Bogart, Grant og Ford alltaf jafngamlir.

Það getur verið að Brad Pitt eldist hratt en það er eins og sumir leikarar og þekktar persónur standi bara í stað hvað aldur snertir.

Svo litið sé til fortíðar voru þeir Humphrey Bogart, Cary Grant og Burt Lancaster alltaf jafnmiklir töffarar allt fram um sextugt.

Á sínum tíma fannst mér hins vegar annað gilda um Clark Gable, sem var orðinn ansi lúinn og farinn að láta á sjá þegar hann var kominn yfir fimmtugt, þótt hann væri kallaður "konungur Holllywood".

Enda gekk hann fram af sér í síðustu kvikmynd sinni, "The misfits" þar sem hann lék á móti Marilyn Monroe og fannst hann greinilega þurfa að sanna sig gagnvart svo stórkostlegri kynbombu með þeim afleiðingum að látast um aldur fram.

Svo vikið sé að okkar tímum, sýnist mér Harrison Ford ekki vitund eldri en hann var fyrir tugum ára og skapi sömu hughrif á hvíta tjaldinu og ævinlega, þótt hann verði sjötugur á árinu, sem er að ganga í garð.

 


mbl.is Brad Pitt eldist hratt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Brad Pitt var krútt,typa sem eldast hratt,þekki urmul af þeim hér heima,kunningja barna minna úr boltanum. En flestir "strákar",nefna Soffíu Loren,sem haldi sjarmanum. Einn af vinnufélögum sonar míns í Orkuveitunni,hélt jafnan upp á afmæli hennar 25.sept.Splæsti þá rjóma-vöfflum á deild sína. Harrison Ford, eldist bara ekki,en ekkert heyrist af upp á haldi mínu,Cornel Wilde,sem lék pólska tónsnillinginn Chopen.

Helga Kristjánsdóttir, 29.12.2011 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband