Endar hún með vísu K.N. ?

Sinead O'Connor er enn ekki það gömul að það geti verið tímabært að huga að því hvernig það sé að vera ofan í líkkistu.  Efast reyndar um að hún geti ímyndað sér það.

Til er þó dæmi um það að "lík" hafi vaknað í líkkistu, og margir eru "dauð"hræddir við að verða kviksettir.

En ef O´Connor heldur áfram á svipuðum nótum til efri ára er hugsanlegt að hún geti á endasprettinum tekið undir með K.N. sem orti:

 

Bráðum kveð ég fólk og Frón

og fer í mína kistu

rétt að segja sama flón

sem ég var í fyrstu.


mbl.is Leið eins og í líkkistu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessa vísu finn ég ekki í Vísnabók Káins, útgáfan sem Tómas Guðmundsson sá um.

Er líklega ekki eftir Káinn, of ílla gerð.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:35

2 identicon

Gísli Jónsson, fyrrum menntaskólakennari og umsjónarmaður þáttarins Íslenskt mál, segir vísuna eftir Matthías Jochumsson, sbr. http://mbl.is/greinasafn/grein/389749/

Magnús Már (IP-tala skráð) 30.12.2011 kl. 12:49

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þökk fyrir þetta. Hafa skal það er sannara reynist. Kannski ruglaði ég þessu saman vegna þess að hugsunarhátturinn er svolítið meir í stíl K. N. en Matthíasar.

Ómar Ragnarsson, 30.12.2011 kl. 21:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband