12.2.2007 | 19:55
ÝKT "ANDLÁTSFRÉTT".
Í fréttum Stöðvar tvö í kvöld er sagt "samkvæmt heimildum"að ég muni hverfa af skjánum hjá Sjónvarpinu vegna þess að ég fari á biðlaun. Þessi frétt er ekki rétt og um hana hægt að segja eins og Mark Twain sagði sprelllifandi á sínum tíma að fréttir af andláti hans væru stórlega ýktar.
Athugasemdir
HJÚKK hvað ég er fegin! Þú mátt ekki hverfa af skjánum nærri strax Ómar!
Gott að þetta var ýkt "andlátsfrétt" 
Ester Júlía, 12.2.2007 kl. 20:32
Gott að heyra að Ómar hefur ekki yfirgefið sviðið. Alltaf gaman að fylgjast með mönnum sem standa keikir við sitt og gefa ekki tommu eftir í því sem þeir trúa á. Hvort allir séu sammála er allt annað mál, en allavega er gaman að fylgjast með mönnum eins og Ómari sem kvikar hvergi frá sinni sannfæringu, hvað sem á dynur. Mætti margur pólitískur skríbentinn taka Ómar sér til fyrirmyndar. Biðlaun eða ekki biðlaun, ýktur dauði, sprelllifandi eða annað ótímabært fjas um karlinn, Ómar er ogverður alltaf alltaf góður.
Halldór Egill Guðnason, 12.2.2007 kl. 22:21
Ómar Ragnarsson er einn af okkar bestu sjónvarpsmönnum og liggja margir góðir þættir eftir hann.
Ég hef alltaf haft gaman af honum og vona að hann verði sem lengst á skjánum.
Stefán Stefánsson, 12.2.2007 kl. 23:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.