Minnir óþægilega á 1929 - 1930.

Við lifum á tímum vaxandi óvissu, samdráttar og óróa og óþægilega margt minnir á upphaf heimskreppunnar miklu sem hófst síðla haust 1929 og stóð fram að heimsstyrjöldinni síðari og varð reyndar öllu dýpst hér á landi 1939.

Við sjáum á þessum drottinsdegi, 10. desember, vaxandi óróa í Rússlandi, vanmáttug viðbrögð leiðtoga Evrópu við aðsteðjandi háska og síðast, en í raun og veru ekki síst, vanmátt leiðtoga Bandaríkjanna til að takast á við efnahagslega banvænan fjárlagahalla þar í landi.

Ofan á allt er ekki vitað hvenær allt getur farið í bál og brand í Miðausturlöndum ef Íranir sýna kjarnorkuvígtennur. 

Að vísu vita menn miklu meira núna en 1930 um eðli efnahagsmála og hagstjórnaraðferðir, en samt er allt of margt á huldu um þá flóknu atburðarás sem getur farið af stað ef bankahrun verður í Evrópu. 

Þá er hætt við að litlu geti skipt hvar menn eru staddir í heiminum því að efnahagskerfi heimsins er samofið um allar heimsálfur og öldurnar frá hruni í Evrópu fara um allan heim, líka til Íslands um okkar bankakerfi og efnahagslíf, og valda miklum usla ef allt fer á versta veg.

 


mbl.is ,,Það brakar og brestur"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ertu að segja að fjórfrelisið virki ekki?

itg (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 17:08

2 Smámynd: Sævar Helgason

Velmegun okkar hér í þessu landi er háð velgengni hjá nágrannalöndum okkar og viðskiptavinum. Í kreppunni milli 1930-1940 kom þetta berlega fram í því að mjög erfitt var að selja fisk úr landi-okkar aðalafurð til að standa undir lífsnauðsynjum. Skýrt dæmi um það frá þessum tímum þegar áfengisbann ríkti í landinu. En vegna mikilvægis fisksölu (saltfiskur) til Spánar urðum við að kaupa þeirra afurðir sem voru vín. Áfengisbannið rann út í sandinn fyrir nauðsynlegum gjaldeyri-þó vínin sem við vorum neydd til að höndla með-væru tæpast lífsnauðsyn. Svona voru birtingamyndir kreppuharðindindanna svo dæmi sé tekið. Nóg af vínum en lítið að borða.

Sævar Helgason, 10.12.2011 kl. 18:29

3 identicon

Sæll Ómar; og aðrir gestir, þínir !

Ómar !

Þú ert einn; allt of margra, sem gleypa hráan, áróður Bandaríkjanna og ESB landa, flestra þeirra; í viðurstyggilegum fjandskapnum, gagnvart Írönum - með blaðrinu um kjarnorku vígtennurnar.

Þeir Ahmadjinedad; eru fyrst og fremst, að þróa kjarnorkuna til orkuframleiðslu, en þú kýst að láta meðvirkni þína, með Vestrænum óhróðri fylgja með, í annarrs skynsamlegum og fróðlegum pistli, þínum.

Við munum öll; hjal Davíðs og Halldórs, í réttlætingu þessarra illfygla (DO og HÁ), fyrir þátttöku Íslands, í Íraksstríðinu, frá Vetri 2003 - og hvers lags lygar Bush yngri hafði þar í frammi, sem átyllu, fyrir stríðsbrjálæðinu, þar.

Og; sem fjarri fer, að sjái fyrir enda á, sem kunnugt er.

Þú átt; lífsreyndur og margsigldur öldungurinn, að vita betur, Ómar !

Með kveðjum; samt sem áður, úr Árnesþingi /   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 10.12.2011 kl. 19:59

4 identicon

Hvar er Össur? Der Spiegel sagði að hann hefði ráð undir rifi hverju.

Allavega að hann væri ekki sammála öðrum fjármálaspekingum sem fjalla um þessi mál.

Svo hvar er Össur??? Afhverju ræðir hann ekki við Mer-kusy.

Hann er búinn að lofa íslendingum gulli og grænum skógum.(þótt við missum fiskveiðimiðin.) Við þurfum bara að gera eins og Brussell segir, þá verður þetta allt í góðu segir fiskifræðingurinn. Ég held að hann líti á íslendinga sem freðnar ýsur, okkur sé svo sem sama, og hægt sé hægt að bulla hvað sem er. En var það þetta sem við kusum okkar þingmenn og ráðherra til að gera???

Jóhanna (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 20:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband