Ein erfiðasta lífsreynsla hverrar manneskju.

Stefið, sem sjá má í fréttinni á mbl.is um fólk, "sem þarf að koma út úr skápnum" er um einn hluta þess sem fjallað var um hér á bloggsíðunni í gær, sem sé það, að öll fáum við að gjöf við fæðingu einn líkama og eina sál með öllum þeim kostum og göllum sem því fylgja.

Auðvitað getum við fengið ótrúlega mikið út úr þeim spilum, sem við höfum á hendi, jafnvel þótt þau séu "hundar" að miklu leyti.

En sumt af því er erfitt að ráða við og sumu getum við einfaldlega ekki breytt hversu mjög sem við vildum, heldum gerum aðeins illt verra með því að þráast við. 

Allir muna eftir erfiðleikum unglingsáranna þegar hver manneskja er að uppgötva sjálfa sig, svona svipað eins og þegar spilamaður er að fá á hendina spilin, eitt af öðru. 

Vandamál þessara unglingsára felast einmitt mest í því að "finna sjálfan sig" eins og það er kallað og hjarðhegðun þessara ára er oft sprottin af því að "vera eins og aðrir" en ekki maður sjálfur. 

Margir af brestum okkar eru þess eðlis að við glímum við þá alla ævi og gengur misjafnlega vel. 

Það besta við kenningar Krists er skilningur hans á breyskleika mannsins og nauðsyn hvers manns og hans nánustu að láta þá ekki eyðileggja of mikið. 

Þessi skilningur var á þeim tíma byltingarkenndur, miðað við trú og siði þjóðfélags hans. 

Í frumvarpi stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá er þessi skilningur nútíma mannréttinda formaður í aðfararorðum og í kaflanum um mannréttindi og náttúru. 

Einkum er 8. greinin mikilvæg: "Öllum skal tryggður réttur til að lifa með reisn. Margbreytileiki mannlífsins skal virtur í hvívetna." 

Um daginn sá ég á blogginu að rætt var um þörf laga sem tækju á einelti. 

Þá var ágætt að geta bent á 8. greinina, sem gerir rétt þeirra stjórnarskrárvarinn, sem verða fyrir einelti ef hún verður lögfest í stjórnarskrá og síðar kveðið nánar á um þetta mál í lögum þar um. 

Þegar ég var lítill ólst upp í götunnni ungur öðlingsdrengur sem var gott dæmi um það óréttlæti sem þjóðfélagið beitti samkynhneigða. 

Þá og oft síðan er talað af léttúð um það að þetta fólk eigi að breyta sér eftir kröfum okkar og að það hafi jafnvel áunnið sér kynhneigð sína. 

Þessi fornvinur minn var þegar byrjaður að þokast út úr samfélagi okkar hinna aðeins 4-5 ára gamall þegar hann vildi frekar leika sér með dúkkur og vera í "stelpuleikjum", oft einn og sér vegna þess að við hinir skildum hann ekki. 

Skemmst er frá því að segja að líf þessa manns varð honum mikil og oft nær óbærileg kvöl lengst af, svo mikil, að ég þarf ekki annað en að hugsa til hans og lífs hans þegar ég ákveð árlega að leggja hans líkum árlega lið í Gleðigöngunni. 


mbl.is „Erfiðast að segja 5 ára dóttur minni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Trúarbrögðin eru helsti óvinur mannréttinda... 99% af ofsóknum gegn samkynhneigðum kemur úr þeirri átt; Hvert sá sem neitar því, er einmitt trúhaus sjálfur.

Talandi um einelti, í USA vilja kristnir fá undanþágu frá eineltislögum, svo þeir geti lagt samkynhneigða krakka í einelti.
 

DoctorE (IP-tala skráð) 10.1.2012 kl. 17:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband