1.12.2011 | 19:52
Vel að þessu kominn, Þorgeir minn!
Þorgeir Ástvaldsson vakti þjóðarathygli á síðari hluta áttunda áratugarins þegar hann sá um sérstakan þátt um popptónlist fyriir fágaða og aðlagandi framkomu og sérlega gott vald yfir íslenskri tungu.
Hann vakti athygli okkar í Sumargleðinni þegar okkur sýndist vera kominn tími til að fjölga í henni og breikka grundvöll hennar og samband við alla aldurshópa.
Þarna var kominn maður sem höfðaði jafnt til allra aldurshópa og svo sannarlega reyndist Þorgeir frábær liðsmaður á árunum 1980-1983 þangað til hann var ráðinn forstöðumaður Rásar tvö.
Fyrir yngri kynslóðina voru það mestu tímamótin í íslenskri útvarpssögu, meiri en þegar útvarpsútsendingar voru gefnar frjálsar þremur árum síðar.
Þorgeir Ástvaldsson hefur gegnt stóru hlutverki í íslenskri tónlistarsögu í meira en þrjá áratugi og verið sameiningartákn í því efni. Hann er vel að þessari viðurkenningu kominn. Til hamingju, gamli vinur !
Þorgeir fékk Lítinn fugl | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.