"Stelpurnar okkar! " Húrra!

Maður hélt að þetta væri ómögulegt. Það væri ómögulegt að keppa í heimsmeistarakeppni í hópíþrótt þar sem fjárframlag hvers þjóðfélagsþegns örþjóðar til landsliðsins væri aðeins brot af því sem er hjá margfalt fjölmennari þjóðum.

En "stelpurnar okkar" sýndju hreint einstakan karakter þegar þær á aðeins 12 mínútna kafla í lok fyrri hálfleik breyttu stöðunni úr 4:11 í 13:12 og skoruðu 9 mörk á móti einu. 

Og síðan fylgdu þær þessu eftir með því að vinna glæsilega með sex marka mun lið 250 sinnum fjölmennari þjóðar. Þær skoruðu fjögur mörk gegn engu síðustu sjö mínútur leiksins og það bendir til að þær hafi haft bæði andlega og líkamlega betra úthald en þær þýsku. 

Þegar rýnt er í tölurnar sést að Guðný Jenna markvörður varði 10 skot en þýsku markverðirnr 5. 

Ef þetta hefði verið öfugt hefðu úrslitin líkast til orðið á hinn veginn. 

Ef Guðný Jenna og stelpurnar geta haldið þessari siglingu er hætt við að forráðamenn fyrirtækisins, sem ekki sá sér fært að styðja Guðnýju, en stundum er sagt að markvörðurinn sé hálft handboltaliðið, geti bitið sig í handarbökin fyrir að hafa kastað frá sér eins góðri auglýsingu og stuðningur við markvörðinn hefði gefið og í staðinn fengið einhverja þá lélegustu auglýsingu sem lengi hefur sést. 

Í staðinn situr fyrirtækið uppi með það að hægt verði að segja: Þetta hefði ekkert fyrirtæki gert ef karlalandsliðið hefði átt í hlut, ekki einu sinni þótt "strákarnir okkar" væru með allt á hælunum. 

Nú er bara að stelpurnar falli ekki aftur í Angóla-gryfjuna heldur fylgi þessu eftir! Áram Ísland! 

 

 


mbl.is Glæsilegur sigur á Þjóðverjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Hansson

Hvað er þetta með Ísland KÁ-VAFF hjá Mogganum? Þetta er HM kvenna og nóg að setja "Ísland - Þýskaland" en óþarfi að hafa þetta hallærislega "Ísland kv. - Þýskaland kv."

En hvað um það, þetta var virkilega flott hjá stelpunum. Í stöðunni 21:20, þegar 8 mín voru eftir, var örugg vítaskytta gulls ígildi. Taugarnar voru í lagi hjá Karen sem setti fjögur í röð úr vítum.

Þær halda vonandi fókus á móti Kína. Þetta er flott lið sem á skilið að ná lengra.

Haraldur Hansson, 7.12.2011 kl. 23:58

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Sammála um kv. -ið.  Hingað til hafa stafirnir ka ekki verið settir fyrir aftan nafn Íslands þegar "strákarnir okkar" hafa verið að keppa.

Ómar Ragnarsson, 8.12.2011 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband