Meira en hálft Ísland á hverju ári.

Stundum er það svo að ef mjög háar tölur eru nefndar virkar það deyfandi á þá sem sjá tölurnar eða heyra um þær.

Venjulegt fólk á erfitt með að gera sér grein fyrir stærð lands sem er gefin upp í hekturum, jafnvel þótt það eigi að vita að í hverjum ferkílómetra eru 100 hektarar. 

Það þýðir að 6,4 milljónir hektarar af skóglendi samsvara 64 þúsund ferkílómetrum eða sem svarar meira en hálfu flatarmáli Íslands. 

Spaugilegt er að sjá svipuð viðbrögð manna við þessu eins og við minnkun olíuforða heimsins. 

Þannig má sjá á blogginu að menn eru að tala um að Svíar gróðursetji svo mikið í sínu mikla skógalandi, að fari skógar vaxandi og það vegi upp á móti skógareyðingunni á heimsvísu. 

Allir skógar Svíþjóðar eru 227 þúsund ferkílómetrar, þannig að eyðing skóga heimsins á hverjum fjórum árum nemiur meira en öllu skóglendi Svíþjóðar enda er Svíþjóð ekki í hópi tíu mestu skógarlanda heimsins.

Aðeins fimm lönd, Brasilía, Rússland, Kína, Bandaríkin og Kanada eru með helming af öllum skógum jarðarinnar. 

Skógarnir hafa verið kallaðir "lungu jarðarinnar" og það blasir við að eyðing þeirra má ekki halda svona látlaust áfram. 

Nýlega mátti sjá á blogginu að gríðarlegir olíufundir Norðmanna myndu vinna svo á móti minnkun olíuforða heimsins að því máli væri bjargað.

Þótt fundur þessa nýja olíusvæðis skipti miklu fyrir Norðmenn af því að þeir eru svo fáir miðað við mannkynið allt, skiptir hann litlu máli fyrir mannkynið í heild, sem er 1500 sinnum fjölmennara en Norðmenn. 

Enda er Noregur ekki einu sinni í hópi 17 mestu olíuframleiðsluríkja heims. 

Oft nefna þessir menn nokkur atriði sem þeir segja að sé til marks um það að sé bara bull og áróður að mannkynið þurfi að fara að huga að því að snúa við á braut rányrkju og eyðingu auðlinda jarðarinnar.

Ofannefnd tvö dæmi eru dæmigerð fyrir röksemdir þessara manna, sem eru í aldeilis dæmalausri afneitun, af því að það er svo miklu þægilegra að loka augunum og segja, að það sem gerist eftir að við erum dauð, komi okkur ekki við og sé ekki á okkar ábyrgð.  


mbl.is Gengur hraðar á skógana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Afneitun og óskhyggja, Ómar. En hún er mjög sterk á skerinu.

Það lafir á meðan ég lifi.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 10:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þar sem talað er um skóglendi hér þá langar mér að segja að t.d. Pólland undanskilur sölu á skóglendi og landbúnaðarlandi til manna utan póllands. Góðar upplýsingar hér Malta hefir lög að menn verða að vera búsettir í 5 ár þótt þeir séu í ESB og í flestum löndum er talað aðeins um hús og lóðir. Ég er búinn að senda alþingi þetta fyrir nokkru.

http://internationalrealestate.legalink.ch/country/Belgium/575/

Valdimar Samúelsson, 1.12.2011 kl. 10:46

3 identicon

Minnir að nýjasti fundurinn í Noregi samsvari til ca. 40 daga heimsnotkunnar.

Karl J. (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 12:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband