Leikur að eldinum.

Ástandið í efnahagsmálum heimsins og máttlítil viðleitni ráðamanna til að stöðva óheillaþróun minnir óþægilega á kvikmyndina "Towering inferno" þar sem eldur hafði komið upp í miðjum skýjakljúf sem blasti við og að vísu hafið slökkvistarf en reynt að halda hinu raunverulega ástandi leyndu eins og unnt var.

Það getur oft tekist ótrúlega lengi en því lengur sem þráast er við að takast á við vandann af raunsæi og djörfung, því verri verður skellurinn þegar engum vörnum verður lengur við komið. 

Kannski verður hægt að damla áfram í nokkra mánuði eða jafnvel nokkur ár undir formerkjum trúarinnar á hinn takmarkalausa hagvöxt, en á endanum mun hið óhjákvæmlega hrun eða niðursveifla ekki verða umflúin.  


mbl.is Staðan í Bretlandi verri en í Frakklandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband