12.12.2011 | 18:57
Ósnertanlegir valdhafar.
Sádi-Arabía ræður yfir langstærsta olíuforða heims. Í krafti þess geta valdhafar þar farið nokkurn veginn sínu fram innanlands án þess að hafa miklar áhyggjur af erlendum mótmælum gegn forneskjulegum og grimmilegum lögum og refsingum sem fara í bága við meginreglur á mannréttindasviðinu.
Sádi-Arabar hjálpuðu til við það í krafti olíuauðs síns við að koma Sovétríkjunum á kné og hafa bæði risaveldið Bandaríkin og önnur stórveldi í vasanum, - geta litið á mótmæli gegn mannréttindabrotum, spillingu og kúgun eins og hvert annað meinlaust gelt.
Hálshöggvin fyrir galdra og fjölkynngi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hélt ég að þú ættir við valdhafa á Íslandi þegar ég las fyrirsögnina án þess að sjá fréttatenginguna.
Niðurlagið í síðustu setningunni hjá þér passar fullkomlega við stjórnvöld á Islandi.
Sólbjörg, 12.12.2011 kl. 20:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.