14.1.2012 | 11:56
Aldrei meiri þörf.
Hver manneskja fær einn líkama til ráðstöfunar við fæðingu. Þótt "alefling andans", eins og Jónas kallaði það, sé mestu skiptir, verður sú staðreynd ekki umflúin að líkmainn, bústaður andans, og ending hans ræður oft úrslitum.
Þess vegna er það svo mikilvægt að halda líkamanum í góðu formi alla ævi, en aldrei er það þó nauðsynlegra en á efri árum þegar hnignun líkamlegs atgervis ógnar andlegri velferð.
Of miklar kyrrsetur og hreyfingarleysi eru að verða mesta heilbrigðisvandamál mannkyns og því er setningin "að setjast í helgan stein" sem notað er yfir það þegar fólk hættir fastri vinnu og fer á eftirlaun afar varasamt að mínum dómi.
Þegar lífeyrisaldrinum er náð gefast sem betur meiri tækifæri til að taka líkamann og færni hans til meðferðar og hamla óhjákvæmilegri hrörnun hans eins og kostur er.
Auðvitað er það ekki einhlítt, því að menn geta fengið alvarlega sjúkdóma eins og krabbamein hvenær sem er á aldrinum og óháð líkamlegu atgervi.
Á móti kemur að gerist slíkt, geta viðkomandi þó huggað sig við það að hafa gert það sem í þeirra valdi stóð til að öðlast það langlífi sem Jónas orti um:
"Hvað er langlífi?
Lífsnautnin frjóva,
alefling andans
og athöfn þörf.
Margoft tvítugur
meira´hefur lifað
svefnugum segg
er sjötugur hjarði."
Í fimleikum á áttræðisaldri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er ekki bara hægt að setjast í helgan stein, heldur líka leggjast í kör :D
Jón Logi (IP-tala skráð) 14.1.2012 kl. 12:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.