15 sentimeta snjóþekja hefur bæst við.

Snjókoman í nótt hefur verið talsvertl meiri en spáð var.  P1014220

Þegar úrkomutölur í Reykjavík eru lagðar saman koma út um 15 millimetra úrkoma samtals síðan í gær, en þumalfingursregla er að hver millimetri af úrkomu í form vatns samsvari um einum sentimetra af snjó.

15 sentimetra meðalþykkt snjólag þýðir meira en tvöfalda snjódýpt að meðaltali ef því er bætt við snjóinn sem fyrir var, eða 30 sm plús.  

Meðalhæð undir botn óhlaðinna meðalbíla er um 14 sentimetrar þannig að þetta þýðir erfiða færð fyrir meirihluta bílaflotans.

Margir svokallaðra jepplinga er lítið hærri en þetta og rauna jafn lágir ef þeir eru hlaðnir þannig að vafalaust ofmeta margir getu þeirra bíla.

Ég man ekki eftir neinum desember síðustu rúmu 60 ár þar sem hvít jörð hefur verið í Reykjavík í 29 daga af 31.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir í sínu bloggi að þegar síðast var meir snjór en nú, 1984, hafi verið tími "Subaru og Lada sport jálkanna." P1014219

Ég lifi reyndar í þessum tíma að því leyti að nú get ég gripið í 31 árs gamlan Subaru eða Lada sport, auk 26 árs gamals Suzuki Fox, sem er minnsti jöklajeppi landsins.

Mér finnst þetta bara ágætt meðan frostið er ekki meira en það hefur verið síðustu vikuna.

Úr því það er vetur hvort eð er, mega "jólin vera hvít fyrir mér" svo að tekið sé orðfæri úr vinsælum jólatexta.

 

P. S.  Nú sé ég af bloggsíðu Einars Sveinbjörnssonar að snjódýptin í Reykjavík sé 33 sm að meðaltali. Það er nokkuð nálægt því sem ég giskaði á áðan: 30 plús sm.


mbl.is Þungfært vegna fannfergis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

31 árs gamlann subaru? hvaða bíll er það? :)

Sindri Már (IP-tala skráð) 31.12.2011 kl. 05:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband