Eru Belgíumenn og Bandaríkjamenn "uppspunnar þjóðir" ?

Magnað er að heyra þau ummæli Newt Gingrich að það fólk, annað en Gyðingar, sem hefur búið í Palestínu, verði rænt landi sínu og sjálfsforræði vegna þess að utanaðkomandi fólk, sem telur sig hafa verið þjóð og meira að segja Guðs útvalin þjóð, eigi þar allan rétt, bara út á það að þeir hafi alltaf talið sig vera sérstaka þjóð.

Bandaríkjamenn eru samansafn innflytjenda frá öllum heimshornum og þá vaknar spurningin: Eru Bandaríkjamenn "uppspunnin" þjóð? 

Gætu Gyðingar þar af leiðandi tekið þar öll völd stofnað þar gyðinglegt ríki af því að þeir eru einir "þjóð" í álfunni? 

Hvað með Belgíu?  Hvað um Eþíópíu þar sem eru töluð 140 tungumál? 

Það má út af fyrir sig segja að til dæmis Norðmenn hafi ekki verið skilgreind þjóð í nútíma skilningi fyrr en eftir orrustuna á Stiklastöðum, af því að þeir sjálfir skynjuðu sig ekki sem þjóð fyrr en þá. 

En ég hygg að sagnfræðingar og þjóðfræðingar séu sammála um það að óumdeilanlegt sé að Norðmenn hafi verið sérstök þjóð í nútíma skilning að minnsta kosti eftir orrustuna við Stiklastaði. 

Sem sagt, frá þeim tíma sem þeir sjálfir skynjuðu sig sem þjóð. 

Ljóst er að það, að Ísraelsmenn fluttust til Palestínu og stofnuðu þar sérstakt ríki 1948, varð til þess að aðrir íbúar landsins skynjuðu sig sem þjóð, Palestínska þjóð, og hafa gert það síðan.

Af hverju máttu þeir ekki gera það úr því að Bandaríkjamenn og Norðmenn gerðu það á sínum tíma ?

 


mbl.is Gingrich segir Palestínumenn „uppspunna“ þjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

Það virðist vera nóg framboð af snældurugluðum forsetaframbjóðendaefnum þarna fyrir Westan...

Haraldur Rafn Ingvason, 9.12.2011 kl. 22:38

2 identicon

Já, og það er langt síðan þeir þarna í Usa hafa kosið yfir sig forseta með fullu viti.

Trausti (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 22:46

3 identicon

Mig langar til þess að benda á áhugaverða heimildarmynd sem fjallar m.a. um það hvernig ísraelsríki var krotað á landakortið fyrir tilstuðlan breska "heimsveldissins" og Rothschild fjölskyldunnar.

http://www.truththeory.org/war-on-our-world/

Þetta er mjög góð mynd og vel þess virði að sjá af 2 og hálfri klukkustund til þess að skilja ögn betur hvað það er nákvæmlega sem heldur stríðsvélinni gangandi. Til þess að gera grein fyrir því að þetta er ekki einhver samsæriskenninga vitleysa, þá ber að nefna að eitt mjög átakanlegt atriði sýnir mann af gyðingaættum halda fyrirlestur í háskóla í bandaríkjunum til þess að vekja athygli á málstað palestínu umfram ísrael. Hann leyfir áheyrendum ekki að saka sig um and-semítisma og útskýrir á mjög magnþrunginn hátt að foreldrar hans, sem létu lífið í útrýmingabúðum nasista, væru ekki til þess að halda á lofti meðaumkvun þegar gyðingar sjálfir væru að stunda þjóðernishreinsanir og "apartheid" stefnu.

Gunnar Bergmann Steingrímsson (IP-tala skráð) 9.12.2011 kl. 23:33

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef Palestína var til hvenær var landis stofnað og af hverjum?

Ottomenn réðu yfir þessu landsvæði lengi vel alveg til 1918 þegar Bretar tóku við. 

Bretar tilkynntu með Balfour yfirlýsingunni að stefnst skuli að stonfun Ísraelsríkis. Svo varð það að veruleika 1948 með samþykki alþjóðasamfélagsins að mestu.

Sleggjan og Hvellurinn, 9.12.2011 kl. 23:47

5 Smámynd: Halldór Benediktsson

Þetta er góður punktur Ómar. Palestína er alveg jafn mikil þjóð og Ísrael.

Halldór Benediktsson, 10.12.2011 kl. 00:11

6 Smámynd: el-Toro

Palestína hefur aldrei verið til sem land.  en sem landsvæði hefur orðið Palestina/Philistia þekkst meðal manna á þessu svæði í rúmlega 2000 ár.

http://en.wikipedia.org/wiki/History_of_the_name_Palestine#Ancient_period

ef mig misminnir ekki, þá var það sem við köllum Palestína í dag, kallað skattlandið Syria á tímum Ottomana.  það náði þar sem Lebanon, Ísrael, Sýrland og Jórdanía ná í dag.

vel orðað...."með samþykki alþjóðasamfélagsins AÐ MESTU"...

þessi forsetaframbjóðandi er í atkvæðaleit þegar hann lætur þessi orð falla....en gyðingar eru stór þrýstihópur í bandaríkjunum....ef frambjóðendur ná fylgi gyðinga og evangilistar kirkjunnar (eða hvað sem þetta trúarbákn heitir) þá ertu nokkuð öruggur með sigur.  George W. Bush herjaði stíft á þessa kirkju sem yfir 50% kosningarbæra manna í bandaríkjunum eru skráð í.

el-Toro, 10.12.2011 kl. 00:15

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Ef þú vilt, El Toro, fara nokkur þúsund aftur í tímann. Eigum við þá ekki spóla aðeins lengra og tala um 1000 fyrir krist?

Sleggjan og Hvellurinn, 10.12.2011 kl. 00:45

8 Smámynd: Vilhjálmur Stefánsson

Ómar þú hefur ekki skoðað sögu Mið Austurlanda og virðist ekki vita mikið um hana..

Vilhjálmur Stefánsson, 10.12.2011 kl. 01:13

9 identicon

Tja, Belgar eru (virðist mér) klárlega uppdiktuð þjóð, eða öllu heldur eitt ríki tveggja þjóða - Vallóna og Flæmingja.

Bandaríkin eru það svosem líka - uppspunnin þjóð. Það er að segja, ef það er á annað borð eitthvað til sem heitir "náttúruleg" eða "óuppspunnin" þjóð. Eins og þú bendir á, þá eru Bandaríkin hrærigrautur innflytjenda hvaðanæva að, og allur "sameiginlegur menningarlegur bakgrunnur" er rétt rúmlega 200 ára gamall, í mesta lagi.

"Ljóst er að það, að Ísraelsmenn fluttust til Palestínu og stofnuðu þar sérstakt ríki 1948, varð til þess að aðrir íbúar landsins skynjuðu sig sem þjóð, Palestínska þjóð, og hafa gert það síðan."

Tja, Gyðingar voru farnir að flytjast þangað mun fyrr - nú, fyrir utan þá sem höfðu búið þar öldum saman. Svo má ekki gleyma því að Palestínumenn höfðu líka tækifæri til að stofna sitt ríki á sama tíma og Ísraelar - skipting Sameinuðu Þjóðanna gerði beinlínis ráð fyrir að þarna yrðu tvö ríki. Mig minnir nú að það hafi ekki verið Ísraelar sem komu í veg fyrir að það gæti gerst...

Þorsteinn (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 08:00

10 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

það eru beisiklí allar þjóðir uppdiktaðar.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 10.12.2011 kl. 10:53

11 identicon

Við verðum öll að fara aftur heim til Afríku...

DoctorE (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 12:46

12 identicon

Hverslags bull er þetta í Ómari. Eins og ævinlega veit hann ekkert um það sem hann er að tala um. Fyllyrðingar sem standast ekki og þá er bara að snúa sér að næsta bulli. SÞ samþykktu að skipta þessu landssæði með samþykkt 181 í tvo hluta. Annan fyrir Gyðinga og hinn fyrir Araba. Gyðingar fóru eftir samþykktinni en Arabar höfnuðu henni og ætluðu síðan eftir stofnun Ísraels að taka það landssvæði með hervaldi en niðurstaðan varð sú að sjá mátti í sandinum hundruð þúsunda hermannastívéla sem arabísku hermennir skildu eftir þar til þess að geta hlaupið hraðar á flóttanun eftir misheppnað valdarán á þessu landssvæði (það eru til myndir af stígvélunum í sandinum).  Það er ekkert land til sem heitir Palestína og hefur aldrei verið. Orðið Palestína um landsvæðið þarna kemur fyrst fram eftir fyrri heimstyrjöldina. Trans Jordanía var notað fram að þeim tíma um þetta landssvæði. Breta með landakort, reglustiku og blýant bjuggu til þessi lönd sem við nefnum núna Líbanon, Sýrland, Jordanía og Ísrael. eftir WW I.   

Þórður Óskarsson (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 13:00

13 identicon

Vel og rétt skrifað Þórður.

Lyktar heldur betur af hatri á gyðingum þessi skrif Ómars sem ég annars hefði talið mannvin mikin, að mestu leyti í það minnsta.

Vil annars benda á að fjórðungur íbúa Ísraelsríkis eru Arabar og una sér bara vel virðist vera.

Gyðingar á svæðinu utan eigin landamæra yrði ekki lengi í lifanda tölu.  Yrði fljótt guðs útvalin eins og Ómar orðar það svo fallega með góðri aðstoð Palestínubúa.

...Ef Íslendingar hefðu burði til að senda her á svæðið til að hafa hemil á morðóðum palestínubúum og stilla til friðar, gætu þeir kanski, hugsanlega, en bara mögulega leyft sér að álykta pólitískt um þessi mál þarna suður í heitu löndunum.

jonasgeir (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 14:18

14 identicon

Það þarf að senda hersveit þangað til að stöðva morðóða Ísraelsmenn.

Það verður aldrei friður á þessu svæði fyrr en Usarar hafa hirt Ísraelsku giðingana til sín, en þar færi vel um þá í einhverri eyðimörkinni.

Trausti (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 16:59

15 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Mér finnst það ekki hnekkja því að nota heitið Palestína um þetta landsvæði þótt þetta nafn hafi ekki komið til fyrr en eftir 1918, því að fjöldamörg lönd fengu nútíma heiti sín um svipað leyti, svo sem Júgóslavía og fleiri ríki sem voru þá sett á stofn. 

Þar á undan skiptu nýlenduveldin Afríku og Miðausturlöndum upp og drógu landamæri, sem flest vekja spurningar það, hversu eðlileg þau voru, en engum dettur í hug að drepa umræðunni um málefni þessara landa á dreif með því að segja að þau hafi borið önnur nöfn áður. 

Ég vil minna á að um aldamótin 1900 var rætt um það í fullri alvöru að láta Úganda í hendur Gyðinga til þess að þeir gætu stofnað þar ríki sitt, svo sterkur og einstæður var Zíónisminn. 

Ómar Ragnarsson, 10.12.2011 kl. 20:21

16 identicon

Tja, hnífurinn stendur í kúnni á margan hátt.

Palestínumenn viðurkenna ekki Ísrael sem ríki eða þjóð, og er það eins á hinn bóginn.

Þeir eru afstúkaðir, og vilja fá sig viðurkennda með afmarkað ríki með mun rýmri landamæri en í dag.

Ég er ekki að sjá það gerast.

Og kaninn er ekki búinn að gleyma því hversu mikill fögnuður braust út við árásirnar á tvíburaturnana í Palestínu. Sá það í fréttum og mat það svo að núna væri pöpullinn sko að gera áratuga-haug í brækurnar.

Ísraelar gleyma því svo ekki svo glatt hversu vel fólk af Palenstínskum uppruna studdi Arababandalagið í aðgerðum sínum, sem næstum kostuðu Ísrael tilvist sína.

Þetta er pottþétt patt, báðir jafn þverir, en Ísraelsmenn mun sterkari.

Kannski mætti fabúlera með það að þetta væri ríki undir einni stjórn, - kannski það eina í stöðunni. En það vilja sjálfsagt hvorugir.

Ég hef verið bæði með Ísraelsmenn og Palestínu menn í gistingu hjá mér.

Ég náði ekki að toga neitt upp úr Palestínumönnunum, en helling upp úr hinum.

Mat þeirra á vandamálinu var það, að án viðurkenningar Palestínumanna á Ísrael sem ríki, þá fengist ekki léttilega viðurkenning á hinn bóginn, og svo það hvað væri mikið af "vitleysingum/öfgamönnum" innan um sem skemmdu allt fyrir þeim sem eru vandræðalausir. Það lifa og búa fjölmargir Arabar og Palestínumenní Ísrael. Gott ef ekki einhver 20%

Jón Logi (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 20:51

17 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Palestínumönnum var boðið þetta landsvæði árið 1947 en þeir sögðu nei takk og hófu stríð til þess að eyða Ísrael en tókst ekki. Svo aftur ásamt fleiri arabaþjóðum 1967 en tókst ekki. Nú segja Palestínumenn að þeir voru bara að djóka og vilja taka 1947 dilinn en hann er ekki í boði að mér sýnist.

Samt lógískt að Palestína má taka Gaza svæðið með skilyrði um lýðræði (svo má deila um Hamas flokkinn sem þar ræður ríkjum sem er með á stefnuskránni að eyða Ísrael). En Vesturbakkinn er ekki skynsamlegt að gefa Palestínumönnum, enda er Vesturbakkinn ekki tengdur Gaza á neinn hátt, ekki landfræðilega né pólítískt. Ekki vit í því að stofna ríki í tveimur pörtum.

Sleggjan og Hvellurinn, 10.12.2011 kl. 23:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband