Of seint? Offramboð ?

Ekki er greint frá því hvers vegna tónleikum Kristjáns Jóhannssonar hefur verið aflýst, hvort það hafi verið vegna óvæntra atvika, veikinda eða af öðrum tæknilegum ástæðum,  en hafi það verið vegna ónógrar sölu aðgöngumiða má vel finna eðlilega skýringu á því, sem sé þá, að á aðventu þar sem framboð á slíku hefur slegið öll met. 

Þegar svo er, er hætta á því að þegar nær dregur jólum verði um offramboð að ræða, einkum þegar búið er að vera að selja á aðra tónleika mánuðum saman. 

Strax í september var byrjað að selja miða á tónleika Frostrósa og tónleika Björgvins Halldórssonar og í gangi var mjög vel skipulögð auglýsingaherferð.

Sennilega hefur aldrei verið eins mikið um stóra hljómleika á aðventunni og nú.

Í gangi voru allir fyrirséðu árlegu tónleikarnir, - Bubbi, KK og Ellen, Sigga Beinteins, Helga Möller að ógleymdum öllum reglubundni aðventukvöldum í kirkjunum, - allt vel kynnt og auglýst fyrirfram. 

Síðan kom sumt fram sem alger viðbót við það sem fyrirfram var vitað, svo sem tónleikar þeirra Jógvans og Friðriks Ómars til styrktar Færeyingum, sem fengu góða aðsókn, enda mjög vel að þeim staðið og ekki síður það að launa Færeyingum stuðning þeirra við okkur í Hruninu á myndarlegan hátt. 

Mér skilst að tilkoma Hörpunnar með sína stóru sali hafi litlu breytt fyrir tónleikasali eins og Háskólabíó þannig að aðsóknin í heild virðist vaxa í kreppunni, kirkjur og samkomuhús fullsetin dag eftir dag og helgi eftir helgi. 

Ein einhvers staðar hljóta mörkin þó að liggja hvað varðar framboð og eftirspurn og erfitt að koma nýr inn og það heldur seint. 

En allt um það þarf mikið til að bæta ofan á það sívaxandi framboð á tónleikum sem er á aðventunni.

Þótt Elena Mosuc sé afburða söngkona sem hefði heillað alla upp úr skónum í Hallgrímskirkju, er nafn hennar lítt þekkt meðal almennings hér en allir eru búnir að vita frá því snemma í haust hvaða þekktir innlendir og erlendir flytjendur yrðu í boði hjá Frostrósum og á Jólatónleikum Björgvins.

Vonandi lætur Kristján Jóhannsson ekki þetta eina atvik hafa letjandi áhrif á það góða starf sem hann er að vinna hér á landi í þágu íslensks menningarlífs.  

Það væri ekki anda Konnaranna. 

 


mbl.is Tónleikum Kristjáns Jóhannssonar aflýst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kristján hafði - hafði - góða rödd og sýndi mikinn kjark og dugnað. Hann vantaði hinsvegar auðmýkt, yfirlætisleysi, nokkuð sem einkennir Kristin Sigmundsson.

Kristján var ögn "'útrásarsöngvari". Ég er bestur, ég er "stórastur".

Hvað sagði Ólafur Ragnar, "we are different". En málið er, við erum ekkert "different", en getum verið frábær, eins og Kristinn Sigmundsson og Björk Guðmundsdóttir sanna á svo sannfærandi hátt.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 17.12.2011 kl. 21:30

2 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ef það væru einhverjir tónleikar yfir aðventuna sem ég hefði hugsað mér að fara á væri það einna helst með Kristjáni Jóhannssyni. Það truflar mig ekkert að ráði í fari söngvara, þó þeir hafi stórt "egó." Þó það sé auðvitað betra ef þeir búa yfir auðmýkt.

Theódór Norðkvist, 18.12.2011 kl. 10:19

3 identicon

Kristján er flottur söngvari með fína rödd og hefur helling enþá til að gefa.Stundum er aflýst aldrei skemtilegt en athugsemdin sem ma lesa hér hann hefi verið útrásarsöngvri hvað er Kristin Sigmunds annað en slíkur þeir báðir haf sungið á stæðstu sviðum erlendis og báðir bigja ferili sinn á að singja erlendis.

bubbi (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 13:54

4 identicon

Held ég seti bara disk með Pavarotti í spilarann, lengra verður ekki komist.....þarf þá ekki að láta snobbarana trufla ....

hlustandi (IP-tala skráð) 18.12.2011 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband