Þegar stofnanir snúast í andhverfu sína.

Kadmíum-áburðarmálið er aðeins eitt af mörgum dæmum um það þegar stofnanir og fyrirtæki, sem samkvæmt lögum sem þau gilda, hafa þá frumskyldu að þjóna almenningi, eru farin að starfa fyrst og fremst fyrir eigin hagsmuni en réttlæta það jafnvel með því að ekki megi veita umbeðnar upplýsingar vegna almannahags !

Þau hika ekki við að bæta gráu ofan á svart þegar þau rökstyðja það, hvernig þau hundsa þessa skyldu, með því að þau geri það vegna almannahags!

Seim eitt af dæmum um þetta er mér kunnugt um að hafinn er málarekstur vegna þess hvernig eitt af þessum opinberu fyrirtækjum hefur búið sér til eigin reglur umfram það sem gerist í öðrum löndum og vinnur þannig í raun gegn fyrstu grein laga um viðkomandi starfsemi, sem kveður á um skyldu þess til að þjóna hagsmunum almennings á viðkomandi sviði í því skyni að viðkomandi starfsemi dafni sem best til hagsbóta fyrir almenning. 

Þegar farið er fram á upplýsingar um úttekt á starfsemi fyrirtækisins er því neitað og það útskýrt með því að ekki megi veita þessar upplýsingar vegna almannahags ! 

Þannig er faðirvorinu snúið upp á andskotann þegar litið er til upplýsingalaga og laga um skyldur þessa fyrirtækis. 

 


mbl.is Ólína: Skerpa þarf skyldu til að upplýsa um umhverfisvá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Leifur Þorsteinsson

Hvað skyldi Cadmium innihald eldfjallaösku vera? Ltarefnið CaSO4 er bölvaður óþverri

sagt er að þektur málari hafi drepið sig á því að troða fullri túpu upp í sig. Og svo er hægt

að Kaupa töflur í heisubúðum sem innihalda Cadmium. EB setur engvar grensur fyrir innihaldi

Cadmiums.

Leifur Þorsteinsson, 6.1.2012 kl. 13:50

2 identicon

Smá upplýsingar frá bóndanum.

Kadmíum í áburði koma sem fylgiefni með fosfór. Það vill bara svo óheppilega til. En þar er sagan ekki öll....

Fosfór er eitt hinna þriggja aðal-jurtanærandi efna, Köfnunarefni (N), Fosfór (P) og Kalí/potassium/stundumkallaðpottaska (K), og er þrígildur áburður gjarnan nefndur NPK, og oft með prósentuhlutfalli hinna þriggja efna, annars vegar hreinna, og hins vegar í sýrlingum.

Fosfórframboð heimsins er mestmegnis frá Marokkó. Það var á mínum sokkabandsárum svona 70% af heimsmarkaði, og skiljanlega markaðurinn Evrópa og Ameríka....því að.....

Hitt svæðið var gamla Sovét, þ.e.a.s. Kólaskagi.

Fosfatið úr námum Marokkó var fínt, en talsvert Kadmíum með.

Fosfatið af Kólaskaga er tiltölulega laust við þennan kvilla.

Ég held að mestallur áburður sem notaður hefur verið hér í gegnum tíðina hafi verið af "betri" sortinni", en stundum hefur verið í boði áburður með Marokkó-"P", og er þetta því ekkert mengunarslys, heldur áminning um hvaðan hvað kemur.

Þess má geta að mögulegt væri að vinna náttúrufosfór á Austfjörðum, og fosfór er svo að auki dýrasta áburðarefnið, og áburður er yfirhöfuð fokdýr.

Cadmium í eldfjallaösku er hverfandi, og þar er maður svo sem kominn í nornarpott mikinn, því mörg frumefni, bæði algeng eða snefilefni, hrinda hverju öðru frá. Algengasta dæmið hjá okkur sem höldum kýr eru Ca, K, Mg, og svo í smærri sneflum t.d. Fe, Cu og Se. 

Eldfjallaaskan skilaði helling af Fe, sem getur valdið skorti á Se, og það virðist vera að gerast. Se er hins  vegar baneitrað í of miklum mæli, svo er með Cu, en ekki með Fe.

En þetta dugar í bili, hafi einhver nennt að lesa.

Jón Logi (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 15:40

3 identicon

„Eldfjallaaskan skilaði helling af Fe, sem getur valdið skorti á Se...“

Gaman væri að vita hvernig þetta virkaði.  Síðast þegar ég gáði táknaði Fe frumefnið járn sem ekki er verulega sjaldgæft í umhverfi Íslendinga og ætti því selenskortur að vera algengur hjá þeirri þjóð.  Eða hvað?

Þorvaldur S (IP-tala skráð) 6.1.2012 kl. 23:58

4 identicon

Það er rétt hjá þér Þorvaldur, þ.e.a.s. hvað grasbíta varðar, - fæðuval alætna eins og okkar manna virðist hins vegar koma í veg fyrir þetta. Skortur á Mg er hins vegar nokkuð algengur, bæði meðal manna og búfénaðar.

Skortur á Se kallast stíuskjögur hjá sauðfé, og er helst í lömbum sem eru inni að vori, - algengt er að menn sprauti öll lömb með smá Seleni til að koma í veg fyrir þetta, - þetta drepur nefnilega.

Hjá nautgripum er Selenskortur lúmskari, hann getur valdið vöðvarýrnun og svo fósturláti. Það er reyndar ekki ýkja langt síðan að það var staðfest og útskýrði það margt, því líkast til er Íslenski nautgriðastofninn heimsmeistari í dauðfæðingum, - eða var. Þessu lenti ég í sjálfur um tíma þar til uppgötvaðist, - þá sprautaði ég allar kýr og kvígur með fangi og þar með var það úr sögunni. En ég hef heyrt fósturlátstölur allt upp í 60% (!) vegna þessa, og betra er að vera aðeins á tánum í ár vegna mikils járns í umferð frá í fyrra og hitteðfyrra.

Einhverra hluta vegna er þetta síður algengt í hrossum, en hefur komið upp og þá má gefa þeim selen (stungulyfið) í fóður, - ekki sprauta skilst mér.

Magnesíumskortur hjá nautgripum er sérstakur sjúkdómur, - kemur heiftarlega fram og er bráðdrepandi. Hann kemur aðallega fram vegna ofgnóttar af K í nýjum grösum að vori, og sé brugðist hart við er vandamálið leyst með einni sprautu. En hjá okkur mannfólkinu má oft þekkja vægan skort sem vöðvakipring og svo sinadrátt. Magnesíum er gjarnan á neðra bari í mannfólki, en....."overdose" veldur hins vegar hjartastoppi.

Þetta eru svolítið snúin vísindi og mismunandi áhrif á dýrategundir, en ég vona að ég hafi getað útskýrt eitthvað.

Jón Logi (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 10:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband