"Ó, svo blítt og grimmt, bjart og dimmt!"

Nú fljúga hlýjar jólakveðjur okkar Helgu til vina og vandamanna út í grimma hríðarbylji þessa aðfangadags, og með þeim fylgja nokkrar vetrarmyndir. img_1136.jpg

Þær gefa stemninguna, sem lýst er í ljóðlínunum hér fyrir ofan, sem eru úr ljóðinu "Við eigum land" og ég mun bæta við neðst í þennan jólapistil síðar í dag, því að pistilinn skrifa ég smám saman eftir hendinni í stíl við  

Myndirnar og textinn koma svona smám saman í samhlómi við heiti dagsins í dag, aðfangadags. 

img_1101_1127622.jpg

Efsta myndin var tekin i haust. 

Þá hafði ég beðið færis áratugum saman til þess að ná þessu sjónarhorni á fjalladrottninguna Herðbreið, þjóðarfjallið, umvafið af öðrum snæviþöktum fjöllum eftir fyrsta snjó haustsins: Kollóttadyngja í forgrunni, Snæfell í bakgrunni. 

Kollóttadyngja "teiknar sig" ekki eins og sagt er á tæknimáli nema snjór hafi fallið niður að rótunum dyngjunnar sem er auð og svört. img_0261.jpg

Eldfjallasvæðið norðan Vatnajökuls er það stærsta, fjölbreyttasta og magnaðasta sem vitað er um á jörðinni og til dæmis makalaust úrval af dyngjum (shields), líklegast í kringum tugur. 

 

Næsta mynd fyrir neðan er líka með Herðubreið sem helsta djásn, en nú í harðri samkeppni við Öskju, sem er í forgrunni. 

Þessar myndir voru teknar í flugi á TF-REX, sem er í eigu Jóns Karls Snorrasonar og bjargaði alveg haustinu fyrir mig þegar bærði TF-FRÚ og TF-TAl höfðu misst lofthæfisskíreini sín vegna ársskoðana.  

Vél Jóns Karls er frönsk, gömul tveggja sæta smávél af minnstu gerð, gerð úr krossviði og dúk, og eru þessar vélar stundum kallaðir "fljúgandi vindlakassar".  img_0104.jpg

Næsta mynd er tekin af ketilsiginu sem var í Kötlu í fyrrasumar, og er myndin tekin áður en snjór féll yfir öskuna, sem kom úr gosinu í Grímsvötnum og gefur því góða mynd af endalausum átökum elds, ösku og íss, - já, ó, "...með brunagadd og yl..." eins og segir í ljóðinu sem kemur hér fyrir neðan í lok þessa párs. 

Kannski mætti segja um vatnið bláa í botni ketilssigsins að það sé í opi, sem nær niður til heljar, en vatnið myndast við bráðnunina á ísnum fyrir ofan heita kvikuna, sem jarðfræðingar sumir hafa giskað á að hafi komið upp þegar Múlakvísl hljóp í sumar.  

Læt svo nærmynd af þjóðarfjallinu, fjalladrottningunni Herðubreið enda þennan jólakveðju pistil ásamt 

ljóðinu "Við eigum land" sem var samið 1995 áður en ég áttaði mig á því að við eigum í raun ekki landið heldur erum vörslufólk þess fyrir allt mannkynið, höfum það að láni frá afkomendum okkar. 

 

VIÐ EIGUM LAND.     (Með sínu lagi:)

 

Við eigum land á hjara veraldar, 

þetta undraland, sem okkur gefið var, 

bæði bjart og dimmt, 

með brunagadd og yl, 

ó, svo blítt og grimmt, 

bjart og dimmt!

 

Í djúpri þögn Drottni þig færa nær

óræð dularmögn, fegurðin kristaltær. 

Úti´í auðninni 

öðlast þú algleymi 

sem einn í alheimi, alheimi, 

aleinn í alheimi!

 

Stomar næða! Strókar drynja!

Foldir skjálfa! Fjöllin stynja! 

Brimið öskrar! Bylgjur soga! 

Ísinn gnestur! Eldur logar skær! 

Svo kemur þögn, 

himinninn tær, 

húmkyrrðin vær,

blíður blær. 

 

Við erum þjóð á hjara veraldar. 

Eigum dýran arf sem okkur gefinn var, 

eigum íslenskt mál 

og ögurstundum á

eigum við eina sál, eina sál, 

þá eigum við eina sál. 

 

Skriður belja! Skúrir fossa! 

Lendur drukkna! Leiftur blossa! 

Hríðin öskar! Haglið lemur! 

Hengjur falla! Hjörtun kremur fár. 

Svo kemur logn, 

himinninn blár, 

blær strýkur brár, 

votar brár. 

 

Við eigum land á hjara veraldar, 

þetta undraland, sem okkur gefið var, 

eigum unaðsmál

og stórum stundum á

eigum við eina sál, eina sál, 

þá eigum við eina sál, 

eigum unaðsmál 

og stórum stundum á

eigum við eina sál, eina sál, 

þá eigum við eina sál! 

Við eigum land !

 


mbl.is Snarvitlaust veður í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Gleðileg jól!

Árni Gunnarsson, 24.12.2011 kl. 15:43

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Gleðileg jól, Ómar. Kveðja til Ninnu og Óskars í leiðinni

Gunnar Th. Gunnarsson, 24.12.2011 kl. 17:04

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Gleðileg jól, sömuleiðis, Gunnar og þökk fyrir tryggðina í gegnum árin.

Ómar Ragnarsson, 24.12.2011 kl. 21:56

4 identicon

Gleðileg Jól allir hér.

Og Ómar, - ætli REX verði ekki til í tuskið svona í Apríl. Frábærar myndir hjá þér úr flygildinu!

Jón Logi (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 12:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband