4.1.2012 | 13:06
Ef vesenið það verður skítt...
Staddur í brúðkaupsferðalagi á Kanarí, sem börnin okkar gáfu okkur hjónum í brúðkaupsgjöf er nú tekið réttum 50 árum eftir giftinguna (það var mikið), fjarri skítaveðrinu heima með snjómokstri, grýlukertabrotum og íssköfun, dettur fréttin um Sinead O'Connur fyrst inn á tölvuskjáinn hjá mér þegár ég kíki á það sem er að gerast heima.
Af fréttinni um það, sem olli því að hún og eiginmaðurinn skammnýtti hættu við frægan skilnað, má draga eftirfarandi lærdóm:
Ef vesenið það verður skítt
með vafstri af ýmsu tagi
skal notið ásta upp á nýtt
og allt í fína lagi !
Nutu ásta og hættu við að skilja | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Til hamingju mðe þetta hjón/Kveðja
Haraldur Haraldsson, 4.1.2012 kl. 17:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.