7.1.2012 | 12:11
Til hamingju, kæru vinir!
Ég varð þeirrar ánægju aðnjótandi 19 ára gamall að ferðast með Gunnari Eyjólfssyni um landið og skemmta með honum á tugum skemmtana.
Þá mynduðust sterk vinabönd sem ekki hafa rofnað síðan.
Á næstu árum kynntist ég honum enn betur í Þjóðleikhúsinu og sömuleiðis Kristbjörgu Kjeld.
Í söngleiknum "Ást" 2007 endurnýjuðust kynnin við Kristbjörgu.
Úr fjarlægð sendi ég þessum vinum mínum mínar innilegustu hamingjuóskir með enn einn verðskuldaðan leiksigurinn.
Þorgerður Katrín mætti með sparibrosið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.