Gott hjá Ögmundi !

Það kann að vera að ýmsum finnist það bruðl að koma á millidómsstigi með þeim kostnaði sem því fylgir.

En á það verður að líta að lýðræði og réttlátt og gott dómskerfi koma ekki af sjálfu sér, hvort tveggja kostar peninga.

Í stjórnarskrárfrumvarpi Stjórnlagaráðs er reynt að hafa dómsmálakaflann, eins og aðra kafla, sem skýrastan og gagnorðastan og aðeins um það getið að Hæstiréttur sé æðsta dómstig landsins og kveðið á um það að val á dómendum sé sem vandaðast.

Ekki er kveðið á um fjölda dómsstiga heldur aðeins um almennar reglur varðandi dómendur.

Það er því löggjafans að ákveða hvort dómsstigin séu tvö eða fleiri.

Ástæðan fyrir því að millidómsstig er nauðsynlegt, ekki síst þegar ástandið í þjóðfélaginu er þannig, að álag á dómstóla er meira en dæmi eru um.

Gríðarlega mikilvægt er í slíku ástandi að vandað sé til starfa dómsstóla, og þó sérstaklega Hæstaréttar, eins og unnt er. 

Annars verður ekki hægt að byggja upp það traust og réttlæti sem ríkja þarf í betrumbættu þjóðfélagi. 

Í því er fólgin hætta að leggja of mikið á Hæstarétt og lýsti Jón Steinar Gunnlaugsson ágætlega einu atriði þess í Kastljósi, sem sé því, að allt of oft sé það aðeins fáskipaður Hæstiréttur, sem dæmir í mikilvægum málum, sem hafa fordæmisgildi vegna þess að ekki er hægt að hafa fleiri dómendur vegna anna þeirra.

Það er því hið besta mál að Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra, kveði upp úr með þá skoðun sína að koma beri á millidómsstigi til að létta á Hæstarétti, sem er sá hornsteinn réttarríkisins sem ekki má vera byggður á sandi. 

 


mbl.is Reynir að flýta millidómstigi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Báknið burt stóð í eina tíð skrifað. Ef verkefni dómstóla er tímabundið er hægt að minnka álagið og lagfæra mikið með því að bæta löggjöfina. Hverju skyldi embætti sérstak saksóknara skila? Í ofanálagt er tími til að ákæra að renna út. Í háskólanum hlýtur að hafa verið gerð úttekt á málagleði Íslendinga og borið saman við önnur lönd.

Sigurður Antonsson, 16.1.2012 kl. 21:48

2 identicon

Hallast fremur að því, að taka upp kviðdóm, æðri Hæstarétti, 5-7 manna, þar sem meirihluti eru valkunnir einstaklingar ólöglærðir, eftir lestur greinar eftir Sigurvin Ólafsson héraðsdómslögmann, á Pressuni 3. des 2011. (lögmaður forviða á Hæstarétti)

Eingu líkara en formið en ekki efnið ráði niðurstöðu, ekki sama hvort notað er % prósentumerkið, eða kr. krónur.

Haldór Sigurðsson (IP-tala skráð) 17.1.2012 kl. 12:29

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Kannski Ömmi hafi verið besti vinur í gær, en nú er hann að reyna að sprengja stjórnina og þannig að afhenda stjórnarráðið þeim sem ollu hruninu og hönnuðu spillingarkerfið sem við búum við. Ég sé ekkert gott við Ögmund.

Villi Asgeirsson, 17.1.2012 kl. 16:56

4 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það er skondið að pistill með þessari fyrirsögn skyldi birtast í gær og svo kemur innanríkisráðherra með Stóru Bombuna sína í morgun

Veit ekki hvort það var meining þín að hæla Ögmundi Jónassyni fyrir fleira en breytingar á dómstólakerfinu. Honum hefur tekist að klifra upp úr skotgröfum hinnar blindu, pólitísku einstefnu, sem veldur því að menn útmála andstæðinga sína sem ómennsk fyrirbæri, verðug þess að vera troðin í svaðið.

Þetta er fyrsta, skapandi skrefið sem íslenskur stjórnmálamaður tekur í átt að uppgjöri við hinar efnahagslegu hörmungar sem dundu á þjóðinni haustið 2008.

Ég er hins vegar langt frá því að vera sannfærður um að slíkt leiði til öndvegis neinn þeirra stjórnmálamanna sem eru í andstöðunni, svo sem ætla má að samherjar innanríkisráðherra óttast svo mjög.  Áður en af því verður, þarf að koma til mikil endurnýjun á þeim mannskap sem valdist til þingsetu vorið 2009.

Flosi Kristjánsson, 17.1.2012 kl. 20:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband