"Plús": Tafarlaus kjaraskerðing. Mínus: Tvöföldun skulda.

Mikið er rætt um "íslensku leiðina" út úr Hruninu og í hverju hún hafi falist, hverjir voru kostir hennar og gallar og hvað vannst.  

Gengislækkun krónunnar og síðar hrun hennar olli því að kjaraskerðingin kom strax fram.  Það var visst hagræði fólgið í því, því að ella hefðu stjórnvöld orðið að grípa til stórkostlegustu kauplækkunar sögunnar, miklu meiri kauplækkunar en hefði verið hægt að framkvæma nema allt yrði bókstafllega vitlaust.

En fall krónunnar olli því líka að skuldirnar tvöfölduðust og það er aðalvandinn sem við er að glíma nú.

Um áratuga skeið hefur því verið bölvað hvernig íslensk stjórnvöld notuðu gengisfellingu krónunnar til að "bjarga sjávarútveginum" með því að auka útflutningstekjur hans í íslenskum krónum en skerða jafnframt kaupmátt almennings.

Nú brá svo við að margir töldu stórkostlegustu gengisfellingu lýðveldissögunnar ekki bölvun heldur blessun.  

Stærsti kosturinn við íslensku leiðina, sem fólst í neyðarlögunum og því að bankarnir urðu gjaldþrota, var sú að útlendingar, sem áttu inni hjá íslensku bönkunum, urðu að taka á sig 7000 milljarða skell sem ekki lenti á okkur sjálfum.

Þó er ekki útséð um lok Icesave-málsins og verður að sjá hvað setur í því efni.

Talað er um að "Íslendingar hefðu látið bankana falla". Það er undarlegt orðalag. Bankarnir stefndu rakleitt í þrot þegar veturinn 2006-2007 og á seinni hluta ársins 2008 var útilokað að koma í veg fyrir fall þeirra, svona álíka vonlaust og að stöðva hlaup vegna Kötlugoss.


mbl.is Íslenska leiðin var best
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mestu efnahagsmisstök sem gerð hafa verið á Íslandi, eru þau að vísitalan hafi ekki verið tekin úr sambandi, allavega tímabundið strax eftir Hrun, ef það hefði verið gert, væri allt komið á fulla ferð í þjóðfélaginu, og 6000 Íslendingar væru ekki flúnir úr landi.

Og hverjir skildu það nú hafa verið sem komu í veg fyrir að víxitalan var ekki tekin úr sambandi.

Jón Sig. (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 09:48

2 identicon

Annar plús:

Tvöföldun útflutningstekna.

Í rauninni var fall krónunnar ekkert annað en leiðrétting á henni, enda var hún útblásin yfir bar, og var að drepa útflutningsiðnað, á meðan innflutningur á alls lags góssi upplifði gósentíð.

Seðlabankinn kynti svo undir með endalausum stýrivaxtahækkunum (lesist vaxtahækkanir) sem sköpuðu jarðveginn til að bjóða morðvexti til að lána til Íslands.

En....krónugreyið líklega reddaði okkur. Nú erum við með jákvæð vöruskipti, sem ættu að vera forsenda fyrir eðlilegri hækkun krónunnar, svona hægt og rólega. Vonandi hafa menn lært á þessu.

Það var fjandi góð grein um þetta í mogganum um daginn, nánar tiltekið 27. des. bls 20 eftir Sigurð Oddson. Sú tengist reyndar hringiðu verðtryggingar, vaxta og verðbólgu, en fyrir slíku er enginn gjaldmiðill bólusettur.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 12:26

3 identicon

Gleymdu ekki aðalástæðu hrunsins, landbúnaðinum!!!!!!!!!!!!!  Allavega skv. Þorvaldi Gylfa sem þóttist hafa varað við rangri efnahagsstefnu í aðdraganda hrunsins.Nefndi þá raunar flest annað en landbúnað og sjávarútveg. Nú virðist hann telja landbúnaðinn og sjávarútveginn orsök þess að hrunið lendir verr á Íslendingum en öðrum.  Þessum hagfræðiprófessorum er einkar lagið að snúa hlutunum á hvolf.  

   Ég held að það sé ekki alveg rétt sem menn héldu fram, að gengisfellingar hér áður fyrr hafi verið til að lagfæra stöðu sjávarútvegs á kostnað almennings.  Það má eins segja að ístöðulitlir stjórnmálamenn fortíðar hafi splæst ótæpilega á liðið með prentun peningaseðla sem óhjákvæmilega leiddi af sér reglulegar leiðréttingar. 

Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 18:33

4 Smámynd: Þorsteinn Briem

Við Íslendingar lifum sem betur fer á fleiru en útflutningi sjávarafurða, sem eru þar í þriðja sæti.

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum.

Útflutningur á sjávarafurðum var hér 28,15% af útflutningi vöru og þjónustu árið 2009 en 55,59% árið 1994, samkvæmt Landssambandi íslenskra útvegsmanna (LÍÚ):

Hlutfall sjávarafurða af útflutningi 1994 - 2009


Verð á íslenskum sjávarafurðum hefur verið hátt erlendis undanfarin ár og verður það áfram vegna mikillar eftirspurnar.

Íslenskur sjávarútvegur hefur því enga þörf fyrir gengisfellingu íslensku krónunnar, sem hækkar hér verð á aðföngum, til að mynda skipum, varahlutum, olíu, veiðarfærum og kosti.

Og sömu sögu er að segja af öðrum útflutningsgreinum hér, til að mynda iðnaði og ferðaþjónustu, þar sem lækkun á gengi íslensku krónunnar þýðir til dæmis verðhækkun á bifreiðum, tækjum, varahlutum, olíu og bensíni.

Og í landbúnaði hækkar gengisfelling íslensku krónunnar verð á til að mynda dráttarvélum, olíu, varahlutum, tilbúnum áburði og kjarnfóðri.

Þar af leiðandi hækkar hér verð á sjávarafurðum, iðnaðar- og landbúnaðarvörum, svo og innfluttum byggingavörum, verðbólgan eykst því og öll verðtryggð lán hækka.

Sjómenn jafnt sem forstjórar þurfa þar af leiðandi að greiða hér hærra verð en áður fyrir til dæmis matvörur, bifreiðar, bensín, varahluti og íbúðarhúsnæði.

Allir launamenn krefjast því launahækkunar til að vega upp á móti gengisfellingunni.

Og að sjálfsögðu eru Hádegismórarnir og aðrir "Sannir Íslendingar" hrifnir af því.

Þeim finnst gott að pissa í skóinn sinn.

Það er hlýtt og notalegt.

Þorsteinn Briem, 3.1.2012 kl. 19:45

5 identicon

Passaðu þig Steini Briem.

Þú segir:

Í fyrsta sæti er útflutningur á þjónustu og í öðru sæti útflutningur á iðnaðarvörum."

 Og nú skal leiðrétt. Hinn svokallaði útflutningur á iðnaðarvörum og þjónustu er að stórum hluta "exchange" sem er ekki útflutningur Íslendinga, heldur annarra. Iðnaðarvörur eru t.a.m. ál, en Íslendingar selja ekkert ál til útlanda, bara orku til bræðslunnar. Hins vegar er bæði útflutningurinn á álinu skráð hjá hagstofunni, svo og innflutningurinn á boxíti.

Útflutningur á þjónustu er eitthvað sem betur væri vert að grúska í, en þar mun ferðaþjónustan eiga stóran hlut, og er sú að mestu í eigu Íslendinga.

Sjávarútvegurinn er burðarásinn, og var það. Ekki linaðist það við leiðréttingu krónunnar.

Um tíma héldu margir "hagfróðir" því fram að þjóðin lifði á viðskiptum og hefði sem mestan hag af innflutningi, og þungar byrðar væru á landann lagðar vegna sjávarútvegs og landbúnaðar. Ég hélt nú að menn hefðu lært eitthvað síðan.

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 22:16

6 Smámynd: Þorsteinn Briem

Útflutningur héðan frá Íslandi á vörum og þjónustu árið 2009:

1. sæti:
Þjónusta 287 milljarðar króna (þar af samgöngur, flutningar og ferðaþjónusta 197 milljarðar króna),

2. sæti: Iðnaðarvörur
244 milljarðar króna (þar af ál 171 milljarður króna og kísiljárn 17 milljarðar króna),

3. sæti: Sjávarafurðir
209 milljarðar króna,

4. sæti: Landbúnaðarvörur
8 milljarðar króna.

Útflutningsverðmæti samgangna, flutninga og ferðaþjónustu var því níu milljörðum króna meira árið 2009 en útflutningsverðmæti áls og kísiljárns.

Utanríkisverslun, þjónustuviðskipti við útlönd árið 2009


Utanríkisverslun með vörur árið 2009

Þorsteinn Briem, 3.1.2012 kl. 22:38

7 Smámynd: Þorsteinn Briem

Íslenska ríkið hefur sem betur fer meiri tekjur af álframleiðslu en eingöngu raforkusölunni til álveranna hér, til að mynda skatttekjur.

Mikill kostnaður fylgir allri atvinnustarfsemi, sjávarútvegi, iðnaði, ferðaþjónustu, landbúnaði sem raforkuframleiðslu, og hér eru flest aðföng erlend.

Í sjávarútvegi þarf til að mynda að kaupa skip, olíu, veiðarfæri og kost, greiða laun og vexti af lánum.

Við drögum kostnaðinn að sjálfsögðu ekki frá þegar við ræðum um útflutningstekjur sjávarútvegsins eða annarra atvinnugreina.

Og þegar gengi íslensku krónunnar fellur eykst hér kostnaður þeirra allra, verðbólgan eykst og öll verðtryggð lán hækka.

Þorsteinn Briem, 3.1.2012 kl. 23:16

8 identicon

Gættu betur að.

- Ferðaþjónustan er (svo best ek veit) með flugsamgöngur til og frá landinu inni í pakkanum. Þar er mikill hluti innfluttur, bæði vélakostur og olía. Öðru máli gegnir með ferðaþjónustu á landinu. En fyrirtækin sem selja eru til allrar heilli í Íslenskri eigu og þannig um hreinni útflutning að ræða heldur en.....:

- t.a.m í iðnaði, þar sem útflutningsafurðin er í erlendri eigu. Við erum að selja straum, og ná skrapi inn á laun.....en:

- Í sjávarútvegi er þetta í Íslensku eignarhaldi, og sá virðisauki sem hér verður til kemur beint inn, - móðurfélagið er alltaf Íslenskt. Útflutningurinn sjálfur þar með.

- Í hvaða grein sem er, skal kostnaður aðfanga til langs tíma ætíð vera minni en sala, annars er klabbið dauðadæmt. Það er bara reikningsdæmi hvenær aðfangakostnaður erlendis frá ballanserar útflutningstekjur, en með réttu móti er í öllum útflutningsiðnaði ofmetin króna til bölvunar.

Ergó, - ?

Jón Logi (IP-tala skráð) 3.1.2012 kl. 23:52

9 Smámynd: Þorsteinn Briem

Mikilvægast fyrir okkur Íslendinga er að útlendingar greiði sem hæst verð í erlendri mynt fyrir okkar vörur og þjónustu vegna mikillar eftirspurnar.

En ekki að stórhækka hér sífellt verðið og kostnaðinn í íslenskum krónum, sem og öll verðtryggð lán.

Frá ársbyrjun 2006 hefur gengi evrunnar gagnvart íslensku krónunni hækkað um 112,61%.

En erlendum ferðamönnum fjölgaði hér mest á síðasta áratug þegar íslenska krónan var hátt skráð, 2006 og 2007:

Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum - Febrúar 2010, sjá bls. 9

Þorsteinn Briem, 4.1.2012 kl. 04:13

10 identicon

Vitlaust. Þegar við höfum okkar mynt er það mikilvægast að útlendingar borgi okkur sem flestar ISKR fyrir okkar framlag.

2006 & 2007 var góð fjölgun ÞRÁTT FYRIR hákrónumat. Það hefur absolút ekkert að gera með hákrónuna, og lógískar líkur væru á því að hefði krónan verið lægri, hefði fjölgunin verið enn meiri."Ódýrara land"

Við fylgjumst svo með ISKR vs Evru næstu mánuði.

Jón Logi (IP-tala skráð) 4.1.2012 kl. 13:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband