Öflugar, ungar konur, loksins !

Mér finnst gott til þess að vita að aukin háskólamenntun kvenna sé að skila sér út í stjórn þjóðfélagsins. 

Á tímabili virtist sem þessi aukna menntun skilaði sér ekki að ráði út í þjóðlífið og að menntun allra þessara kvenna nýttist ekki sem skyldi.

Biðin eftir fullkomnu jafnrétti og samvinnu kynjanna í gegnum allt þjóðfélagið hefur verið löng en vonandi er að loksins sé nú að verða breyting á því.

Kannski hefur Hrunið áttt þátt í þessu, því að í einhverri mestu herferð fjárglæfra sem sagan kann frá að geina voru valda- og fégráðugir ungir og miðaldra menn í framvarðasveitinni og voru stráfelldir á sumum stöðum vígstöðvanna í þessari peningastyrjöld eða flúðu úr landi. 

Á undanförnum misserum hef ég tekið eftir því að ungar og öflugar konur eru að hasla sér völl í stjórnmálum, skeleggar og frambærilegar.

Ég nefni sem dæmi bæjarstjórana í Hveragerðisbæ og í Vogum, sem mér fannst standa sig vel á fundum þar sem þær hafa tekið til máls.

Ég hlakka til að sjá fleiri slíkar stíga fram.


mbl.is Fleiri konur ráðherrar en karlar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband