8.12.2011 | 18:30
Hvernig er auglýsingafé best varið ?
Gaman væri að vita hvort Nýherji og pressan.is hafa ráðgjafa í auglýsingamálum eða markaðsfulltrúa.
Vitað er að Nýherji eyðir fé í auglýsingar og kostun, sem gefur tekjur á móti og einhver hlýtur að sjá um auglýsingamálin á pressunni.
Þeir sem sjá um þessi mál á þessum tveimur stöðum hljóta nú að eiga erfiða daga, annar aðilinn vegar vegna slæmrar auglýsingar sem nær út fyrir landsteinana, og hinn vegna taps á auglýsingatekjum.
Það, að segja Guðnýju Jenný Ásmundsdóttur upp vegna þess að hún fór á HM, hlýtur að hafa verið réttlætt af fjárhagsástæðum, en ljóst er að auka auglýsingar þarf til að vega upp það tap, sem hin einstæða uppsögn hlýtur að hafa, beint eða óbeint.
Ef ráðamenn pressunnar.is hafa talið það "selja" að birta umdeilda mynd og fá þannig aukna athygli og fleiri auglýsendur misreiknuðu þeir sig hrapallega.
Raunar er það umhugsunarefni hver ágóðinn verður þegar upp er staðið þegar fjölmiðlar velta sér sem mest upp úr því sem er talið falla undir hugtakið: "Það selur."
Uppsögn Guðnýjar vekur athygli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.