14.12.2011 | 10:24
Hið "svokallaða hrun".
Viðleitni til að fegra óþægilegar staðreyndir eða líta fram hjá þeim er mannlegur eiginleiki. Fróðlegt er að sjá ummæli formanns skilanefndar Kaupþings um það hve sáralitlu munaði að allt efnahagslíf stöðvaðist hér á landi 2008, sjálft þjóðlífið lenti í hjartastoppi.
Í ljósi þeirra er líka fróðlegt að sjá og heyra suma gera lítið úr Hruninu og tala í staðinn um "hið svokallaða hrun".
Líka er fróðlegt að sjá þá sömu tala fjálglega um það hvílík snilld hefði verið sýnd í október 2008 með því "að láta bankana falla", rétt eins og menn hefðu átt eitthvert val um það gagnvart bönkum sem voru fallnir löngu fyrr.
Myndband Kaupþings frá bankabóluárunum, sem sýnt var í Kastljósi, ætti að sýna í sjónvarpi á besta tíma með reglulegu millibili, svo lýsandi var það fyrir geggjunina sem hér var hafin upp til hæstu hæða. a
Í þessu myndbandi er beinlínis fullyrt að íslensku fjármálafyrirtækin hafi fundið upp algerlega ný lögmál í viðskiptum og fjármálalífi, lögmál sem vikju hinum gömlu til hliðar og gerðu allt, bókstaflega ALLT mögulegt, enda væri með hinni nýju snilld hægt að "snúa á kerfið" !!!
Því var blákalt haldið fram að hægt væri að tvöfalda allar tölur bankans árlega út í eitt.
Það þýddi fjórföldun á tveimur árum, áttföldun á þremur árum, 16 földun á 4 árum, 32 földun á 5 árum og 64 földun á 6 árum. Ekkert mál! "Hin nýja Kaupþingshugsun!!".
Fimm árum eftir að Íslendingar höfðu eytt síldinni var talað um það á Raufarhöfn að síldin "hefði lagst frá."
Sama hugsun var þá á bak við "hið svokallaða síldarhrun" og "hið svokallaða hrun" nú.
Sumir geta aldrei lært af skiljanlegum ástæðum: Þeir vilja ekki læra af því að það er óþægilegt.
Munaði bara mínútum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
"Því var blákalt haldið fram að hægt væri að tvöfalda allar tölur bankans árlega út í eitt. "
Þetta er expantial function, þ.e.a.s. veldisvaxandi áhrif.
Taktu töluna 70 og deildu með vaxtaprósentunni og þá færðu út þann tíma sem það tekur að tvöfalda grunninn. Í þessu tilfelli eru þeir að tala um 35% ávöxtun 2 ár í röð ofan á höfuðstól, og svo ofan á vexti. Æi nei, 70% ávöxtun árlega, m.v. að vaxta vextina.
(Þetta er bara formúla, líkt og Pýþagóras, ég hef ekki hugmynd um af hverju það er 70, en þetta er líka hægt í Excel, hehe, bara gott að geta gert þetta í huganum)
Þvílíkir kálhausar.
En Ómar, ég sé það að þú hefur þetta á hreinu. Tvöföldun á ákv. tímabili er eins og að fylla slotturnar á binary kóða, bara 8 sinnum gerir 256, - 1, 2, 4, 8, 16, 32, 64, 128, 256, og ef þú vilt aðeins bæta við, 512 og svo 1024, 2048, 4096, og þar fram eftir.
Það var gjörsamlega ekki hægt að gera þetta.
Svo er alltaf tönnlast með hugtakin vöxtur=growth, og enginn vöxtur=stagnation, sem sagt jákvætt gegn neikvæðu, og þá gleymist orðið jafnvægi, - equilibrum, sem er jákvætt orð líka.
Algerir hávextir eru stórhættulegir!
Man annars einhver eftir gömlu Búnaðarbankaauglýsingunni þar sem "Trölli" (held ég) syngur:
"Nú fæ ég vexti, og vaxta-vexti, og vexti líka af þeim"
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 10:52
Sæll.
Ég veit ekki hvort ég skil þig rétt en bankarnir voru ekki látnir falla. Þeim var bjargað af ríkinu og það var rangt. Hvaða munur er á banka og bakaríi? Af hverju mega t.d. bakarí fara á hausinn en ekki bankar?
Margir, og þá sérstaklega núverandi valdhafar, tönglast á því að hérlendis hafi ríkt óheft frjálshyggja á árunum fyrir hrun. Það er auðvitað ekki rétt og sýnir í raun glögglega hve illa sumir eru að sér. Það er ekki frjálshyggja að bjarga illa reknum fyrirtækjum með peningum frá almenningi. Það er heldur ekki frjálshyggja að þenja ríkið út um þriðjung á föstu verðlagi á árunum 1999-2007 eins og gert var. Ef frjálshyggja hefði ríkt hefðu segl hins opinbera verið rifuð, opinberum starfsmönnum sagt upp störfum og bankarnir verið látnir falla og skattar lækkaðir hressilega. Það eru til lög um hvernig taka skal á fyrirtækjum sem falla.
@Jón Logi: Jafnvægi er ekki jákvætt því þegar fólki fjölgar í landi þarf atvinnutækifærum líka að fjölga ef atvinnuleysi á ekki að hækka árlega.
Það er auðvitað vandamál hve háir vextir eru hérlendis en ég held að skortur á semkeppni skýri það að verulegu leyti. Vegna EES reglna er afar erfitt að stofna banka og það leiðir auðvitað til þess að þeir sem fyrir eru á fleti þurfa ekki að leggja sig fram um að hafa viðskiptavini ánægða.
Helgi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 12:56
Það er ekki jafnvægi, enda meinti ég það ekki. Jafnvægi er þar sem að það helst í hendur. Vöxtur hagkerfis í samræmi við fólksfjöldaþróun er jafnvægi. En geðveikur vöxtur umfram það hefur verið mærður mjög.
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 13:47
En í alvöru - það var Seðlabankinn sem hélt greiðslumiðlunin í landinu í gangi og það kom skilanefndunum ekkert við, en það má víst ekki segja að Davíð hafi nokkurn tíma gert nokkuð rétt.
Grímur (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 13:51
Getur verið að vitlaeysan sé enn í gangi, í bókhaldi fyrirtækja eru óefnislegar eignir, svokallað (good will) upp á miljarða,þetta er náttúlega algjörlega glórulaust, bendi fólki á að skoða árshluta uppgjör Haga, hvað eru óefnislegar eignir miklar þar,og hvert er eigið fé og hverjar eru skuldir félagsins, menn eiga ekki að fá að færa óefnislegar eignir nema eitthvað % af eigin fé.
Jón Sig. (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:28
Good Will er nú oftast einhvers virði, og þeim mun meira eftir því sem fyrirtæki eru eldri. En að bólufyrirtæki fabúleri upp kannski margfalt eigið verðmæti í Good Will er náttúrulega bara ótækt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:31
Frábært að við áttum svona marga góða bankamenn til að redda málunum á síðustu stundu.
Jonsi (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 14:44
Árshluta reykningur Haga 31. ágúst 2011 í miljörðum króna.
Eignir = Skuldir og Eigið fé
23.517 kr. 18.710 kr. 4.807 kr.
Jólagetraunin, hvar er Good willið, og hvað er það hátt í kr. talið?
Nú verður einhver hissa spái ég.
Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 15:39
Smá nálgun:
Eigið fé samtals kr. 4.807 kr. Skuldir eru 18.710 kr mjög háar:
Hlutafé 1.172 kr
Annað eigið fé 3.635 kr.
--------
4.807 kr.
Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 16:26
Auðvitað voru neyðarlögin hrein snild,það var myndaður hópur með á annan tug innlenda og erlendra sérfræðinga í Seðlabankanum sem voru ótengdir bönkunum.Seðlabankinn var með áætlun hvernig ætti að taka á hruninu í megin dráttum
Guðmundur Kristinn Þórðarson, 14.12.2011 kl. 16:45
Seðlabankinn mokaði 800 miljjörðum í víkjandi lánum til stóru bankanna 2003 - 2008, Stóru bankarnir eru og voru fjárfestingarbankar(Tier 1) sem er áhættugrunnur innan evrópska reikniregluverksins Basel 2 en innan Tier 1 þá er hvergi að finna neit sem heimillar víkjandi lán til fjárfestingarbanka. Þannig að það væri flott að Seðlabankamenn fengju að svara fyrir það hvað þeir voru að hugsa með þessum lánveitingum og hvernig þeir ætla að ná þessum pening til baka.
valli (IP-tala skráð) 14.12.2011 kl. 21:33
Jón Logi, þú sagðir "Þetta er bara formúla, líkt og Pýþagóras, ég hef ekki hugmynd um af hverju það er 70, en þetta er líka hægt í Excel, hehe, bara gott að geta gert þetta í huganum".
Svarið við þessu er að 70 er u.þ.b. 100*ln2 (=69,3 (ln þýðir normal logaritmi)). Ef þú vildir vita hvað það tæki langan tíma fyrir eitthvað að þrefaldast myndir þú skipta út tveimur fyrir þrjá (100*ln3).
Ómar lagði til að Kaupthingsmyndbandið yrði sýnt á besta tíma í sjónvarpinu með reglulegu millibili. Ég vil hins vegar leggja til að neðagreint myndband verði sýnt reglulega. Ef fólk skyldi það sem þar er verið að fjalla um þá væri nú ýmislegt gert öðruvísi s.s. eins og þessi endalausa krafa um hagvöxt sem er að gera út af við vistkerfi heimsins.
http://www.youtube.com/watch?v=F-QA2rkpBSY
www.umbot.org
Egill Helgi Lárusson, 15.12.2011 kl. 00:22
Takk Egill.
Þaðan hafði ég þetta reyndar. Alveg magnað myndband og útskýrir margt.
Jón Logi (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.