Dýrmæt og dásamleg menningarhefð.

Nú, þegar jólahátíðin er gengin í garð, er það ánægjulegt íhugunarefni hvernig íslensk þjóð hefur spilað úr því að lífga upp á þann tíma ársins þegar myrkur og kuldi ríkja hér á landi og veður eru verst og vályndust.

Mestu skiptir hátíðleiki og friður jóladaganna með boðskap kristilegs kærleika en einnig er athyglisvert hvernig þær sjö vikur, sem líða frá upphafi aðventu fram á þrettándann, eru nýttarhér á landi til að kveikja birtu og yl ytra og innra og huga að andlegum verðmætum. 

Tæpan mánuð af þessum tíma er dögunum raðað niður á jólasveinana þrettán, fyrst þrettán dagar sem þeir eru að tínast til byggða og síðan aðrir þrettán dagar sem þeir eru að tínast til fjalla á ný. 

Inn í þetta koma áramótin með almennustu flugeldasýningu veraldar, álfum, tröllum, álfabrennum og jólatrésskemmtunum í bak og fyrir.

Þótt þessar skemmtanir sé ekki eins margar og stórar og áður var hefur dagskrá fjölmiðlanna gert miklu meira en að bæta það upp. 

Það er athyglisvert að enda þótt mér teljist til að um fjórar milljónir manna eigi heima í byggðum Norður-Evrópu sem liggja jafn norðarlega eða norðar en Ísland, hefur hvergi myndast eins fjölbreytt og gjöful menningarhefð um fagnaðarerindi og gleðigjafa vetrarhátíðanna og hér á landi.

Auk Jesúbarnsins og sögunnar hugljúfu af því og boðskap jólanna, hefur myndast fjölskrúðug flóra sagnanna um jólasveinana, Grýlu, Leppalúða, álfana og tröllin sem er óendanlegur brunnur fyrir listamenn, -skáld, myndlistarmenn og tónlistarmenn, tónskáld, textahöfunda, kórana alla og hljómsveitir á borð við Baggalút.

Gleðilega jólahátíð! 

 


mbl.is Kertasníkir í Þjóðminjasafninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Gleðileg jól, Ómar minn!

Þorsteinn Briem, 25.12.2011 kl. 15:00

2 identicon

Gleðileg jól og farsælt komandi ár. Megi gæfa og gengi fylgja öllum Íslendingum, nær og fær, á nýju ári.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 15:18

3 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Þetta er allt satt og rétt hjá þér Ómar.Með inngöngu í ESB mun þetta breytast eins og annað, því miður.Vonandi sér guð til þess að svo verði ekki.

Sigurgeir Jónsson, 25.12.2011 kl. 21:52

4 identicon

Þú veist að jólin og áramót eiga ekkert sameiginlegt nema viku. Þú veist það er það ekki...;-)

Mátti til með að koma með þetta.

Hvað er vetrarhátíð. "vetrarhátðir" sunnar á hnettinum eru á engan hátt eitthvað minni en hérna.

Mætti minnka þjóðarrembinginn og auka eitthvað annað.

Kertasníkir (IP-tala skráð) 25.12.2011 kl. 22:02

5 Smámynd: Sævar Helgason

Það er merkilegt með þessa jólasveina. Þetta tvennt hefur lifað með þjóðinni alveg frá kristnitöku. Jólabarnið er innflutt og hvítskeggjaði jólasveinninn en hinir íslenzku ásamt henni Grýlu og tröllunum búa í hinni íslenzku náttúru.  Hinn kristni og hinn heiðni siður birtast okkur um vetrarsólhvörf . Við erum beggja blands enn í dag....

Sævar Helgason, 25.12.2011 kl. 22:07

6 Smámynd: Sigurður Alfreð Herlufsen

Gleðilega hátíð og megi gæfa og gengi fylgja öllum jarðarbúum.

Sigurður Alfreð Herlufsen, 26.12.2011 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband