Skýrt í frumvarpi stjórnlagaráðs.

Í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er tekið á því máli sem Jón Baldvin Hannibalsson ræðir varðandi utanríkisstefnu Íslands. Þar er skýrt kveðið á um að utanríkisráðherra og ríkisstjórn hafi forráð yfir utanríkisstefnu landsins í umboði Alþingis.

Orðrétt hljóðar það svo í 109. grein frumvarpsins: 

"Utanríkisstefna og almennt fyrirsvar ríkisins á því sviði er á hendi ráðherra í umboði og undir eftirliti Alþingis."

Sem þýðir að þingræðið er ótvírætt í gildi í þessum málaflokki ef þessi grein verður lögfest í nýrri stjórnarskrá.


mbl.is Forsetinn heldur áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hatrið er eitt af því sem sameinar fólk, jafnvel ólíkt fólk. Ég spyr mig: Hvernig hefði starf Stjórnlagaráðs farið ef ekki hefði verið Ólafur Ragnar Grímsson til að hata?

Hatrið á Ólafi Ragnari Grímssyni er hornsteinn og grundvöllur frumvarps stjórnlagaráðs.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 7.1.2012 kl. 13:17

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Mikið væri nú gott ef stjórnmálamenn æfðu sig í að fara eftir stjórnarskrá á Íslandi.

Það væri góð byrjun.

Stjórnarskrá er einskis virði, ef ekki er farið eftir henni. Því miður eru stjórnarskrár-brot á Íslandi talin sjálfsögð á stjórnarheimilinu.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 7.1.2012 kl. 14:37

3 identicon

Hefði nú verið betra, hefði stjórnlagaráðið haft hugrekki til að þess að mæla með niðurfellingu þessa tindilrófuembættis. M.a. þess vegna munu tillögur ráðsins aldrei verða samþykktar.

Badu (IP-tala skráð) 7.1.2012 kl. 18:04

4 identicon

Það skiptir ekki máli Ómar, því hver sem er forseti getur bara farið í erlenda fjölmiðla og talað öfugt við það sem formlega utanríkisstefnan er og útlendingar halda að það sé stefna Íslands enda halda þeir margir í skiljanlegri fávisku sinni að forseti Íslands hafi sömu völd yfir landi sínu og forseti kanaveldis.

Ari (IP-tala skráð) 8.1.2012 kl. 00:15

5 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Samkvæmt því sem rétt á að vera þá á ríkisstjórnin að starf í umboði Forseta.

Hins vega mátti kom inn klausu þar sem Forseti geti sent mál aftur til meðferðar Alþingis, í staðinn fyrir þjóðaratkvæði.

En annars er ég algerlega ósammála tillögum "stjórnlagaráðs" varðandi "nýja" stjórnarskrá. Við höfum stjórnarskrá sem gott væri að byrja á að fara eftir áður en farið er að búa til nýja.

Þegar ég segi "gott að byrja á að fara eftir" þá er ég að meina að ríkisstjórnin egi að byrja á því að fara eftir henni, Forsetinn vinnur hinsvegar eftir henni.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 8.1.2012 kl. 11:45

6 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Hvernig er hægt að skilja nýju stjórnarskrána sem vitni um "hatur á Ólafi Ragnari Grímssyni" þegar sá hinn sami Ólafur leggur þann sérkennilega skilning í hana að hún muni færa forsetanum stóraukin völd?

Ræðu hans við þingsetningu skilja margir svo að með henni hafi hann verið rökstyðja, að vegna stóraukinna valda forsetans þyrfti að sjálfsöglu sem reyndastan og færastan mann í embættið, þ. e. hann sjálfan. 

Ómar Ragnarsson, 8.1.2012 kl. 12:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband