Nú er reiði Norðmanna skiljanleg og á rökum reist.

Ég var að renna síðustu 93 sekúndum leiks okkar við Slóvena nokkrum sinnum í gegn og það blasir við að á þessum sekúndum gáfu Slóvenar okkur tvö mörk til þess að fá þægilegra framhald í milliriðli.

Reiði Norðmanna eftir leikinn í gær var kannski skiljanleg en alls ekki á rökum reist. 

En reiði þeirra nú er bæði skiljanleg og á rökum reist. 

Þegar og hálf mínúta var eftir og Slóvenar með fjögur mörk yfir var engin ástæða fyrir þá að taka leikhlé, því að það blasti við hjá þeim að halda áfram uppteknum hætti og sigla sigrinum af öryggi í höfn. 

Það sést í leikhléinu að einn leikmaður Slóvena sveipar handklæði um hljóðnema sjónvarpsmanna og síðan útfæra leikmennirnir skipun þjálfarans um að gefa Íslendingum 1-2 mörk afar lymskulega. 

Þeir gefa boltann ekki alveg strax, - það hefði verið of augljóst, heldur spila fyrst í hálfa mínútu eins og hvaða lið í þessari stöðu, sem er, hefði gert, að halda boltanum og fá aukaköst til að láta tímann líða. 

Þegar þeir eru búnir að gera þetta hæfilega lengi, "missa" þeir boltann fáránlega klaufalega og leggja sig aðeins hæfilega fram til að koma í veg fyrir að Íslendingar uppskeri mark í framhaldinu. 

Á lokasekúndunum ver markmaður þeirra að vísu skot frá Þóri Ólafssyni, sem fær að vera óvaldaður í horni sínu til að fá boltann þangað á silfurfati, og þegar boltinn hrekkur rólega út á miðja línuna standa varnarmenn Slóvena eins og myndastyttur á meðan Kári fær boltann algerlega óvaldaður á besta stað og skorar ! 

Þetta getur ekki talist heiðarlegt og reiði Norðmanna er fyllilega skiljanleg þótt þeir eigi ekki að láta það bitna á íslenska liðinu. 

Í leikhléinu var skipun Guðmundar einföld: Nú skiptir það aðeins máli að þið skorið tvö mörk. Minnir á þegar Angelo Dundee sagði við George Foreman eftir tíundu lotu hans í bardaganum við Michel Moorer. 

"Sonur sæll, þú ert með tapaðan bardaga ef hann endist út allar loturnar, því þú ert langt undir á stigum og getur ekki unnið það upp. Það þýðir bara eitt:  Þú verður að rota þennan dreng!" 

Og það gerði Foreman og varð heimsmeistari, 46 ára gamall!


mbl.is Þjálfarinn gaf skipun um að gefa eftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sá ekki leikinn, en næ þessu ekki alveg. Ef Íslendingum var svona annt um Norðmenn, af hverju skoruðu þeir, af hverju skutu þeir bara ekki fram hjá, krókur á móti bragði. 

Eða er ég að misskilja eitthvað?

Haukur Kristinsson (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 21:00

2 identicon

Ég held að allir hefðu gert þetta í þessari stöðu. Þér býðst að fara inn í milliriðil með 0 stig eða 2 stig, auðvitað veluru að fara í gegn með 2 stig !!!!

Jón (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 21:18

3 Smámynd: Eggert Sigurbergsson

Norðmenn féllu bara á eigin bragði sem þeir beittu 2008 þegar Svartfjallaland komst áfram en ekki Rússar, ef Noregur hefði unnið með 6 mörkum þá hefðu þeir fengið Rússa með sér áfram en þeir voru þegar með 5 marka forystu.

Myndbandið sýnir hvað norðmenn gerði til að tryggja að Rússar kæmust ekki áfram. Þýðir ekkert fyrir þá að væla núna.

http://www.youtube.com/watch?v=U8E11BvAVzM&feature=related

Eggert Sigurbergsson, 20.1.2012 kl. 22:28

4 identicon

Og hér er einn Norsarinn að vera hreinskilinn:

http://mbl.is/sport/em_handbolta/2012/01/20/jensen_hefdum_gert_thad_sama_og_slovenar/

Jón (IP-tala skráð) 20.1.2012 kl. 23:52

5 Smámynd: Hörður Einarsson

Fjendur vorir Norðmenn.

Hörður Einarsson, 21.1.2012 kl. 00:09

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Norðmenn eru ekki fjandmenn okkar, en þeir eru þrjóskir samborið Makrílveiðarnar.

Eyjólfur G Svavarsson, 21.1.2012 kl. 01:57

7 identicon

"Frændur eru frændum verstir"

Skuggi (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 07:52

8 Smámynd: Guðmundur Björn

Norðmenn hafa aldrei komist eitt eða neitt með karlalandslið sitt. Áskanir út í dómarana og aðrar samsæriskenningar eru vel þekktar í norskum fjölmiðlum þegar lið þeirra drulla upp á bak. Sérstaklega þá hjá TV2 og VG.

Guðmundur Björn, 21.1.2012 kl. 09:49

9 identicon

Það hefði verið ákaflega vitlaust og óskynsamlegt ef Slóvenar hefðu keyrt á okkur af fullum krafti þessar síðustu sekúndur. Ekki gleyma því að liðin eru að spila heilt mót, en ekki bara einn leik og þess vegna þarf leikur liðsins að miða að því að ná sem bestum árangri í mótinu. Reiði Norðmanna er skiljanleg en alls ekki á rökum reist því rökin eru öll með Slóvenum í þessari stöðu. Slóvenar gerðu einfaldlega það eina rétta í stöðunni og fá þess vegna það mesta útúr þessum leik gegn okkur, sem hlýtur jú að vera markmiðið hverju sinni.

Gunnar Jóhannsson (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 11:48

10 identicon

@Haukur Kristinsson

Fyrirkomulagið á Evrópumótinu (sem og Heimsmeistaramótum) í handbolta er þannig að þrjú efstu lið hvers riðils komast áfram í svokallaða milliriðla. Í þessum millirðilum byrja liðin með þann fjölda stiga sem þeir náðu á móti hinum liðunum sem komust í milliriðla. Hefðu Íslendingar tapað með fjórum mörkum hefðu Norðmenn verið ofar okkur að stigum og markatölu og þar með hefðu þeir komist í milliriðla ásamt Króötum og Slóvenum. Þá hefði Slóvenía ekki tekið neitt stig með sér í milliriðilinn þar sem þeir töpuðu fyrir bæði Norðmönnum og Króötum.

Með því að gefa Íslendingum tvö mörk komu Slóvenar Íslendingum hins vegar áfram, því nú vorum við með betri markatölu en Norðmenn. Það þýðir að við Íslendingar förum ásamt Króötum og Slóvenum í milliriðla, á kostnað Norðmanna. Nú taka Slóvenar með sér stigin á móti Króötum (0stig) og okkur (2 stig) áfram í milliriðla.

Það að fá á sig tvö mörk gaf þeim því 2 stig.

Skrítið kerfi, en svona er þetta nú víst

Alexander (IP-tala skráð) 21.1.2012 kl. 19:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband