23.12.2011 | 23:11
Mótsagnirnar í "sæluríkinu".
Snjómokstur með handafli var enn stundaður í Helsinki höfuðborg Finnlands þegar ég var þar rétt fyrir jól 1966 og var það drjúgt verk, því að þar snjóaði mikið meðan við Haukur Heiðar Ingólfsson vorum þar vegna upptöku við norrænan áramótaþátt.
En síðan eru liðin 45 ár og véltæknin löngu tekin við í þessu starfi.
En í Norður-Kóreu eru æpandi mótsagnir góðs vegakerfis án bílaflota í samræmi við það, og beinar og breiðar malbikaðar brautir mokaðir með höndunum.
Það minnir mig á mótsögn sem upplýstist í ökuferð minni með norrænum bílablaðamönnum frá Ivalo í Finnlandi um Kolaskaga til Murmansk á nýrri gerð Volvobíla.
Rússarnir upplýstu okkur að sjálfsögðu um ýmislegt varðandi bíla og umferð í Sovétríkjunum, meðal annars það að þar væri ökukennsla og fræðsla um bíla námsgrein í lok skyldunámsins og kostaði nemendurna ekki krónu.
Okkur fannst þetta náttúrulega mjög flott hjá þeim þótt það væri í æpandi mótsögn við bílaeign og vegakerfi þessa víðáttumesta lands heims.
Vegirnir voru þá og eru enn lélegir, og árið 1977 var bílaeign á hvern mann aðeins einn tíundi af því sem var þá á Íslandi og þeir fáu sem höfðu efni á því að eiga bíl þurftu að bíða árum saman að eignast slíkan.
Snjómokstur í N-Kóreu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þetta er það sem allt stefnir í ef Jóhanna og Steingrímur fá að vera við stjórnvölinn öllu sengur.
Hörður Einarsson, 24.12.2011 kl. 00:35
Þetta er rétt hjá Herði Einarssyni
Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2011 kl. 00:45
Það er markvist verið að minnka bílaeign.
Gatnakerfið er orðið svo dýrt.
Svo endalaust margir bílar.
Skiptir engu þótt þetta sé mesta einstaklingsfrelsi sem mögulegt er, þ.e að eiga möguleika á að freðast um á sínum bíl.
Jú og þetta er algjörlega á móti vilja kjósenda. En auðvita skiptir það engu máli og hefur aldrei gert.
Teitur Haraldsson, 24.12.2011 kl. 01:41
Gatnakerfið er ekki dýrt það malar gull fyrir ríkissjóð. Hefurðu ekki séð eldsneytisverðið nýlega?
Geir Jónsson (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 02:38
Það var ekki af umhyggju fyrir nemendum sem Sovétið kenndi þeim á bíl, enda litlar líkur til þess að þeir eignuðust slíkt tæki í bráð.
En þar sem drengirnar máttu eiga von á því að verða kallaðir í herinn fljótlega eftir skyldunámið, var ágætt að þeir kynnu eitthvað á vélknúin farartæki. Stúlkurnar fóru svo í uppskeruvinnu um sumarið og þá gat kunnáttan sömuleiðis stundum komið að notum.
G. Tómas Gunnarsson, 24.12.2011 kl. 03:02
Með sama áframhaldi verður það forréttindi að eiga bíl á Íslandi!
Sigurður Haraldsson, 24.12.2011 kl. 09:15
Það mátti nú kannski vera minni bílafloti á '2007 trippinu.
Sjálfur á ég ekki bíl, en konan 2 (annar er á plötum á sumrin en hinn ágætur), en hvorugt okkar hefur átt yngri bíl en svona 8 - 10 ára.
Jón Logi (IP-tala skráð) 24.12.2011 kl. 11:26
Þetta snýst ekki að mínum dómi um það hvort þurfi að gera herferð á móti einkabílaeign heldur um það hvers konar einkabílar eru notaðir. Yfirleitt þarf ekki 1500 kíló af stáli til þess að flytja að meðaltali 100 kíló af mannakjöti.
Í stað þess að einblína á það að fækka einkabílum sem er neikvæður gjörningur á að nota þann jákvæða gjörning að efla almenningssamgöngur og að þeim verði umbunað sem nýta skynsamleg einkafarartæki.
Ómar Ragnarsson, 24.12.2011 kl. 21:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.