir gallups fyrir kosningar er kannski nokkur hundruð manna stærri og er niðurstaða þeirra yfirleitt nokkuð nálægt réttri útkomu þrátt fyrir mun lægra svarhlutfall hjá þeim, en lágt svarhlutfall getur skekkt niðurstöðuna.
Snýst allt saman um að vera með mjög mjög gott úrtak fyrir svona könnun.
Hendi linkinum aftur hingað, hérna má sjá skýrslu um þessa könnun.
http://www.mmr.is/images/stories/PDF/1111_tilkynning_kannabis.pdf
Tryggvi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:44
Hlægilegt að sjá þennan endalausa áróður gegn Kannabis....hvernig á fólk að geta kosið hlutlaust um málefnið eftir þetta endalausa bull?
Bubbi! - Gamlar grýlusögur lækna um heilaskemmdir vegna Kannabis hafa löngu verið afsannaðar - þetta er einmitt ein af ástæðunum fyrir því að áfengi er í dag flokkað sem skaðlegra en Kannabis. EF þú þjáist af heilskemmdum vegna neyslu forðum daga, þá ættir þú kannski að ræða við lækninn þinn um neyslu áfengis og sterkari efna...því þar má finna mun líklegri sökudólga.
- Hvaða skoðun sem þú hefur á Kannabis, þá verður þú samt að virða, er það ekki, þá staðreynd að 'fíkniefnastríðið' er tapað, og það sem meira er þá eru sérfræðingar að vakna upp við þá staðreynd að bannið hefur valdið ótæpilegum skaða, án þess að hafa gert nokkuð gagn: Bandaríkjamenn reykja tvisar sinnum meira Kannabis en Hollendingar per mann, og nota átta sinnum meira Kókaín. Neyslan á fíkniefnum í Hollandi og Portúgal er í meðalagi, miðað við önnur Evrópulönd, jafnvel undir því.
According to a poll released by Gallup on Monday, 50% of Americans surveyed say marijuana use should be legal — up from 46% last year. This year, 46% percent said it should be illegal.
Those numbers mean that, for the first time in the poll's 42-year-history, Americans who say that marijuana should be legal outnumber those who say it should be illegal.
Societal acceptance of marijuana has come a long way since 1969, when Gallup first posed the question "Should marijuana use be legal?" Back then, only 12% of Americans favored legalization of the drug. From the '70s through the mid-'90s, support remained in the 20s, but it has been climbing steadily since 2002.
http://latimesblogs.latimes.com/nationnow/2011/10/record-high-50-percent-of-americans-favor-legalizing-marijuana-use.html?track=icymi
magus (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 05:22
That's when several danish politicians came up with a better idea: legalize it. And don't do like the dutch and just legalize the retail outlets, but the whole chain, to take away the entire criminal market. The Social Magistrate of Copenhagens city council, Mikkel Warming, suggested letting coffee shops sell hashish legally. His proposal was not voted on, instead the city council voted to get concrete proposals on how it can be done, and continue debate after summer....
Polls showed that 59% of Denmark supports legalization, and a majority of the youth wings of the political parties support it as well; however, the chances of it passing now are slim, as it would have to be approved by the Ministry of Justice.
http://www.cannabisculture.com/v2/content/copenhagen-considers-legalizing-cannabis
magus (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 05:34
Hér er mikið gjammað og fátt um vitræn innlegg, en þó eru þau innan um. Mér finnst mega draga þetta saman í þetta:
Af hverju á sumt fólk að hafa leyfi til að hafa vit fyrir öðru fólki, þegar um er að ræða hegðun sem ekki skaðar aðra en þá sem stunda viðkomandi hegðun? Af hverju á að vera hægt að dæma mig til refsingar fyrir að nota kannabis sjálfum mér til ánægju og yndisauka, þegar ég er ekki að troða nokkrum manni um tær? Af hverju þarf ég að þola það að einhver dómari, sem góðar líkur eru á að sé alkóhólisti, dæmi mig fyrir að fá mér af og til í haus? Þetta er auðvitað einfaldlega fáránlegt.
Hér er innan um fólk sem veit hvað það er að tala um, en það á ekki við um höfund pistilsins né marga sem hér hafa verið að gjamma. Staðreyndin er sú að fæst af því fólki sem eitthvað veit af viti um þetta mál þorir að koma fram og tjá sig. Það er nefnilega fólkið sem notar, eða hefur notað kannabis reglulega. Það fólk hefur hægt um sig og lætur lítið á sér bera vegna þess að það getur haft alvarlegar afleiðingar að viðurkenna að maður noti kannabis, á sama tíma og það þykir í fínu lagi að nota efni sem þekkt er fyrir að vera eitrað, heilsuskemmandi, félagslega niðurrífandi og líklegt til að ræna fólk ráði og rænu.
Kannabisröflið einkennist mikið af upphrópunum um að einhver þekki einhvern sem ekki gat höndlað kannabis og fór á rassgatið. Þetta bull um Bubba er alveg dæmigert. En hver þekkir ekki fullt af fólki sem ekki getur höndlað áfengi? Hver hefur ekki séð rónana á Hlemmi? Hvað með öll morðin sem hafa verið framin í ölæði? Af hverju er áfengi ekki bannað?
Farið þið nú að opna augun. Þetta er bara þvæla.
Theódór Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 09:20
Er ekki málið að hashish er í raun betra en gras. það er að segja ef framleiðslan og vinnslan er samkvæmt ákveðnum gæðastöðlum? Jú, eg mundi ætla það.
Ómar Bjarki Kristjánsson, 24.11.2011 kl. 11:52
http://www.leap.cc/for-the-media/
magus (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 23:49
Það er best að vera "clean", eins og hann Ómar;
DoctorE (IP-tala skráð) 25.11.2011 kl. 13:06
Maður hefur nú heyrt Bubba vitna í kannabisefni þegar hann var að gera hitt og þetta á tónlistarferli sínum og yfirleitt fylgir hlátur og grín með því.
Það er ekki efninu sjálfu að kenna hversu illa hann fór úr þessu, hvernig ætli andleg heilsa hans hafi verið á þessum tíma þegar hann byrjaði að sækjast í efnin,?
afhverju byrjar fólk að sækjast í efnin?
Svona reynslusögur frá Bubba er hægt að líkja við róna sem er búinn að vera fullur á hverjum degi í 18 ár labba inn á veitingarhús og vara fólk við sem er að drekka rauðvínglas með matnum um hversu hættulegt áfengi sé (sem það er). Enginn er eins og því ekki hægt að alhæfa svona eins og fólk virðist gera út af því að það þekkti einhvern sem lennti illa í því
Hvernig manneskja og tónlistarmaður ætli Bubbi hefði orðið annars hefði hann aldrei kynnst kannabis.... maður spyr sig
See I think drugs have done some good things for us. If you don't think drugs have done good things for us then do me a favor. Go home tonight and take all of your records,tapes and all your CD's and burn them. Because, you know all those musicians who made all that great music that's enhanced your lives throughout the years? Rrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrrreal fucking high on drugs, man.
- Bill Hicks
Bara nokkur dæmi: Louis Armstrong, Dizzy Gillespie, The Rolling Stones, The Beatles, Bob Marley, Bob Dylan, Miles Davis, Willie Nelson, Sting, Donovan.......
http://topdocumentaryfilms.com/grass/
http://topdocumentaryfilms.com/cannabis-evil-weed/
http://topdocumentaryfilms.com/should-smoke-dope/
http://topdocumentaryfilms.com/marijuana-its-time-for-a-conversation/
http://topdocumentaryfilms.com/stoned-in-suburbia/
http://topdocumentaryfilms.com/in-pot-we-trust/
http://topdocumentaryfilms.com/clearing-the-smoke-the-science-of-cannabis/
http://topdocumentaryfilms.com/medicinal-cannabis/
http://topdocumentaryfilms.com/when-we-grow-this-is-what-we-can-do/
http://topdocumentaryfilms.com/cannabiz-secret-economy-marijuana/
http://topdocumentaryfilms.com/marijuana-chronic-history/
RIKKO, 25.11.2011 kl. 14:58
Að halda því fram að listamenn "þakki" vímuefnaneyslu sinni afrakstur listsköpunar sinnar er náttúrulega tóm steypa. Segðu frekar;
Þrátt fyrir neysluna, þá sköpuðu þeir list sína".
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 15:47
ég er nú sammála því að það sé ekki vímuefnaneyslu beint að "þakka" um afrakstur listsköpunarinnar en það er bara staðreynd að kannabis og önnur skynörvandi lyf hafi veitt ákveiðinn innblástur og aukna sköpunargáfu hjá mörgum frægum listamönnum (flest öllum listum) sem hafa prófað þau einhverntímann eða nota þau reglulega/óhóflega. Því miður þá er það bara þannig.
Steve Jobs segir t.d. þetta:
During this time, Jobs experimented with psychedelics, calling his LSD experiences "one of the two or three most important things [he had] done in [his] life".[28] He later said that people around him who did not share his countercultural roots could not fully relate to his thinking.[28]
RIKKO, 25.11.2011 kl. 16:31
Það er örugglega eitthvað til í þessu, Rikko.
Margir listamenn hafa haft orð á því þegar þeir hafa þurft að hætta vímuefnaneyslu, að þeir hafi verið hræddir við að glata einhverju með edrúmennskunni, en svo hafi reynsla þeirra í kjölfarið sýnt annað.
Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 16:36
Án þess að taka hreina afstöðu með eða á móti þá vil ég bara benda fólki hér á það að lesa umsagnir World Health Organisation um cannabis annarsvegar og áfengi og tóbak hinsvegar.
http://www.who.int/substance_abuse/facts/cannabis/en/
http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs349/en/
http://www.who.int/mediacentre/factsheets/fs339/en/
Fyrir þá sem ekki nenna eða vilja klikka á þessa linka er hér smá samantekt:
Cannabis: skerðir andlega getu og veldur oft lungnavandræðum, lélegri frammistöðu og eykur áhættu í akstri.
Áfengi: DREPUR 2.5 milljón manns á ári.
Tóbak: DREPUR helming allra sem þess neyta.
það má vel vera að samfélagi okkar sé enginn hagur í því að lögleiða fleiri eyturlyf en versta fíkniefnið er það ekki.
Ingvar K. Þorleifsson (IP-tala skráð) 28.11.2011 kl. 10:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.