1.12.2011 | 10:38
Þorvaldar í Síld og fisk á meðal vor ?
Þorvaldur Guðmundsson, kenndur við fyrirtæki sitt, Sild og fisk, fæddist ekki með silfurskeið í munninum. Hann byrjaði með tvær hendur tómar og ávaxtaði pund sitt vel með dugnaði og útsjónarsemi uns hann varð sá maður, sem hæsta borgaði skattana í Reykjavík.
Ýmsa grunaði að til væru menn í Reykjavík sem hefðu átt að borga hærri skatta, þótt þeir kæmu sér hjá því, en aðrir litu Þorvald öfundarauga eins og aðra vel stæða menn.
Þegar blaðamenn svifu á Þorvald svaraði hann blátt áfram: "Ég er stoltur af því að geta lagt minn skerf til samfélagsins."
Nú má sjá í fréttum að tugir stóreignamanna hafi "flúið" með lögheimili sitt til þess að komast hjá því að borga 1,5% auðlegðarskatt af eignum, sem eru meira en 75 milljóna króna virði.
Það hefði Þorvaldur í Síld og fiski aldrei gert og sem betur fer eru til íslenskir stóreignamenn sem treysta sér til að borga 1,5% stóreignaskatt.
Mannlegt eðli er samt við sig. Þrátt fyrir Hrunið virðist sáralítið hafa unnist varðandi þann hugsunarhátt sem skóp það heldur hefur hann leitað í aðra farvegi og raunar færst í aukana þar sem menn hafa fundið nýja réttlætingu, orð, sem eru ekki jákvæð en geta verið afar þægileg til þess að réttlæta nánast hvað sem er: Samdráttur og kreppa.
Samkvæmt frétt mbl. ættu sumir af þessum stóreigna"flóttamönnum" að borga tugi milljóna í auðlegðarskatt. Það þýðir að þessir menn eiga hundruð milljóna, jafnvel meira en milljarð í hreina eign.
P. S. Nú, síðla kvölds, hafa farið fram ágætar umræður í athugasemdum við þetta blogg, þar sem ýmis athyglisverð og gild sjónarmið koma fram og þakka ég fyrir þessar umræður.
Meðal annars er vitnað í löggjöf Norðmanna og Frakka þar sem reynt er að sníða ýmsa galla af svona sköttun, sem getur orðið til þess að vegna "flótta" úr landi tapi ríkið í raun meiru en það græðir, vegna þess að sumir þeirra sem flytja sig hafa tekjur, sem heimaland þeirra verður af.
Einnig að neðri eignarmörkin séu hærri og prósentan lægri en hér en hækki með verðmeiri eign.
Síðan má nefna þau rök að um tvísköttun sé að ræða þegar viðkomandi hafi áður borgað skatta af þeim tekjum sem gerðu honum kleift að mynda eign sína.
Einnig megi nefna að erfitt geti verið fyrir þann, sem stefndi að því að njóta ávaxtanna af ævistarfi sínu, að greiða þennan skatt og erfitt, bæði tilfinningalega og í framkvæmd, að losa fé úr eigninni.
Á móti má nefna að ef ríkið verður af meiri tekjum af tekjuskatti við það að eignafólk flytji burt heldur en það fær með eignaskattinum bendi það til þess að tekjur þessa fólks séu býsna miklar, og við þessi tilfelli miðaðist texti bloggpistils míns.
Auðmenn flýja auðlegðarskattinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er nú erfitt að vera "Þorvaldur" þegar auðlegðarskatturinn er farinn að taka 100% af tekjum manns.....já ég sagði 100% - það er staðreynd sem sumir þurfa að búa við - fólk sem á eignir sem ekki skila beinum tekjum, en teljast "auðlegð" getur þurft að sæta því að auðlegðarskatturinn nemi hærri upphæð en allar tekjur þess.
Skattlagning í þannig tilvikum er hrein eignaupptaka og það er að mínu mati skiljanlegt að fólk reyni að koma sér undan slíku.
Púkinn, 1.12.2011 kl. 11:18
Í bandaríkjunum hafa auðmenn gengið fram fyrir skjaldarrendur og beðið um aukna skattlagningu til að leggja meira fram við uppbyggingu landsins. Á íslandi er þessu öðruvísi farið og er lýsandi fyrir hugarfarið hjá hluta þjóðarinnar. Það er að koma sér undan öllu sem heitir samfélagsleg ábyrgð og varpa ábyrgðinni yfir á aðra og njóta þeirra framlags!!!
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 11:22
Þórður, þetta er nátturlega langt frá því að vera samanburðarhæft á milli Íslands og Bandaríkjanna. Tekjuskattskerfið í USA er byggt þannig upp að einstaklingar borga á milli 10-35% tekjuskatt. Það sem þessir ofurríku í USA eru að tala um er að þeir séu tilbúnir að borga meiri tekjuskatt. Hins vegar er auðlegðarskatturinn ekkert annað en hrein eignaupptaka. Þess má t.d. geta að ef að auðlegðarskatturinn væri við lýði í USA hefði Warren Buffet borgað 90 milljarða í auðlegðarskatt og það er að sjálfsögðu eftir að öll fyrirtæki hans sem og hann sjálfur hafa borgað sinn skatt til samfélagsins.
Jón D (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 11:47
Samkvæmt laga útskíringu er skattur greiðslur sem teknar eru af innkomu, arði eða annari innkomu þ.e. aukningu eignar. Þetta er hið forna tíundar hugtak. Þetta er skíringin á skattuahugtakinu, þegar Fjármálaráðherra var á þingi spurður um lögmæti auðlegðar skattsins, svaraði hann að þetta væri jafn lögmætt og FASTEIGNASKATTUR. Þar með upplýsi hann vanþekkingu síns á skattalögum. Það er ekki til neitt sem nefnt er fasteignaskattu. Bæjar og sveita félög innheimta FASTEIGNAGJÖLD, sem er greiðsla fyrir þjónustu sem fasteign er veitt og skiptast í lóðagjald (leigu) vatnsgjald, holræsagjald,sorphirðugjal og fleia og fleira. Auðlegðar gjald er upptaka af höfustóli eignarinnar og í því formi sem það er sem hrein eignaupptaka og skýlaust brot á Stjórnarskrá. og ber ráðherra að bæta gerðina. Ef ekki þá er komið til kasta Landsdóms að grípa inn í.
Leifur Þorsteinsson, 1.12.2011 kl. 12:33
Engar náttúruhamfarir skelfa hægri menn til jafns við skattana.
Árni Gunnarsson, 1.12.2011 kl. 15:27
Að sjálfsögðu koma ofurskattar meira við hægrimenn Árni,það eru jú þeir sem halda uppi þjóðarbúinu,,
Casado (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 16:30
Þorvaldur var lengi með hæstu skattana og var stoltur af. En hann var ekki að borga bara af sínum persónulegu tekjum því hann var með stórt fyrirtæki á sinni persónulegu kennitölu og borgaði alla skatta þess í sínu nafni þess vegna. Hann hefði getað greitt minna í heildina með því að vera með fyrirtækið á sér kennitölu en það vildi hann ekki því það virtirst vera metnaður hjá honum að vera á toppnum.
Við eigum þvi miður ekki marga Þorvalda í dag.
Eignaskatturinn / auðlegðarskatturinn er að því leiti ósanngjarnari en aðrir skattar að hann legst á eign (sem tekjuskattur var greiddur af á sínum tíma til að eignast) óháð því hvort þessi eign er að skila einhverjum tekjum eða ekki. Ef hún skilar tekjum þá eru þær tekjur skattlagðar sérstaklega og áháð eignaskattinum.
Ef þú átt til dæmis kröfu á fjárvana fyrirtæki sem ólílegt er að þú fáir greidda þarftu samt að greiða eignaskatt af þessari kröfu. Það getur tekið langan tíma að fá úr því skorið hvort og hvað mikið fæst greitt af kröfunni ef fyrirtækið fer í þrot og þú kanski búinn að greiða 3-6 % af uppæðinni eignaskatt þegar í ljós kemur að lítið sem ekkert fæst upp í kröfuna og þú hefðir komið mun betur út með að afskrifa alla upphæðina strax.
Þessi skattur leggst ekki bara á "auðmenn" sem gæddu á kúlulánum og hirtu arð úr fyrirtækjum sem fóru svo í þrot árið eftir. Hann leggst á margt venjulegt fólk sem hefur lagt fyrir um ævina og á eignir sem eru í mörgum tilfellum ekki að skila neinum tekjum en eru illseljanlegar og fasteignamat jafnvel hærra en markaðsverð.
Þetta er eignaupptökuskattur sem þeir sleppa við sem helst ættu að greiða hann því þeir geta og hafa flutt úr landi. Þetta er enn eitt dæmið um að Steingrímur þekkir ekki sín takmörk. Hækkaður skattur á bensín er farinn að skila minni tekjum. Hækkað áfengisgjald skilar minni tekjum. hækkaður fjármagnstekjusattur skilar minni tekjum.
Nú er bara spurningin hvenær Steingrímur byrjar á Íslandsmúrnum meðfram strandlengjunni með vopnuðum vörðum í turnum til að hindra flóttann. Þar gætir hann slegið tvær flugur í einu höggi, fækkað á atvinnuleysisskrá og stöðvað fólksflóttann. Það liti vel út í skýrslum.
Landfari, 1.12.2011 kl. 16:43
Ég get nú ekki skilið, hvaðan menn hafa það að auðlegðarskattur skuli taka 100% af tekjum þeirra. Ég skil nú ekki þann bókhaldara, sem fær það út úr dæminu hjá sér.
Hér erlendis, er alls staðar fasteignaskattur. Sama hvar þú ert ... og ef menn vilja fara rekja hluti til tíundar, þá má rekja auðleg'arskatt/fasteignaskatt til konunganna til forna. Allir jarðeigendur þurftu að borga skatta af eignum sínum til konungsins, og bændur síðan "leigugjald" til landeigandans. Í raun má athuga það, hvenær orðið "jarðeign" bar að góma, því landið hefur alla tíð ... hunds og kattartíð ... tilheirt konunginum. Og tilheirir í dag ... ríkinu. Það er því óþarfi að kalla þetta auðlegðarskatt, þetta er bara skattur af því að vera drasl á jörð ríkisins.
Ekkert athugavert við þennan skatt ... það væri nær að röfla út í erfðarskattinn.
Þegar menn tala um að ekki sé til "fasteignaskattur" á Íslandi, grunar mig fastlega að þessi skattur sé tilkominn vegna þess að fyrirtæki og menn, hafi skotist undan skatti með því að fjárfesta tekjunum í eignum.
Mig grunar sterklega, að hérna liggi stórfenglegt "svindl" að baki ... eins of fyrridaginn.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 17:18
Þetta var í þá gömlu góðu daga þegar siðferðið var mun betra og tengslin við upprunan var meiri.
Jónas (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 18:14
Sæll Ómar, Það er ekkert að þvi að þeir sem reka milljarða fyrirtæki og græða borgi skatta. Það erum við flest sammála um. Hvað finnst þér um blaðburðadrengi eins og mig sem að hefur sparað alla ævi og ekki eytt um efni. Skyndilega stendur þessi blaðburðarstrákur í þeim sporum að þurfa að borga skatta af blaðburðarpeningunum sínum. Ég hef tekið eftir því að þú ert harður þegar kemur að því að reglur eru settar í fluginu þá er allt ómögulegt en hvað með alla blaðburðardrengina Ómar! Kv. Guðmundur
Guðmundur (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 18:16
Samkvæmt lögum er auðlegaðarskattur lagður á 75 milljónir hjá einstaklingi og er hann 1.5 eða 1,125.000 ef einstaklingur á hreina eigna. Ég myndi ekki telja mann sem á hreina eign uppá 75 milljónir eiga í vandræðum með það, þar sem fasteignaverð hækkar sem minnsta kosti sem því nemur á ári. Svo er annað sem ég er að velta fyrir mér. Ef Hugo mátti ekki kaupa eign nema ef hann væri með lögheimili á Íslandi, hvernig geta þessir menn átt eign á Íslandi án lögheimilis?
Ásta María H Jensen, 1.12.2011 kl. 18:24
Þegar "reglurnar" í fluginu eru orðnar þannig að styrkt og stærra nefhjól, sem ég keypti undir flugvél mína fyrir 40 árum til að auka öryggi hennar og hefur síðan verið undir fjórum flugvélum og farið í gegnum 27 ársskoðanir án athugasemda, er allt í einu orðið ólöglegt hér á landi þótt það sé löglegt í ölllum öðrum löndum heims, - þegar svona gerist er eitthvað mikið að.
Ómar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 20:08
Islendingar aetla sem sagt ad verda heimsmeistarar i eignaupptokuskatti.
Thad er nu meiri vitleysan sem vellur upp ur folki. Ruglar saman fasteignaskatti og audlegdarskatti sem ekki er sami hluturinn.
Landfari skrifar nokkud skynsamlega her fyrir ofan og bendir a ymsa thaetti sem tala gegn svona skattlagningu.
Danir, Sviar Finnar, Austurrikismenn, THjodverjar, Spann og Luxemburg logdu thennan skatt af fyrir allnokkrum arum eins og Islendingar.
Noregur er eina landid sem eg veit um thar sem thessi skattur er eitthvad i likingu vid thad sem her er nu buid ad koma a aftur. Thar er tho tenging vid innkomu thannig ad ef skatturinn laekkar eda hverfur (eftir thvi sem eg best veit) eftir thvi sem innkoman er laegri.
Frakkar eru fraegir fyrir sinn audlegdarskatt. Thar er tho ekki byrjad ad borga fyrr en vid um 130 milljona hreina eign og tha ekki nema halft prosent. Til thess ad komast i 1,6 prosent (svipad og er nu heima) tha tharf ad eiga 1,3 MILLJARDA!!! Ef thu att 2,7 miljarda ferdu ad borga 1,8%.
Thar ad auki skilst mer ad i Frakklandi geti thessi skattur ekki farid yfir 50% af skattskyldri innkomu!! Slika tekjuteningu er ekki verid ad tala um heima ad thvi er eg get sed.
Steingrimur og hans hird aetla ad setja 2% a okkur. Fyrir folkmed enga innkomu sem a t.d.d landareign og gott hus og einhvern sjod til ellinnar tha getur thad neydst til ad selja af ser eda flyja land ad odrum kosti.
Thessi skattur er augljoslega hrein eignaupptaka. Ef thad vaeri ekki fyrir tha stadreynd ad rikisvaldid er eini adilinn sem kemst upp med ad brjota gegn stjornarskranni tha vaeri haegt ad fa thessu hnekkt a theirri forsendu.
Thar ad auki er thetta i morgum (flestum) tilvikum tviskottun thar sem flestar einkaeignir myndast af skattskyldri innkomu.
Ad lokum ma benda a stadreynd sem idullega er kennd i fyrsta tima um skatta i hagfraedikursum, ad thad eru alltaf takmork fyrir thvi hvad er skynsamlegt ad skattleggja og ef farid er yfir thau takmork tha eru ahrifin neikvaed skattheimta beint og ekki sist obeint.
Franskur skattaradgjafi a ad hafa reiknad ut ad a moti 2,6 milljarda dollara innkomu af skattinum se beint og obeint tap franska rikissjodsins fra 1998 hvorki meira ne minna en 125 milljardar!!! sem sagt fyrir hverja unna kronu tapast rumlega 48 vegna fjarflotta. Arid 2006 er talid ad 843 einstaklingar hafi yfirgefid Frakkland sem thydi 2,8 milljarda Evra tap.
Daemi um leitarord a netinu: "Wealth tax", "Solidarity tax on wealth"
Björn (IP-tala skráð) 1.12.2011 kl. 20:17
Það eru alveg rök í málinu að í sumum tilfellum sé erfitt fyrir stóreignafólk, sem er með fé sitt bundið í eign sem er afrakstur ævistarfs, að borga svona skatt og að huga ætti að því sem er gert í Noregi og Frakklandi.
Það getur kannski liðkað fyrir því að ríkið tapi ekki á því að leggja þennan skatt á.
Einnig eru það rök í málinu að um tvísköttun geti verið að ræða og að, því að eignafólkið hafi áður borgað skatta af þeim tekjum sem það vann sér inn fyrir og urðu lykillinn að eignamyndun þess.
Aðstæður geta að sjálfsögðu verið afar misjafnar og vitanlega getur skattlagning verið mismunandi sanngjörn.
Ómar Ragnarsson, 1.12.2011 kl. 23:27
Bjarne, Það eru nú engin geimvísindi að skilja að ef þú átt dýra eign sem er að skila litlum tekjum getur það farið svo að tekjurnar fara allar í skatta og duga jafnvel ekki til.
Fasteignaskattar heita í raun fasteignagöld og fyrir þau fær fasteigaeigandi ýmsa skilgreinda þjónustu frá sínu bæjarfélagi. (lóðarleiga, vatnsveitu, holræsagjöld, sorphirða og fl.) Það gildir ekki um auðlegðarskattinn.
Það skýtur enginn neinu undan skatti með því að kaupa eignir því eignir eru eignir en ekki gjöld. Þú borgar tekjuskatt af hreinum tekjum (tekjur - gjöld) og gildir það jafnt um einstaklinga og fyrirtæki.
Guðmundur, getur þú gefið mér eina góða ástæðu til að tekjur af blaðaútburði ættu að vera undanþegnar tekjuskatti frekar en aðrar tekjur.
Hekla, þú þart nú að lesa þér betur til. Það stendur ekki steinn yfir steini í þessari tjálsu þinni.
í fyrsta lagi er enginn auðlegðarskattur lagður á 75 milljóna hriena eign hjá einstaklingi.
Í öðru lagi þá eykst ekki verðmæti fasteinga að sjálfu sér árlega þó þú mælir það með minni og minni einingum og fáir því hærri tölu út. Það eru ekki tekjur. Stofuborðið þitt lengist ekki þó þú hættir að mæla það í tommum og farir að mæla það í sentimeturm og fáir út mun hærri tölu. Fasteignir eru þeim anmarka háðar að þú þarft að leggja til þeirra 1,5 - 2,5 % af verðmæti þeirra árlega til þess eins að þær haldi verðmæti sínu.
Í þriðja lagi þarftu ekki að eiga lögheimili á Íslandi til að meiga kaupa eign á Íslandi.
Landfari, 2.12.2011 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.