Enginn má við margnum.

Rússar eru 500 sinnum stærri þjóð en Íslendingar og verið í fremstu röð í heiminum í handknattleik í áratugi.

Það er engin skömm að því að tapa fyrir firnasterku liði heimsmeistaranna og raunar sýndu hetjulega baráttu og héldu í við meistarana lengst af fyrri hálfleik. 

En þegar líða tók á seinni hálfleik kom í ljós að Rússarnir höfðu meiri breidd og það skipti sköpum. 

Það var óheppni að lenda á móti heimsmeisturunum og þegar litið er til þess verður að telja frammistöðu íslenska liðsins svo framúrskarandi að það skipti sköpum fyrir það álit sem kvennahandboltinn hefur notið. 

Nú hafa þær sýnt að "stelpurnar okkar" geta unnið svipuð kraftaverk og "strákarnir okkar. " 


mbl.is Ísland úr leik á HM í Brasilíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband