Ekki rutt fyrir 700 manns.

Það þætti lélegt úti á landi ef 700 manna byggð úti á landi fengi engan snjómokstur. En þetta er tilfellið við norðanverða Háaleitisbraut milli Fellsmúla og Ármúla.

Íbúarnir þurfa að komast heim til sín um tvær þvergötur sem aldrei eru ruddar. Þær liggja þannig að þegar skafrenningur er, skefur oftast þvert yfir þær.

Ekki þyrfti að ryðja oft snjó þarna, heldur miklu sjaldnar en til dæmis er gert á Háaleitisbrautinni sjálfri. IMG_2308

Í blogginu á undan þessu kemur fram að enda þótt jeppinn minn hafi stalið einn og yfirgefinn á fáránlegum stað við Norðurslóð, rúinn að stórum dekkjum og stigbrettum og númerslaus, virtist viðkomandi snjóruðningsmaður ekki sá neitt athugavert við það heldur ruddi þannig að bílnum að ég varð að moka hann út.

Viðurkenna verður þó að starf ruðningsmannanna er erfitt, einkum þar sem bílar hafa verið skildir eftir á slæmum stöðum.

En algert ruðningsleysi í fjölmennum hverfum borgarinnar er bagalegt.

Það er enginn að fara fram á stanslausa umferð ruðningstækja um þessar götur, aðeins að þær séu ekki látnar gersamlega afskiptalausar.  Þó ekki væri nema einn ruðningur í viku í tíð eins og þessari.

 

P. S.  Nokkrum klukkustundum síðar.

Nú sé ég þegar ég fer héðan niður á Háaleitisbrautina að eitthvað hefur verð reynt að ryðja lhingað inn í íbúðahverfi, eins og sá sem það gerði hafi horft yfir öxlina á mér þegar ég sló inn þennan pistil.

Að vísu er þetta gert alltof seint vegna þess að undirstaðan er öll í frosnum skorningum af því ekki var rutt strax þegar gatan fylltist af snjó í fyrstu hríðunum.


mbl.is „Það er illa rutt“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ómar.  Á ekki náttúran sjálf að sjá um þennan snjó. Þessi snjór er hvergi annarstaðar til en þarna. Hann hlýtur því að vera á heimsvísu. Þú hlýtur að vita hverning á að meðhöndla slík fyrirbæri.  

gissur jóhannesson (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 15:51

2 identicon

Ég bý nú úti á landi og hér er það nú bara eðlilegt ástand að fá engan snjómokstur. Það er algerlega óþolandi ástand svo ég skil vel pirring íbúa höfuðborgarsvæðisins sem þvælast hver fyrir öðrum í snjónum.

Jenny (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 17:27

3 identicon

ég bý nú í 800 manna bæjarfélagi út á landi og hér er sáralítið rutt og það sem er rutt er rutt svo illa að þeir gætu alveg eins sleppt því. Ein af aðalgötunum hér í þorpi er það slæm núna að það eru 20-30 cm djúp dekkjarför sem orsaka tilheyrandi torfærur og mætti jafnvel telja að hún væri rétt svo jeppafær þannig að þetta er ekkert einsdæmi þarna í rvk.

sigurbjörg (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband