11.1.2012 | 11:29
Hvernig gat Marilyn Monroe verið svona kynþokkafull ?
Spurt er í frétt mbl.is hvernig Katie Holmes geti verið svona kynþokkafull.
Sígild spurning. Spurningin sem brann þegar horft var á Raquel Welsh í Bond-myndinni sem hún lék í.
Þessarar spurningar spurði maður þegar Marilyn Monroe var upp á sitt besta og spyr hennar reyndar enn.
Efast reyndar um að jafningi hennar komi fram. Hún hafði allt það sem gat ært hvern mann svo að hann vissi ekki sitt rjúkandi ráð.
Önnur leikkona frá þeim tíma hafði að vísu dýpri persónuþokka auk fegurðar sinnar, en það var Sophia Loren. Raunar hélt hún persónutöfrum sínum og fegurð miklu lengur en títt er um konur, allt fram á efri ár, kona sem hitti í hjartastað.
Það, að slíkar konur skuli vera til, er ástæðan fyrir því að ég held nú upp á gullbrúðkaup.
Af því að ég minntist á Raquel Welsh má alveg fljóta með hve flottur mótleikari hennar var, - besti Bondinn að mínum dómi.
Hvernig er hægt að vera svona kynþokkafull? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég treysti mér ekki til að setja útá þessar konur. Raquel Welch kann að hafa leikið í Bond mynd í hliðstæðum veruleika, en í þessum alheimi hefur ekki enn orðið af því.
Björn Ragnar Björnsson, 11.1.2012 kl. 12:52
Er sá gamli ekki að rugla henni saman við Maud Adams. Mér fannst þær alltaf örlítið sviplíkar.
Annars er Kate Beckinsale helv. flott ;)
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 13:02
Mér hefur alltaf fundist Ásta Ragnheiður flottust.
Kannski ekki smáfríð. En "so what".
Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 14:38
Ómar er örugglega að rugla Raquel Walch saman við Ursulu Anders þegar hún í frægu atriiði í Bond mynd kleif upp úr sjónum um borð í bátinn, línurnar mjög svipaðar hjá báðum.
Sólbjörg, 11.1.2012 kl. 17:35
Hoho, línurnar eru nú yfirleitt í lagi hjá bond gellum. En Ursula var sérstök og hafi maður skoðað eitthvað annað en línurnar þá er hún ekki svo lík Welch. Veðja á Adams þarna sem misskilning. Flaskaði reyndar á þessu sjálfur fyrir löngu.
Jón Logi (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 18:45
ómar, Raquel Welsh leik aldrei í bond mynd
Bjorn guðgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:11
"Lék" átti þetta að vera ekki "leik"
Bjorn guðgeirsson (IP-tala skráð) 11.1.2012 kl. 20:16
Skemmtileg pæling, við eigum svona flottar konur líka eins og til dæmis Bryndísi Schram sem hefur haldið sinni fegurð alla tíð. En málið með Normu Dean er sennilega þetta klassiska sem enginn vil eiginlega ræða um að það var alla tíð sagt að hún hefði þessa ríku líkamslykt sem aðrar konur reyna að dylja eftir bestu getu. Svitalykt og pjásulykt er það sem kemur kynhvötinni til. Það var ríkulegt hjá henni. Það má bara ekki tala svona, því að er ekki in hjá "siðmenntuðu" fólki.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.1.2012 kl. 22:12
Ómar, þú gleymir alveg að minnast á Claudiu Cardinale.
Hjartað slær hraðar við að skrifa nafnið hennar.
Stefán (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 07:41
Nú er ég hlessa Ásthildur. Sem kallpeningur verð ég að segja að ekkert er eins fráhrindandi eins og svita&þessháttar pest. Og ekki finnst hún af bíómynd.
Og hvað þá með ferómóna af köllum. Virðist ekki virka, skoðist hér:
http://www.youtube.com/watch?v=aSZajwsq1mM
Stórskemmtilegt ;)
Og svo í pottinn fyrir flottar Íslenskar, - Unnur Steinsson. Úff!
Jón Logi (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 09:30
Mér finnst þessar kjellur allar vera ofmetnar.. Katie Holmes er verulega ofmetin... In fact, maður getur gengið niður Laugarveg á sumardegi og séð miklu fallegri dömur en þessi meintu kyntákn
DoctorE (IP-tala skráð) 12.1.2012 kl. 10:05
Varðandi feromona af köllum,jú þeir virka á konur, hvað sem þessi you tube mynd segir. Hrein svitalykt af heilbrigðri mannesku er ekki vond - ég ætla að voga mér að segja það hún er góð, eins og Áshildur segir kynörvandi af þeim sem maður hrífst af. Varla er fólk alveg búið að tapa dýrseðlinu í sér, vona ekki.
Það er meira segja sagt að öll þessi ilmvötn rugli okkur svo í ríminu að við getum ekki lengur notað nefið til að finna rétta "makan" sem passar okkur - því okkur verður að líka líkamslykt bólfélaga eða maka.
Sólbjörg, 12.1.2012 kl. 12:17
Tek undir það með þér Sólbjörg, þefskynið er nauðsynlegt til að finna þann rétta. Skrýtið að fólk skuli strax tala um vona lykt af svita og kynfærum. Eins og þú bendir á þegar fólk er hreint þá er slík likt bara góð ef manni þýkir vænt um viðkomandi.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 12.1.2012 kl. 13:38
Tja, ég stend við mitt hvað mat karla á "skötulyktandi" kvenfólki varðar. Það er kannski öðruvísi á hinn veginn. Nú er ég vel giftur. Konan er lyktarlaus, en alltaf lykt af fjósi og súrheyi, kryddað með smá dísel af mér. Hún er reyndar ekki lyktnæm.....
Jón Logi (IP-tala skráð) 13.1.2012 kl. 15:07
Þú skalt bara tala fyrir sjálfan þig Jón Logi minn ekki fyrir alla karlmenn , svo er heldur ekki verið að tala um osta eða skötur svo langur vegur frá. Þið hjúin eru sennilega komin svo langt frá upprunanum að þið farið sennilega aldrei út af malbiki. Sem reyndar stangast á við súrheyið og fjósið, sem er hin besta lykt, þó hún sé ekki kynæsandi. En ef til vill finnst þér það "flott" að lykta bara af ilmvatni. Man eftir í þessu sambandi þegar ein leigubílastöð í Reykjavík ætlaði að krefjast þess að kvenkyns ökumenn kæmu "kantskornir" í vinnuna, hvers vegna er mér ennþá algjörlega hulin ráðgáta.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 15:18
Jæja, ekki vitum við á hvernig kvenfólk Jón Logi hefur lent í gegnum tíðina - he, áður en hann fann lyktarlausu konuna sína, vonandi alvöru kona? En þessi umræða er skemmtileg tilbreyting á blogginu. En ég get ekki trúað að það sé til nokkur alvöru karlmaður sem finnst það æsandi að daman hans ilmi af ferskjulykt eða jarðaberja- vanillu nammilykt þegar hún fer úr nærbuxunum, djöf... turn off hlýtur það að vera, nema að hann sé bara ekkert fyrir konur.
Sólbjörg, 13.1.2012 kl. 18:18
Hahahahaha!!! Sólborg frábært. Svona tertuelskendur. Annars las ég einhverntíman fyrir löngu áður en Marlyn dó að það væri altalað að hún hefði sérlega mikla líkamslykt, og að það væri hluti af áhuga karlmanna á henni. 'Eg get alveg trúað því.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.1.2012 kl. 19:42
Játa að það var Ursula sem lék á móti Sean Connery. En Rakel var samt flott.
Ómar Ragnarsson, 14.1.2012 kl. 12:31
tja Sólbjörg, get nú ekki farið of mikið út í þá sálma, án þess að óprenthæft verði
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 12:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.