Var veðrið of gott ?

Í bloggi á undan þessu voru raktar áhyggjur sem menn höfðu af þvi að ófærð og slæmt veður myndu skemma fyrir þeirri ferðaþjónustu sem byggist á komu útlendinga hingað til að fylgjast með flugeldaskotum og brennum.

Áhyggur af vondu veðri um sjálf áramótin,með roki og ofankomu reyndust ástæðulausar en hitt tók ég ekki með í reikninginn að of gott veður gæti spillt þeirri einstöku upplifun að vera á góðum útsýnisstað og njóta útsýnis yfir höfuðborgarsvæðið sem eitt eldhaf flugelda.

Logn er of gott veður fyrir slíkt, því að á ökuferð í gegnum borgina um miðnættið var skyggni víða ekki nema innan við kílómetri og þess vegna sást ekki nema lítill hluti allrar dýrðarinnar.

Ef það hefði verið hlýlegur sunnankaldi hefði hann hreinsað borgina af reyknum af flugeldunum.

Við Íslendingar vitum hvernig hin mikla flugeldasýning almennings lítur út en útlendingarnir, sem voru hér misstu af því.

Að öðru leyti voru þeir heppnir.  Allt á kafi í rómantískum snjó í blíðviðri, miðað við hinn venjulega hryssing þessa árstíma.


mbl.is Gleðilegt nýtt ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta var nú meiri mökkurinn maður, það duttu nokkrar stöðvar út af gervihnattarsjónvarpinu hjá mér, í svona klukkutíma :)

DoctorE (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 11:11

2 Smámynd: K.H.S.

Vonandi hættir fólk þessu rápi og glápi. Ekkert er meira mengandi á jarðríki en óþarfa flakk.

K.H.S., 1.1.2012 kl. 12:54

3 identicon

Vonandi voru tekin sýni af þessu mengaða eiturskýi og eitthvað gert til að stemma stifu við þessum óþverra.

Sigurður Sunnanvindur (IP-tala skráð) 1.1.2012 kl. 18:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband