11.12.2011 | 18:57
Einstæður staður.
Það er gaman að fá frétt um mikilvægu lífrænu vottuðunina sem vörur frá Jurtastofu Sólheima hefur fengið sama daginn og hin árlegu Litlu jól eru haldin þar.
Síðustu tæpu hálfa öld hafa hafa ekki liðið þau jól sem ég og aðrir félagar í Lionsklúbbunum Ægi höfum ekki farið austur og staðið að dagskrá með vistmönnum og starfsfólki.
Stundum hér áður fyrr þurfti að hafa mikið fyrir því að komast vegna ófærðar en þetta er allt annað núna.
Stemningin, einlæg gleðin og þátttakan brugðust ekki í dag frekar en endranær og eins og ævinlega mæddi mest á gamla undirleikaranum mínum, Tómasi Grétari Ólasyni að undirbúa, skipuleggja og stjórna samkomunni. Síðustu ár hefur hann notið aðstoðar Magneu, dóttur sinnar, enda kemur að kynslóðaskiptum við að viðhalda þessari hefð.
Það eru einfaldlega ekki komin jól til fulls ef misst er af þessari mjög svo gefandi og ljúfu hátíð.
Brautryðjendastarf Sesselju Sigmundsdóttur og öll starfsemi þessa staðar, sem smám saman hefur vaxið upp í það að vera lítið þorp, á sér enga líka um víða veröld og varpar ljóma á íslenskt samfélag víða um lönd.
Jurtastofa Sólheima fær lífræna vottun frá Túni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.