16.1.2012 | 12:37
Ísland vill heilsa hressilega.
Úr 22ja stiga hita og sól stendur til að stefnan verðin tekin hjá okkur hjónum á Ísland í fyrramálið.
Það verður hressileg tilbreyting en að vísu verður þessi yndislega brúðkaupsferð okkar búin að veikla mig í bili, því að síðan í fyrradag hef ég verið með svipaða leiðindakvefpest og herjar marga Íslendinga hér og kenna sumir breyttu loftslagi um.
En Helga er hin hressasta og ég er hinn ánægðasti með að hafa verið svo heppinn að fá pestina ekki fyrr í ferðinni.
Og ef ég mætti skipta á því að vera með pestina hér áfram eða alveg stálsleginn í kuldaruddanum heima, þá væri valið auðvelt.
Á næsta veitingastað við okkur finnst starfsfólkinu afar gaman af því að veifa ýmsum íslenskum setningum að okkur, og þessa daga hljómar "velkominn heim" úr munnum þeirra án þess að ég sé viss um að þeir viti hvað það þýðir, sem sé að missa viðskiptavini sína heim.
Hvassviðri í vændum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.