9.1.2012 | 11:50
Góðar fréttir, Nasa friðað.
Gamli kvennaskólinn, Sjálfstæðishúsið, "Holsteinn", Sigtún, Nasa, - nafnið skiptir ekki máli hverju sinni heldur saga hússins, sem fyrrnefnd nafnaruna gefur til kynna, og ekki síður útlit þess.
Í borg okkar hefur meira en 60 ár ríkt mikil tilhneiging til að rífa gömul, falleg og vinaleg hús og reisa sem stærsta og hæsta kumbalda úr steypu og gleri í staðinn.
Það átti að gera á reitnum þar sem Bernhoftstorfan stendur nú, það átti að gera við Laugaveginn og sem víðast um borgina.
Engu var skeytt um það þótt háar byggingar komi í veg fyrir að lágt sólarljósið komist niður á götunar og þaðan af síður um þau góðu sálrænu áhrif sem fallegar og hæfilega stórar byggingar hafa á fólk.
Enn síður um þau tengsl hverrar kynslóðar við sögu og líf genginna kynslóða sem gömlu húsin glæða og viðhalda.
Ekki höfðu menn heldur fyrir því að kanna hver áhrif það hafði haft víða í öðrum löndum að rífa gömul hús og hverfi og reisa gler- og steinsteypuhallir í staðinn.
Þetta gerði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og útskýrði vel í fjölmiðlum að þar sem húsaverndunarstefnan hafði sigrað hafði mannlíf, verslun og menning blómstrað, en dáið í steinkumböldunum.
Ólafur F. Magnússon nýtti vel þann tíma sem hann hafði áhrif í borgarstjórn og sem borgarstjóri og bera þær gömlu byggingar sem hann barðist fyrir að varðveita, öllum til augnayndis, því gott vitni.
Furðulegt var hve lítið menn lærðu af sögu Bernhöftstorfunnar.
Upp úr 1970 var hún úthrópuð sem "safn af kofaskriflum" og "ónýtt drasl."
Nasa aldrei rifinn að sögn eiganda hússins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er sjálfsagt að vernda menningarverðmæti, en mega þau kosta hvað sem er?
Bernhöftstorfan.... varr hún ÖLL þess virði að vernda? Hefur hún verið sá túristasegull sem menn vonuðust til, fyrir utan veitingahúsið við Bankastræti? Er ekki allt eins líklegt að hægt hefði verið að byggja áhugaverðar byggingar á hluta torfunnar?
Menn mega ekki alveg tapa sér í blindri verndunaráráttu. Stundum er hreinlega ekki þess virði né raunhæft að vernda gamla kofa, en öfga-verndunarsinnar beita öllum trixum í bókinni til að koma á einhverjum rétttrúnaði í verndunarmálum og þeir sem ekki eru sammála eru úthrópaðir.
Gunnar Th. Gunnarsson, 9.1.2012 kl. 23:03
Það er löngu komið að því að hugsa um fólkið í stað þess að vera með gamla kofa á friðunarlistum... hver friðar tennur ungbarna.. .enginn, menn hafa meiri áhuga á gömlum minningum sem engu skipta, á grasblettum sem enginn fer á... á útsýni sem enginn sér
Við erum sorgleg
DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.