Sumir mega segja sumt, aðrir ekki.

Þegar Björgólfur Thor Björgólfsson var spurður í heimildamynd um Hrunið hvað hefði orðið af öllum þeim tugum milljarða, sem höfðu verið í umferð í bankabólunni svaraði hann: "Þeir bara hurfu."

Þegar Svavar Halldórsson segir það sama um fjármuni sem voru í umferð hjá Pálma í Fons er hann dæmdur fyrir það. Furðulegur dómur. 


mbl.is Ein ummæli í fréttinni ómerkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svavar spurði ekki, heldur fullyrti að peningarnir fyndust hvergi. Smá munur á því.

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 21:31

2 identicon

Fullyrti Björgólfur sem sagt ekki að peningarnir hefðu horfið?  Sem þýðir, á mannamáli, að þeir fyndust hvergi.

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 24.11.2011 kl. 22:08

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Fréttin er um Svavar: "... við vinnslu fréttarinnar hefði hann ekki leitað eftir upplýsingum frá Pálma um efni hennar."

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.11.2011 kl. 22:15

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Og þá vaknar spurningin: Hafa Svavar eða Hæstiréttur upplýst um það, hvar þessir peningar lentu?

Ómar Ragnarsson, 24.11.2011 kl. 23:20

5 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Svavar neitar að gefa upp heimildarmenn sína fyrir staðhæfingunni um að peningarnir hafi horfið. Það er ekki Hæstaréttar að grafast fyrir um hvar peningarnir eru.

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:57

6 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Nú hljóma ég eins og ég sé að verja útrásarvíkingana  

Það er ég alls ekki, er bara að leggja minn skilning í forsendur dóms Hæstaréttar

Gunnar Th. Gunnarsson, 25.11.2011 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband