Kenningin fyrst viðruð vegna Grímsvatna.

Hugmyndin um að þynning íss eða létting á fargi yfir eldstöðvum gæti komið af stað eldgosi var fyrst viðruð um miðja síðustu öld.

Þá var hún hermd upp á Grímsvatnahlaup og Grímsvatnagos þar sem samspil eldvirkni og létting vegna framhlaups vatns gætu haft áhrif hvort á annað í báðar áttir, annars vegar að eftir hlaup gæti þrýstingi létt það mikið af eldstöðinni að það framkallaði gos eða að eldgos ylli svo mikilli bráðnun að vatnið bryti sér leið undir jökulinn niður á sand. 

Síðan hefur þessi kenning verið notuð til að útskýra um það bil 30 falda eldvirkni norðan Vatnajökuls eftir jökullinn á öllum norðurhelmingi hans við snögglega hlýnun fyrir 11 þúsund árum. (Vatnajökull eru leifar af ísaldarjöklinum sem þakti þá mestallt landið). 

Einnig nær hún yfir væntanlega aukna eldvirkni undir Vatnajökli þegar hann bráðnar og þynnist og léttist, og nú hefur hún verið heimfærð upp á Mýrdalsjökul líka. 


mbl.is Katla virkari á sumrin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Þessi kenning er frekar trúverðug. En hvers vegna hlýnar er þungmeltara mál nema trúverðugast að þetta séu að mestu áhrif mismunandi styrk sólgeisla, sólgosa o.fl sem virðist  helst vera að rekja til óskýrðra náttúrulega sveiflna eins og vel hefur verið skýrt á bloggsíðu Ágústar H Bjarnasonar.

Ég er hins vegar hissa á því hve lítið er fjallað um myndir um kólnun hérlendis - sem virðist að einhverju leyti hægt að rekja til eldgosa..  og kólnunin átti sér þá stað eftir eldgosin... að því er virðist.

Hér er mynd um jöklastöðuna fyrir 3000 árum...

Kristinn Pétursson, 11.12.2011 kl. 08:29

2 Smámynd: Kristinn Pétursson

Meiri jöklar - eftir eldgosin - þann þannig að hafa tafið fyrir virkni eldfjalla - en virk eldfjöll verða tæplega hamin með  ísfargi - þar er í mesta lagi um töf að ræða.

Ég hef líka tekið eftir því - að jarðsljálftavirkni  í Vatnajökli og Mýrdalsjökli virðist tundum  í hámakri  á háfjöru í stórstreymi... þá minnkar fargið á landið sjálft... þetta eru nú svona "kellingabækur" hjá mér - en ekki sönnuð kenning.

Hægt er að sjá nákvæmlega tímasetningar á háfjöru  á nokkrum stöðum á landinu - á veðurvef www.sigling.is 

Kristinn Pétursson, 11.12.2011 kl. 08:34

3 identicon

Við eigum þá eftir að finna til tevatnsins ;)

Annars þetta með kólnunina eftir gos, - það er vegna m.a. sótagna og brennisteins sem þvælist um lofthjúpinn eftir stórgos og veldur áhrifum sem kölluð eru "global dimming"

Það er margþekkt fyrirbrigði.

Sjá hér t.d.:

http://en.wikipedia.org/wiki/Year_Without_a_Summer

og þetta:

http://en.wikipedia.org/wiki/Skaft%C3%A1reldar

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 11:36

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kristinn Pétursson, þetta eru mjög forvitnilegar pælingar. Miðað við myndina frá því fyrir 2500 árum síðan virðist sem við megum alveg við smá hlýnun frá því sem nú er, án þess að það þurfi að þýða heimsendi. Að við séum hér enn hlýtur að vera sönnun þess.

Hugmynd þín um samspil flóðs og fjöru við jarðskorpuhreyfingar er alls ekki fjarstæðukennd. Sjávarföll verða vegna þyngaraflsáhrifa sem beinlínis toga eða ýta vatninu í sjónum til og frá. Sömu kraftar hljóta að verka á jarðskorpuna líka, annars þyrfti að útskýra sérstaklega hvers vegna svo sé ekki. Þessi áhrif eru líklega mun meiri en bara breytingin á vatnsþrýstingnum vegna sjávarstöðunnar, því þyngaraflið er að verki allstaðar, líka þar sem er þurrt land fjarri sjó. Þar sem eldstöðvakerfi eru í eðli sínu kaotísk gæti hinsvegar verið erfitt að finna beina samsvörun, en þó væri athugandi að samkeyra sjávarfallatöflurnar við tíðniróf jarðskjálfta. Ég hvet þig til að hafa samband við jarðvísindastofnun og siglingastofnun til að kanna hvort þetta hafi verið athugað þar á bæjum. Það þarf varla nema tvö símtöl til að komast að þessu, og ef það hefur ekki verið gert er þetta hugmynd að verðugu rannsóknarefni.

Guðmundur Ásgeirsson, 11.12.2011 kl. 16:54

5 identicon

Kunningi minn (eðlisfræðingur og fleira) flaggaði þeirri kenningu að sólvindar/sólveður hefðu áhrif á þyngdaraflið, þannig að þeir losuðu um það sem væri alveg að fara.

Hann var byrjaður að tölvukeyra saman gögn um jarðvirkni og sólvinda, og þetta kom heim.

Því miður lést hann langt fyrir aldur fram, en náði þó að spá fyrir um Heklugosið 2000, í mars er mig minnir, og svo Suðurlandsskjálftann sama sumar.

Dagsetningin sem hann setti á Suðurlandsskjálftann var 20 júní, og það gerði hann mörgum mánuðum fyrr.

Um svipaða kenningu var grein í lifandi vísindum, að ég held á tímabilinu mars til maí 2000.

Jón Logi (IP-tala skráð) 11.12.2011 kl. 19:54

6 Smámynd: Kristinn Pétursson

Hérna er samanburður sem ég gerði á þessu  þar sem samtenging virðist milli háfjöru og jarðskjálftavirkni:

http://kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/entry/1099184/ 

Kristinn Pétursson, 12.12.2011 kl. 12:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband