Sem sagt: Eðlilegt slys ?

Aldeilis furðulegt er á því herrans ári 2012 með alla sína upplýsinga-, staðsetninga- og mælingatækni að fylgjast með því í fjölmiðlum að reynt sé að réttlæta jafn stórkostlegt slys og strand Costa Concordia er og finna á því einhverjar eðlilegar skýringar.

"Dýpið átti að vera nóg undir skipinu" segir skipstjórinn. Kanntu annan? 

Hvaða heimildir hafði hann fyrir því að dýpið væri nóg á þessum stað, skammt frá landi og sjö kílómetra frá venjulegri siglingaleið ?  Ónákvæm kort árið 2012? Ónákvæmar flóðatöflur ?  Eru kort og upplýsingar um siglingaleiðir við Ítalíu tóm steypa ?

Vísa að öðru leyti til bloggpistils á undan þessum. 

 

 


mbl.is Skipstjórinn hnepptur í varðhald
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég og fjölskylda mín ferðuðumst oft með grísku ferjunni Heleanna á milli Ítalíu og Grkklands. Þetta var stór og ljótur dallur og hæggengur mjög. Í ágúst 1971 kom upp eldur í skipinu 26 nm frá Brindisi. Í ljós kom að alltof margir farþegar voru um borð og allur öryggisútbúnaður ófullnægjandi. Einnig yfirgaf skipstjórinn, Dimitrios Antipas, skipið löngu áður en allir farþegar höfðu farið frá borði. Meira en 26 létu lífið. Ég man svo vel eftir skipstjóranum -  o kapítanos- þegar hann gékk inn í borðsalinn, akfeitur í flottu uniformi, hlaðið borðum og bryddingum. Þegar ég frétti af slysinu hugsaði ég; þetta hefði íslenskur skipstjóri aldrei gert.

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 14:47

2 identicon

Öll skip eru athuguð reglulega af ,,Port State Control,, og ef þau fá athugasemdir er komið þegar umbótum á að vera lokið, sem er mislangur tími eftir því hvað var að.

Fyrir brottför úr höfn á að setja stefnu út í kort frá bryggju að bryggju og ef skipstjórinn gerir það ekki sjálfur á hann að yfirfara það.

Öll svona slys eru vegna þess að einhver gerir mistök, það er ekki hægt að kenna veðri eða skyggni um.

Trausti (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 17:43

3 identicon

Skipstjórinn öðlaðist skipstjórnarréttindi 2006,eftir að hafa verið yfirmaður öryggismála hjá fyrirtækinu sem gerir skipið út. Furðulegt að mínu mati,og var ekki hafnsögumaður um borð eða hvað.? Einhvern vegin finnst manni ekki hafa verið svo. Hneyksli,ójá.

Númi (IP-tala skráð) 15.1.2012 kl. 23:52

4 identicon

Við Íslendingar áttum nú nokkuð flott strand rétt utan við Osló, öhömm,- var það ekki út af vitlausri staðsetningu?

Mig grunar nú reyndar að þar hafi lítið mátt út af bera. En 7 km, come on...

Með gps á að vera hægt að halda þessu nánast upp á meter. Og græjurnar eru allar til, þið ættuð bara að skoða brúna á meðal togara....

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.1.2012 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband