Fróðlegt að heyra kjörorð Reagans aftur.

Ég sá í sjónvarpi einn frambjóðendanna, sem slást um hylli Republikana lýsa yfir því að nú væri að koma hin stóra stund flokks hans að endurvekja slagorð Ronalds Reagans frá 1980 um stórlækkaða skatta, afnám regluverks þeim sviðum og nýtingu nýrra orkulind í Norður-Ameríku.

Þetta er alveg á skjön við orsakir fjármálakreppunnar sem voru einmitt fólgnar í að hleypa öllu lausu og gefa skít í það sem olli bæði hruninu og því að enginn bankamaður hefur enn verið ákærður vestra. 

Í ofanálag er grafið upp loforð Reagans um stórkostlegar olíulindir sem Carter hefði vanrækt að nýta. 

Síðan eru liðin 32 ár, án þess að þessar miklu orkulindir hafi fundist en nógu langt er síðan að fólk hefur gleymt því. 

Obama sjálfur reynir nú að nýta sér smá kipp sem hefur orðið í hagkerfinu, en rétt eins og í Grikklandi á sínum tíma byggist hagur Bandaríkjamanna á þeim sandi sem er fólgin í endalausum halla á ríkissjóði, en það getur aðeins endað á einni veg, - það kemur að skuldadögunum. 

En svona gengur víst lífið, - í hringi, líka í hringi óskyggjunnar sem vill jafnvel aftur leiða til valda þau öfl sem biðu skipbrot 2008. 


mbl.is Er ríki mormóninn óstöðvandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Einu sinni var talað um að stæla, stela og frumsemja lög og texta. Ætla mætti að áþekkar hugmyndir séu í herbúðum bandaríska afturhaldsins.

Lygin hefur verið mörgum stjórnmálamönnum gott verkfæri. Þannig fullyrti breski Nóbelsrithöfundurinn Harold Pinter að Íraksstríðið hefði grundvallaðist á.

Í aðdraganda fyrri heimstyrjaldarinnar kappkostu þýsku sósíldemókratarnir að afstýra stríði. Sama reyndi breski þingmaðurinn Ramsey MacDonald. Hann fyrirleit allt ofbeldi hvort sem það var undir yfirskyni föðurlandsins eða einhvers annars.

Í Frakklandi voru einnig margir áhrifamenn sem vildu leita friðsamra lausna. En hrokinn og drambið varð skynseminni yfirsterkari. Og meira að segja prestarnir voru fengnir til að blessa fallbyssunar áður en þær voru látnar þruma og murka lífið úr andstæðingunum. Gilti einu hvort það var í Austurríki, Bretlandi, Frakklandi, Rússlandi eða Þýskalandi. Í öllum þessum löndum voru prestarnir látnir „blessa“ fallstykkin! Frá þessum tíma á eg bók, safn prédikana ætluðum prestum til þessarar vafasömu iðju!

Hugsa sér: Hefðu þessir aðilar getað komið í veg fyrir styrjaldir, þá væri sennilega eitthvað öðru vísi í heiminum í dag. Og einnig mætti reikna með að þróunin hefði orðið eitthvað hægari á ýmsum sviðum en ætli það hefði verið svo slæmt?

Guðjón Sigþór Jensson, 12.1.2012 kl. 22:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband