Sannur grátur miðað við forsendur ?

Svo lokað land er Norður-Kórea að blessað fólkið veit ekki annað en að Kim Jong-Il hafi verið guðavera sem steig niður á jörðina og var ómissandi fyrir lífið í landinu og þjóðina.

Þegar öll vitneskja heillar milljónaþjóðar er á þeim nótum sem Norður-Kóreumenn fá að kynnast og er á svipuðu plani og hjá særingamönnum og harðstjórum langt aftur í forneskju þjóðflokka frumskóganna er ekki að undra að múgurinn, sem stendur meðfram götunum sem líkfylgdin fer um, hágráti tímunum saman.

Blessað fólkið veit ekki annað en að Kim Jong-Il hafi verið lagmikilvægasta persónan í lífi hvers og eins.

Séu einhverjir innan um sem hugsanlega efast valda múgsefjunin og kúgunin því að það er ekki hægt að komast hjá því að gráta með, þótt kannski liggi eitthvað annað að baki en hjá kjarna grátkórsins.


mbl.is Fagna dauða Kims Jong-Ils
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Norður Kórea er stærsta og víðamesta dæmi Stokkhólms-heilkennis fyrr og siðar.

Stebbi (IP-tala skráð) 28.12.2011 kl. 22:29

2 identicon

Reyndar er það mjög algengt að fólk er ósátt með stjórnina í landinu. Það getur bara ekkert talað um það ánþess að lenda í veseni.

Viðtöl við flóttamenn búsetta í Suður Kóreu sýna að það eru margir (jafnvel flestir, sumstaðar í landinu) búnir að fá nóg, en það er lítill baráttuvilji.

Jón Jónsson (IP-tala skráð) 9.1.2012 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband