Líka svindl með skráningarmerki.

Hefur einhver séð bíl, sem ekki er Toyota 4runner, en er með skráningarnúmerin TB 594 ?

Sé svo er um að ræða númeraplötur sem stolið um jólin af Toytoa 4runner mínum ásamt 38 tommu hjólbörðum með grófu mynstri á góðum grámáluðum felgum og stigbrettum, sem söguð voru af bílnum.

Númerastuldur þessi er dæmi um svindl með stolnar númeraplötur sem á sér stað í talsverðum mæli, því að annars hefði plötunum ekki verið stolið af bílnum og hann síðan fluttur frá bílasölunni, sem hann stóð á, og skilinn eftir vestur við Granda ehf. 

 Mikið væri nú gott ef sá, sem stal bílnum, skilaði mér þýfinu, dekkjunum, felgunum og stigbfrettunum,  t. d. með því að skilja það eftir og láta mig vita hvert ég geti sótt þau. p5070028_1131142.jpg

Bíllinn var ekki til sölu að ástæðulausu og þessi þjófnaður kemur sér illa fyrir mig, því að hann var breyttur fyrir jöklaferðir og dekkin og stigbrettin því stór hluti af virði hans.  

Jeppinn er eftir sem áður til sölu á lækkuðu verði í samræmi við núverandi ástand hans. 

Ég tók 35 tommu dekk og ágætar 10 tommu felgur undan gamla Toyota pallbílnum, sem ég notaði við að draga bátinn Örkina, og setti undir 4runnerinn sem er nú til sölu í núverandi ástand, sem er út af fyrir sig gott, með skoðun sem gildir fram á sumar, nýtt bremsukerfi og nýtt púst og með óvenju góðu, nýlegu lakki. 

Hann er með sex strokka vél, sjálfskiptingu og er sem áður sagði breyttur fyrir 38 tommu dekk. Verð: 490 þúsund krónur.

Vísa öðru leyti til bloggpistla minna um þetta mál milli jóla og nýjárs og frétta á mbl.is og pressan.is


mbl.is Grunur um fölsuð skráningarmerki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband