Árið 1947 - öfugt.

Árið 1947 lagði Marshall, utanríkisráðherra Bandaríkjanna fram áætlun um stórkostlega aðstoð Bandaríkjanna til þess að reisa Evrópu úr rústum. Með því töldu þeir sig geta hraðað því að efnahagur álfunnar elfdist og hægt yrði að afnema tolla, koma á einu markaðssvæði og svipuðu frelsi til fjárfestinga og hreyfingar fjármagns og vinnuafls og Evrópubandalagið koma síðar á.

Bandaríkjamenn buðu öllum Evrópuþjóðunum, líka Sovetríkjunum og þjóðum Austur-Evrópu, þessa aðstoð, en Stalín sá til þess að engin Austur-Evrópuþjóð tæki þessu boði. 

Tilgangur Bandaríkjamanna var ekki aðeins hjálpsemi heldur líka eigin hagsmunir, því að bæði í Frakklandi og á Ítalíu var órói á stjórnmálasviðinu og kommúnistar öflugir og Bandaríkin sjálf myndu hagnast á því í lengd og bráð að sameiginlegt og öflugt vestrænt hagkerfi myndaðist beggja vegna Atlantshafsins. 

Að sama skapi myndi slík uppbygging verða mótvægi við útþenslupólítík Stalíns. 

Þetta sá Stalín að sjálfsögðu og vildi alls ekki að Austur-Evrópuþjóðirnar yrðu á neinn hátt fyrir vestrænum áhrifum eða teldu sig eiga Bandaríkjamönnum neitt að þakka, því æ sér gjöf að gjalda eins og máltækið segir.

Í staðin voru knýtt sterk efnahagsleg, hernaðarleg og stjórnmálaleg bönd austan Járntjaldsins sem reis einmitt um þessar mundir um álfuna þvera. 

Nú bjóða Rússar efnahagslega aðstoð skuldahrjáðri Evrópu og hefði maður látið segja sér það tvisvar fyrir 65 árum að sá tími myndi koma að slíkt væri á dagskrá. 

Rússar, rétt eins og Bandaríkjamenn á sínum tíma, sjá tækifæri og hag þeirra sjálfra fólgna í því að láta til sín taka með fjárfestingum í Evrópu og fá með því aukin áhrif þar.

Nú er spurningin hvort það sama gerist og 1947 að þjóðirnar, sem aðstoða á, slái hendinni á móti því af því að sá sem hjálpar muni hagnast á því, beint eða óbeint, rétt eins og sá sem hjálpað er. 

Aðstæður eru hins vegar aðrar nú en 1947. Nú liggur ekkert járntjald um álfuna þvera og ekkert Kalt stríð í gangi. Þar að auki er ekki um óafturkræfa aðstoð eða gjöf að ræða eins og 1947 heldur fjárfestingar eða jafnvel lán, sem ekki verða taldar gjafir. 

Þar af leiðandi ætti síður að vera hætta á því að boðinu verði hafnað nú en fyrir 65 árum. 

Þess má geta að engin þjóð Evrópu fékk eins mikla Marshallaðstoð á hvern íbúa og við Íslendingar. 

Það mun ætíð verða svartur blettur á sögu þjóðarinnar, því að við voru líkast til eina Evrópuþjóðin sem hagnaðist fjárhagslega á stríðinu en margar hinnar þjóðanna voru með lönd sínu í rústum. 

 

 


mbl.is Rússar bjóða Evrópu aðstoð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar!!

Þú gleymdir að segja hverjir voru það, sem sóttu þennann "svarta blett" og þénuðu stórt á því. Skömm var/er að því það er rétt hjá þér.

Jóhanna (IP-tala skráð) 15.12.2011 kl. 18:56

2 Smámynd: el-Toro

hverjir sóttu þennan "svarta blett"???????????

el-Toro, 15.12.2011 kl. 21:24

3 identicon

Marshallaðstoðin gaf okkur m.a. Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Það var kaldhæðnislegt að þrátt fyrir "ókeypis" verksmiðju og lágt orkuverð til hennar, ásamt tryggum og vaxandi markaði, þá tókst að halda hér afar háu áburðarverði. Hulunni var ekki svipt af okrinu fyrr en upp úr 1990!!!

Engan vegin vorum við stríðshrjáð, en það er ekki bót að stuðningurinn var að hluta misnotaður  af stjórnvöldum.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.12.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband