Sagnfræðilegar minjar og gott eða vont.

Gildi sagnfræðilegra minja fara ekki alltaf eftir því hvort þær tengjast við góðmenni og góðverk eða illmenni og illvirki.

Varðveislugildi stórra mannvirkja á borð við hallir, kirkjur á að vera óháð því hverjir stóðu fyrir því að reisa þau. 

Grimmir einvaldar Rússlands reistu Kreml og mannvirki sem Sesar, Napóleon, Stalín, Hitler og Maó stóðu að eru mörg mjög verðmæt og merkileg, burtséð frá því hverjir stóðu að þeim. 

Sjálfur hef ég í vörslu stóran öskubakka sem gerður var af íslenskum mótasmið, sem fór ásamt félaga sínum á vegum Heinrich Himmlers í sérstaka námdvöl í Dachau til að nema sína iðn, en Himmler var einlægur aðdáandi höggmyndalistar. 

Á öskubakkanum er stórt merki SS-sveita Himmlers, hauskúpa með krosslögðum leggjum. 

Frétt fyrir nokkrum dögum um það að Hitler hefði ásamt Evu Braun komist til Argentínu og hann hafi lifað þar til ársins 1962, þá orðinn 73ja ára gamall, er í meira lagi ótrúleg. 

Greinilega sést á síðustu kvikmyndunum, sem teknar voru af Hitler veturinn 1944-45, að aðeins 56 ára gamall er hann orðinn sjúkur maður með skjálfandi hendur, líklegast með Parkinsonveiki. 

Þá var hann líka orðinn langt leiddur lyfjasjúklingur. Lítið óbeint dæmi um það er að þegar fréttist af innrás Bandamanna í Normandí, mátti ekki vekja Hitler fyrr en mörgum klukkstundum eftir hana, en bráðnauðsynlegt hefði verið að fá fyrirskipanir hans strax, því að á meðan þær vantaði þorði enginnn að taka af skarið um viðbrögð við innrásinni.

Í nýlegri heimildamynd um Winston Churchill kom fram að hann var háður svefnlyfjum og líkast til hefur Hitler verið enn háðari þeim eftir að hann slasaðist í sprengjutilræðinu í "Úlfabælinu" 20. júlí 1944 auk allt of mikillar lyfjaneyslu af fjölbreyttum toga. 

Rússneskar hersveitir voru aðeins nokkur hundruð metra frá byrgi Hitlers þegar giftist Evu, og útilokað að sleppa þaðan. 

Síðasta tækfærið hefði verið nokkrum dögum fyrr þegar ævintýralega fær flugkona flaug þarna inn á Stork-flugvél að næturþeli og fór til baka með háttsettan foringja, þó ekki Hitler. 


mbl.is Bjóða upp rúmföt Hitlers
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Tómasson

Fór hún ekki með Albert Speer? Ég man ekki alveg söguna, hef samt lesið þetta.

Heimir Tómasson, 23.11.2011 kl. 20:45

2 identicon

Þetta var ábyggilega Hanna.

Aldeilis svöl flugpía og í kunningsskap við pabba tengdarpabba hafi ég það rétt.

En með Churchill kallinn, þá var hann svefnvana/vansvefta, - altso gat eiginlega ekkert sofið, og þurfti reyndar ekki nema svona 4-6 tíma. Starfsliðið sem var honum næst hafði víst ekkert úthald á borð við kallinn. Og svo átti hann það til að gera fleiri hluti í einu, - hann hafði síma á náðhúsinu, og taldi það til árangurs að hafa "losað" á meðan hann var að tala við Roosevelt.

Svona gæjar eru sko ekki á hverju strái.

Hitler á hinn bóginn er frægasta grænmetisæta sögunnar.

Jón Logi (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 21:23

3 identicon

Hanna flaug með Robert Ritter von Greim til að hitta Hitler sem setti hann inn í staðinn fyrir Hermann Görring sem hafði gerst sekur um föðurlandssvik að mati Hitlers.

Karl J. (IP-tala skráð) 23.11.2011 kl. 23:22

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Takk, Jón Logi og Karl J.  Ég hafði ekki tíma til að fletta þessu upp. Minnir mig á það hvílíka James Bond líka mynd væri hægt að gera um Otto Skorzený og magnaðar glæfraferðir hans.

Ómar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 00:16

5 identicon

Eins væri það með Hönnu. Hún var tilraunaflugmaður meðal annars, flaug t.a.m. prótótýpu af V-1 flugsprengjunni.

Og hvað þá Ernst Udet. Þvílíkur ævintýramaður, - byrjaði í fyrra stríði þar sem hann flaug með Göring og Richthofen, svo var hann fljúgandi um allar koppa grundir, bæði sem könnuður, og stunt-flugmaður (var t.d. að þælast á Grænlandi og lenti stundum á ísjökum), áður en að hann gerðist "spekki" fyrir Luftwaffe. En hann skaut sig svo 1941 kallinn, og grágletni örlaganna olli því, að einn fremsti eða allra fremsti flugkappi þjóðverja, Werner Mölders, fórst í flugslysi á leið í jarðarför Udets.

Udet hafði tómstundargaman sem fæstir þekkja, - hann var liðtækur skopmyndateiknari.

Ég er svo heppinn að hafa eignast bók sem kall skrifaði, - "Mein fliegerleben" gefin út 1933. Fullt af myndum úr Grænlandsævintýrum, en fj. bókin er prentuð á gotnesku letri þannig að mér miðar hægt með hana.

Hérna er klippa:

 http://www.youtube.com/watch?v=M2CBx7x5GCI

Mér er sagt að hann hafi hirt upp trefil með vinstri vængnum. Aldeilis ótrúlegt.

Og Hanna:

http://www.youtube.com/watch?v=MyfpjimShCc

 Verst hvað hún var harður nasisti.

Jón Logi (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 09:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband